Skólavarðan - 01.06.2008, Qupperneq 15
15
GREINAbUNdIN KENNSLA OG NÁM
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008
Hvassaleitisskóli er nýlega skriðinn á
fimmtugsaldurinn en ekki er annað að sjá
en hann beri aldurinn vel. Í skólanum er
bullandi þróunarstarf í gangi að frumkvæði
skólastjórnenda, þeirra Þórunnar Kristins-
dóttur aðstoðarskólastjóra og Péturs
Orra Þórðarsonar skólastjóra, sem hafa
átt farsælt samstarf síðastliðin fimmtán
ár. Í Hvassaleitisskóla er lögð áhersla á
greinabundna kennslu og greinabundið
nám frá upphafi skólagöngu.
Stefnan er nokkuð umdeild hérlendis og því
skyldi maður ætla að einhverjir árekstrar
yrðu. Þeir hafa þó hvorki verið margir né
stórir að mati Þórunnar og Péturs Orra og
nú er svo komið að þó nokkrir skólar hafa
sýnt stefnunni áhuga og eru ýmist búnir eða
í þann mund að taka hana upp.
„Við einblínum á faglega þáttinn,“ segja
þau Þórunn og Pétur Orri þegar Skólavarðan
tekur hús á þeim laust fyrir sumarleyfi, „og
látum aðra sjá um hitt, eins og til dæmis
matartilbúning og þrif. Þetta gefst mjög
vel.“
Menntasvið lét meta skólastarfið í Hvassa-
leitisskóla í febrúar á þessu ári og kom
matsskýrslan út í mars. Sex til átta skólar
eru metnir árlega af starfsmönnum sviðsins
og kemur það mat til viðbótar sjálfsmati
skólanna. Skýrsla menntasviðs er birt á
forsíðu skólavefjarins, hvassaleitisskoli.is.
Sömuleiðis er þar að finna matsskýrslu frá
skólaþróunarsviði kennaradeildar Háskólans
á Akureyri sem kom út í febrúar 2007 og
unnin var að beiðni Hvassaleitisskóla eftir
þriggja mánaða reynslutíma greinabundnu
kennslunnar. „Við köllum eftir umræðu
um það sem við erum að gera og lítum
á matsvinnu utanaðkomandi aðila sem
hjálpartæki í okkar starfi,“ segja þau
Þórunn og Pétur Orri. „Það sem er neikvætt
í skýrslunum er ráð til okkar um hvað þurfi
að bæta.“ Báðar skýrslurnar eru töluvert
jákvæðar í garð þess umbótastarfs sem
fram fer í Hvassaleitisskóla.
Í matsskýrslu menntasviðs segir í SVÓT
greiningu (eða öllu heldur SVÖT greiningu þar sem
ógnunum hefur verið skipt út fyrir ögranir, innskot keg):
„Styrkleikar: Góður árangur nemenda.
Ánægt starfsfólk sem vinnur faglegt starf
og beitir fjölbreyttum kennsluháttum.
Metnaðarfull stefnumótun.
Veikleikar: Styrkja þarf upplýsingagjöf til
foreldra og þátttöku þeirra í skólastarfinu.
Hvernig tekið er á alvarlegum hegðunarmálum
og einelti.
Ögranir: Skólinn er lítill og nemendur fáir
sem hefur áhrif á möguleika á fjölbreyttu
vali og fjölbreyttu félagsstarfi.
Tækifæri: Jákvæðir nemendur, foreldrar sem
styðja við skólann. Lítill skóli sem auðveldar
samskipti nemenda og starfsfólks. Þróun
á framkvæmd stefnumótunar um nám við
hæfi og einstaklingsmiðað námsmat.“
Í samantekt ábendinga í þessari skýrslu
kom fram að árangur nemenda í lestri í 2.
bekk væri marktækt betri en meðalárangur í
grunnskólum Reykjavíkur. Sömuleiðis kemur
fram góður árangur í stærðfræðiskimun.
Pétur Orri benti á að Hvassaleitisskóli
stæði framarlega í náttúrufræði sem PISA
rannsóknir hefðu sýnt að væri almennt veikur
hlekkur í íslensku grunnskólastarfi. Hann og
Þórunn segja ljóst að greinabundin kennsla
og nám styrki náttúrufræði vegna þess að
hún líði ella gjarnan fyrir það að kennarar
sem hafa takmarkaðan áhuga og/eða litla
þekkingu á náttúruvísindum séu skikkaðir til
að kenna þau.
Í samantekt í skýrslu skólaþróunarsviðs HA
segir meðal annars:
„Þátttakendur í öllum rýnihópum töluðu
almennt um að lengri námslotur gæfu meira
svigrúm til fjölbreyttra kennsluhátta … þeim
fyndist tíminn nýtast betur í skólanum
og þeir fengju fleiri tækifæri til að vinna
margvísleg verkefni tengd viðfangsefninu
hverju sinni. Nemendur voru einnig ánægðir
með að hið nýja fyrirkomulag auðveldaði
heimanám, það væri minna vegna þess að
færri fög væru kennd á dag og þeir næðu
Gaman í vinnunni!
Þórunn og Pétur Orri
Ljósmyndir: keg og Jón svavarsson