Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 11
11 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 öllum þeim spurningum sem upp geta komið. Síðan skoðum við heimskortið okkar og finnum landið sem barnið er að koma frá. Þá förum við á bókasafnið og finnum bækur með myndum og textum til að skoða. Okkur hefur þótt mjög gaman að æfa okkur að telja og/eða syngja lög frá upprunalöndum nemenda okkar. Ögrandi til að byrja með Markviss málörvun er sterkur þáttur í leikskólastarfinu og leggjum við þar áherslu á litla hópa. Tvítyngdu börnin okkar eru ýmist með samlöndum sínum eða ein. Í vetur höfum við einnig boðið upp á móðurmálskennslu þeirra tvítyngdu barna sem eru í Lyngholti. Það hefur mælst mjög vel fyrir og væntum við mikils af því starfi. Fjölmenningarleg kennsla er ögrandi til að byrja með en markmiðið er að hún verði eðlilegur þáttur í öllu okkar starfi. Kennarar þurfa að sjálfsögðu að fá þjálfun, það þarf að fara fram umræða innan starfsmannahópsins til þess að starfið verði sem árangursríkast. Hlutverk kennarans er að auka færni nemandans og það gerir hann með því að efla sjálfstraust hans og hjálpa honum að öðlast færni og/eða þekkingu. Stuttar, skýrar setningar og miklar endurtekningar er það sem þarf til að hjálpa nemandanum að koma sér af stað. Efniviður og kennsluaðferðir miðast svolítið við nýja nemandann. Hreyfileikir, vísur og þulur sem eru endurtekning eru auðlærðar og því gagnlegar fyrir tvítyngd börn sem og við alla málörvun. Í heildina séð er skemmtilegt og krefjandi að vinna með nemendum, foreldrum og kennurum frá hinum ýmsu þjóðlöndum. Það auðgar starf okkar og samfélagið og hér í Lyngholti tökum við því fagnandi og viljum halda áfram á sömu braut. Lísa Lotta Geirsdóttir Höfundur er aðstoðarskólastjóri Lyngholts. Vísindasjóður Félags framhaldsskóla- kennara hefur nú starfað um árabil. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á vinnureglum B-deildar í gegnum tíðina. Tilefni þessarar fréttar er að nú hafa reglur B-deildar verið endurskoðaðar sérstaklega og hefur tvennt verið gert í aðalatriðum. Annars vegar hafa styrkir verið rýmkaðir nokkuð og hins vegar hafa reglur verið gerðar skýrari. Breytingarnar má sjá á heimasíðu KÍ og fyrir skemmstu fengu trúnaðarmenn sent sama skjal með ósk um að senda það áfram til allra félagsmanna í FF og FS. Allar þessar upplýsingar, sem og annað sem varðar sjóðinn, munu koma fram í Fréttabréf- inu í haust þegar komið er að því að greiða styrki úr A-deildinni. Í fyrsta lagi er mikilvægt að taka fram að styrkfé má aldrei nota til að greiða kostn- að sem félagsmanni ber að fá greiddan af vinnuveitanda eða öðrum aðila sam- kvæmt kjarasamningi, hefð, lögum eða reglugerðum. (Úr úthlutunarreglum B- deildar). Rétt er að ítreka nokkur atriði í við- bót: Háskólanám, sem ekki telst hluti af réttindanámi, getur verið styrkhæft, einnig þó að réttindanámi sé ekki lokið. Sjóðstjórn metur hvort námið sé styrkhæft eða jafngilt háskólanámi. Réttindanám, þ.e. nám sem þarf til að ljúka lágmarks prófgráðu sem gefur kennsluréttindi, telst ekki endur- eða viðbótarmenntun og er því ekki styrkhæft. Um slíkt er hægt að sækja í A-deild. Til þess að sjóðfélagi verði styrkhæfur þarf að hafa verið greitt fyrir hann í sjóðinn í a.m.k. 6 mánuði. (Úr úthlutunarreglum). Í vinnureglum fyrir B-deild vill sjóð- stjórn vekja sérstaka athygli á styrki vegna náms samhliða starfi. Um er að ræða nám þar sem félagsmaður sækir háskólanám, viðbótarnám, eða annað sem stjórn metur styrkhæft. Styrkurinn er 10.000 krónur á hverja háskólaeiningu allt að 30 einingum. Heimilt er að ljúka því námi á tveimur árum án þess að endurnýja umsóknina og er styrkur greiddur út gegn staðfestingu á námsferli frá viðkomandi skóla. Styrkur vegna námsorlofa hefur verið hækkaður í 300.000 krónur ef styrkþegi er við nám hér á landi en 400.000 krónur ef hann er við nám erlendis. Átt er við heilt ár en sjóðstjórn er heimilt að reikna styrkinn hlutfallslega miðað við lengd orlofs og samspil námstíma hérlendis og erlendis. Þá hafa reglur verið gerðar skýrari um skólaheimsóknir erlendis og sett upp eins konar þrepskipting eftir því hversu löng dvölin er. Einnig er búið að setja fastari reglur um hvaða gögnum þarf og má skila. Styrkir vegna námskeiðs- eða ráðstefnuferða erlendis (3-5 dagar) hafa einnig verið hækkaðir. Hámarksúthlutun er 400 þúsund krónur á hverju fjögurra ára tímabili. Sjóðfélagi, sem hefur náð hámarki í úthlutun á fjög- urra ára tímabili, getur samt sem áður sótt um styrk allt að 100 þúsund krónum fyrir hvert heilt ár sem líður frá því hámarki er náð. Umsóknin stangist ekki á við mörk sem sett eru svo sem um hámarksstyrki til námskeiða, háskólanáms eða annars sem kann að eiga við. Almennt gildir sú regla að allt nám, sem ekki telst hluti af réttindanámi, getur verið styrkhæft. Þó er það vinnuregla að miða eingöngu við viðurkennda skóla og ekki við nám á framhaldsskólastigi. Vísindasjóðurinn hefur fyrir löngu sýnt gildi sitt og gagn fyrir fjölda kennara og stjórnenda. Þeir hafa átt auðveldara með að afla sér viðbótar- og endurmenntunar sem oft hafa leitt af sér ómetanleg tengsl við erlenda starfsfálaga og skóla. Hins vegar skiptir öllu að þau gögn sem send eru til sjóðsins séu góð og gild því að öðrum kosti verður erfiðara að verja það fyrir skattyfirvöldum hvernig þessu fjármagni er varið. F. h. stjórnar, Sigríður J. Hannesdóttir. Vísindasjóður Félaga framhaldsskólakennara og stjórnenda í framhaldsskólum Nýjungar vorið 2007 LEIKSKÓLINN LYNGHOLT, VÍSINDASJÓÐUR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.