Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 24
24 LESHÖMLUN Frá gæslu til skóla SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Margir sáu eftir lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands sem var aflögð fyrir nokkrum árum. Þrír starfsmenn voru við lestrarmiðstöðina en henni stýrði Rannveig Lund sérkennari og sérfræðingur í læsi. Rannveigu er enn sem fyrr annt um hag fólks sem stríðir við lestrarörðugleika og segir það fá allt of lítinn stuðning í grunnskóla og atvinnulífi. Ári eftir lokun lestrarmiðstöðvarinnar stofnaði Rannveig fyrirtækið Lestrarsetur Rannveigar Lund með aðsetur í Reykja- víkurakademíunni. Þar veitir hún ein- staklingum ráðgjöf og greiningu, heldur 20 kennslustunda námskeið fyrir byrjenda- kennara og sérkennara, sem kallast Frá mati til kennslu, og stutt námskeið sem henta fræðslufundum fyrir kennara 1.-10. bekkjar. Það námskeið kallast Brúum bilið milli talmáls og ritmáls með kennslu. Þá stendur Rannveig fyrir námskeiðum um greiningarprófið GPR-14h sem hún samdi ásamt Ástu Lárusdóttur og loks má nefna árlega fræðsludaga Lestrarsetursins sem haldnir eru 24. og 25. ágúst að þessu sinni. Af því tilefni kemur hingað til lands Jane Baker, forstöðukona rannsókna og þjálfunar við Jemicy School Outreach Center í Baltimore, en hópur íslenskra kennara hefur sótt þá stofnun heim og hrifist af hugmyndum og aðferðum sem þar er beitt. Skólavarðan hitti Rannveigu að máli og spurði hana nánar út í starfið, fyrirtækið og lestrarvanda á Íslandi. Greiningarpróf fyrir fjórtán ára „Ég er í nokkurn veginn sömu verkefnum og ég var í hjá Kennaraháskólanum,“ segir Rannveig. „Mesta breytingin er sú að ég er ekki lengur í fastri áskrift að launum. En fram til þessa hefur gengið vel. Staða lestrarmiðstöðvarinnar breyttist í kjölfar flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga en miðstöðin heyrði undir ríkið. Þar með hefðu grunn- skólanemendur átt að fara að greiða fyrir þjónustu miðstöðvarinnar en fram- haldsskólanemendur ekki. Þetta þótti ekki nógu gott svo það varð að ráði að allir greiddu eitthvað, grunnskólanemendur talsvert minna en þeir hefðu ella gert en enginn fékk fría þjónustu eins og framhaldsskóla- og háskólanemendur hefðu átt að fá. Síðarnefndi hópurinn var í meirihluta þeirra sem sóttu til okkar þjónustu. Að lokum fór svo að árið 2003 setti Alþingi lestrarmiðstöðina ekki á sér- fjárveitingu en Kennaraháskólanum var gert að forgangsraða verkefnum sínum innan þess fjármagns sem skólanum var úthlutað það ár. Lestrarmiðstöðin lenti aftast á þeim lista og því fór sem fór. Vorið 2002 fór ég svo á eins árs biðlaun.“ Rannveig notaði biðlaunaárið til að fullklára og gefa út staðlað skimunarpróf á umskráningarfærni, stafsetningu, hljóð- lestrarhraða og lesskilningi. „Við Ásta Lárusdóttir sömdum þetta próf saman, það heitir GRP-14h og er ætlað fjórtán ára nemendum. Þetta var mjög stórt verkefni sem hafði setið á hakanum um hríð en svo gáfum við það út árið 2004 og fylgdum því eftir með námskeiðum. GRP-14h er nú notað í nánast hverjum einasta grunnskóla á landinu og er það vel. Það var orðið mjög brýnt að færa greiningu á lestrarvanda niður fyrir framhaldsskólastig. Nemendur koma þá með vitneskju um lestrarstöðu sína inn í framhaldsskóla sem er mjög til bóta.“ Foreldrar minnka við sig vinnu til að sinna illa eða ólæsum börnum Framhaldsskólanemendur og fullorðnir sem eru að fara aftur í skóla eru fjölmenn- astir í hópi þeirra sem leita til Rannveigar á Lestrarsetrið. „Síðarnefndi hópurinn er oft fólk sem flosnaði úr námi á sínum tíma vegna lestrarvanda og tilheyrði þessum umtalaða 40% brottfallshópi,“ segir Rannveig. „Ég met hvers konar stuðning fólk þarf miðað við erfiðleika þess því þetta er engan veginn einsleitur hópur. Sumir þurfa til dæmis allt námsefni á hljóðsnældum, en alls ekki allir. Lengri próftími er lausn fyrir allstóran hóp. Enn Fólk stendur eitt og ræður illa við daglegt líf Lj ó sm y n d ir : k e g Rannveig Lund

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.