Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 22
22 LIFANDI BÓKASAFN SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Á aðalfundi Félags skólasafnskennara 15. mars sl. voru lagðar fram breytingar á lögum félagsins. Þessar breytingar miða að því að félagið verði vettvangur fræðslu og uppbyggingar á skólasöfnum landsins. Félagið heitir nú Félag fagfólks á skólasöfnum, skammstafað FFÁS. Tilgangur félagsins verði eins og segir í tillögunum sem voru samþykktar ein- róma, að efla starf á skólasöfnum og stuðla að viðurkenningu starfsins sem sérhæfðrar starfsgreinar. Ennfremur að gæta hagsmuna félagsmanna við gerð kjarasamninga, efla samheldni, tengsl og stéttarvitund og gæta faglegra og félagslegra hagsmuna félagsmanna gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Félaginu er mikið í mun að efla faglegt starf meðal félagsmanna og vinna að því að allir sem starfa á skólasöfnum hafi menntun við hæfi. Ennfremur er markmiðið að stuðla að endurmenntun, efla rannsókna- og fræðistörf sem varða skólasöfn og efla samstarf við sambærileg erlend félög. Félagar eru kennarar sem hafa viður- kennda framhaldsmenntun í bókasafns- og upplýsingafræði og bókasafns- og upplýsingafræðingar. Hugmyndin að Lifandi bókasafni varð til að frumkvæði ungs fólks á Norðurlöndum og varð fyrst að veruleika árið 2000 á Hróarskelduhátíðinni. Þaðan hefur hún borist víða um Evrópu og hefur nú verið notuð og þróuð í tengslum við fjölmarga viðburði sem Evrópuráðið styrkir. Hérlendis hafa nokkrir aðilar haldið Lifandi bókasafn, þar á meðal Húsaskóli í Grafarvogi en Lifandi bókasafn var haldið þar annað árið í röð þann 27. mars sl. Pia Viinikka skólasafnkennari í Húsaskóla segir daginn hafa verið mjög vel heppn- aðan. Nemendur í níunda bekk unnu í fjögurra til fimm manna hópum sem hver um sig valdi sér lífandi bækur að láni, spjallaði við þær og spurði undirbúinna spurninga. Verkefnið stóð yfir frá kl. 13 -15 en kynningarfundur fyrir „bækurnar“ var kl. 12:30. Nemendur skráðu hjá sér svör og hugleiðingar á blað sem þeir nota síðan til þess að útbúa kynningu. „Þetta er frábært verkefni til að taka á fordómum,“ segir Pia. Það er allt annað að standa augliti til auglitis við mann frá Ghana, múslima eða lesbíu en að lesa bara prentaðar bækur eða efni á netinu. Við borgum bókunum 5000 krónur hverri en sumir kjósa að gera þetta ókeypis. Pia segir að fólk sem hefur áhuga á að kynna sér hvernig Húsaskóli stóð að Lifandi bókasafni megi hafa samband við hana til að fá upplýsingar; til dæmis um tengiliði, kynningarbréf, undirbúnar spurningar og fleira. Lifandi bækurnar er fólk sem oft er fulltrúar hópa sem frekar mæta fordómum og geta verið fórnarlömb misréttis og félagslegrar útilokunar. Í Húsaskóla komu kona sem hefur reynslu af þunglyndi, karl sem hefur lent í einelti, karl af víetnömskum uppruna, hommi, múslimsk kona, kona með reynslu af átröskun, lesbía og kona með leshömlun. Að sögn Piu er hægt að nota Lifandi bókasafn á ýmsa fleiri vegu, til dæmis í starfskynningum og fá þá lifandi bækur í ýmsum störfum eða til að kynna afmörkuð svæði í heiminum svo sem Norðurlönd og fá þá Svía, Finna o.s.frv. í heimsókn. „Bækurnar voru mjög ánægðar,“ segir Pia. keg Pia Viinikka: S: 567 6100 piav@husaskoli.is Blogg um Lifandi bókasafn: http://www. husaskoli.is/blogs/8/?s=lifandi+b%F3kasafn Handbók um skipulagningu Lifandi bókasafns: http://www.norden.org/pub/kultur/barn/is/ ANP2005763.pdf Lifandi bókasafn í Húsaskóla Frá Félagi fagfólks á skólasöfnum Ný stjórn var kjörin á fundinum og hana skipa: Formaður: Pia Viinikka, Húsaskóla Varaformaður: Guðný Ísleifsdóttir, Ingunnarskóla Ritari: Hallbera Jóhannesdóttir, Brekkubæjarskóla Gjaldkeri: Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, Langholtsskóla Meðstjórnandi: Árný Jóhannesdóttir, Foldaskóla Varamenn: Guðbjörg Garðarsdóttir Breiðagerðisskóla og Guðríður Kristjánsdóttir, Réttarholtsskóla

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.