Skólavarðan - 01.06.2008, Síða 14
14
NETLA
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008
Mikill og vaxandi áhugi er meðal kennara
á svokölluðum starfendarannsóknum
(action research). Samtök um skólaþróun
stóðu fyrir hundrað og fjörutíu manna
ráðstefnu um þetta efni í Borgarholtsskóla
í aprílbyrjun á þessu ári, þar voru flutt sex
erindi um starfendarannsóknir, tvö almenn
inngangserindi og fjögur erindi þar sem
kennarar lýstu starfendarannsóknum
sínum. Ráðstefnan bar heitið Að rjúfa
einangrun kennara og þar talaði meðal
annarra enska fræðikonan Jean McNiff
sem hefur látið mikið að sér kveða á
þessu sviði og komið hingað til lands til
að leiðbeina kennarahópum á grunn- og
framhaldsskólastigi. Kennarar í Mennta-
skólanum við Sund eru í hópi þeirra sem
stunda rannsóknir á eigin starfi og starfs-
kenningum á grundvelli þessarar hug-
mynda- og aðferðafræði og með skólaþróun
að markmiði en ráðgjafi þeirra er Hafþór
Guðjónsson dósent.
Jean McNiff hefur líka starfað með kennurum
í MS og hún bauð m.a. kennarahópnum að
kynna rannsóknir sínar á ráðstefnu sem
haldin var í London í fyrra. Þess má geta að
í næsta tölublaði Skólavörðunnar er fjallað
ítarlegar um ráðstefnuna og birt stutt viðtal
við Jean McNiff en að þessu sinni beinum
við sjónum að nýlegri grein Hafþórs í Netlu,
Starfendarannsóknir í Menntaskólanum við
Sund.
„Starfendarannsókn er hugtak sem
bendir á praktíska leið fyrir þig að rýna í
eigin starfshætti í því augnamiði að kanna
hvort þeir séu eins og þú vildir hafa þá,“
segir Hafþór Guðjónsson í grein sinni í
Netlu. Þar lýsir hann starfendarannsóknum
og þá sérstaklega rannsóknum kennara
og stjórnenda við Menntaskólann við
Sund ásamt því að ræða skilgreiningar á
starfendarannsóknum og segja frá ástralska
skólaþróunarverkefninu PEEL sem byggist á
þeirri hugmyndafræði. „Grunnhugmyndin er
að læra í starfi,“ segir Hafþór, „að taka til
athugunar reynslu sem maður verður fyrir og
þá með þeim ásetningi að átta sig betur á því
sem maður er að gera og hvaða afleiðingar
gerðir manns hafa. Starfendarannsóknir hafa
verið að hasla sér völl í skólum. Kennarar
sem taka þátt í þeim beina athyglinni að
eigin starfsháttum og áhrifum þeirra á
nemendur. Þeir taka til athugunar ákveðna
og afmarkaða þætti í starfinu, prófa nýjar
leiðir og kanna hvernig til tekst. Lykilatriðið
er alltaf skráning og gagnasöfnun, að maður
skrái það sem gerist og afli gagna um
það sem maður er að gera og hafi þannig
eitthvað í höndunum til að greina og ræða
um við aðra. Í skólum er algengt að kennarar
starfi saman að slíkum rannsóknum og
hittist reglulega til að fara yfir gögn sem þeir
hafa aflað. Í slíkum hópum gefst fólki líka
tækifæri til að læra hvert af öðru og þróa
þannig hugmyndir sínar og hugsun, bæði
sem rannsakendur og kennarar.“
Í greinarlok segir Hafþór meðal annars:
„Það sem er nýtt hér er skráningin og
gagnasöfnunin. Þátttakendur í rannsóknar-
hópnum í MS eru ekki aðeins að prófa eitt og
annað heldur gera þeir sér líka far um að skrá
það sem þeir upplifðu og afla gagna með
skipulögðum hætti: Flestir halda dagbók,
aðrir láta sér nægja minnispunkta, sumir
nota spurningalista, aðrir hljóðrita viðtöl
við nemendur, enn aðrir taka ljósmyndir eða
notast við myndbandsupptökur. Aðalatriðið
er þetta: starfsfólkið eignast gögn um eigið
starf, gögn til að rýna í og ræða um við aðra,
Starfendarannsóknir í Menntaskólanum við Sund
Glæra frá fyrirlestri Hafþórs Guðjónssonar á
ráðstefnunni Að rjúfa einangrun kennara sem
haldin var í Borgarholtsskóla í apríl sl.
Hjördís Þorgeirsdóttir konrektor MS hefur skrifað skýrslu um þróunarstarfið sem
hægt er að lesa á vef skólans, msund.is. Þau Hjördís og Hafþór héldu bæði tölu á
ráðstefnunni og í lok hennar var stofnað nýtt félag í menntarannsóknageiranum,
Félag um menntarannsóknir.
Netla: netla.khi.is
Jean Mc Niff: www.jeanmniff.com
Menntaskólinn við Sund: msund.is
Samtök um skólaþróun: www.skolathroun.is
Borgarholtsskóli: bhs.is
gögn til að byggja á þegar kemur að því að
skipuleggja eða endurskipuleggja starfið.
Það sem háir einkum þróun kennara-
stéttarinnar til aukinnar fagmennsku er
skortur á skráningu, að það sem gert er,
til dæmis í skólastofu, sé að einhverju
marki og á einhvern hátt skráð þannig að
starfsþekking skólafólks verði sýnileg, bæði
þeim sem í hlut eiga og öðrum, til dæmis
nýjum kennurum.“ Lesið greinina í heild á
netla.khi.is
keg