Skólavarðan - 01.06.2008, Síða 30

Skólavarðan - 01.06.2008, Síða 30
30 SMIÐSHÖGGIÐ SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 8. ÁRG. 2008 Hvatningarverðlaun leikskólaráðs Reykja-víkur voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða þann 21. maí. Markmiðið er að veita starfsfólki leikskólanna í Reykjavík hvatningu í starfi og vekja athygli á því gróskumikla fagstarfi sem það innir af hendi í menntun yngstu borgarbúanna. Hvatningarverðlaunin komu að þessu sinni í hlut sjö leikskóla og eins leikskólastjóra, en alls barst fjörutíu og ein tilnefning til verðlaunanna vegna fjórtán nýbreytni- og þróunarverkefna. Verðlaun hlutu: • Leikskólinn Bakki fyrir þrjú metnaðarfull verkefni: Umhverfisverkefnið Flóð og fjara, alþjóðlega samstarfsverkefnið eTwinning og heimasíðugerð. • Leikskólarnir Klambrar, Nóaborg og Stakkaborg fyrir verkefnið Skilaboða-skjóðan sem unnið var í samstarfi við Háteigsskóla. Það miðar að því að efla börn í leik- og grunnskólum í málefna- legum skoðanaskiptum og auka skilning og samræmingu milli skólastiga. • Leikskólinn Reynisholt fyrir lífsleikni-verkefnið Líf og leikni. • Leikskólinn Gullborg fyrir samstarfsverk-efni skólans og samtakanna Blátt áfram. • Leikskólinn Hof fyrir verkefnið Dans-Hreyfing-Tónlist. • Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri í Garðaborg fyrir að skipuleggja náms-ferðir, veita leiðsögn og koma á tengslum milli íslenskra leikskóla og leikskóla í New York. Útideildin sem sagt er frá hér ofar á síðunni er einmitt starfrækt á leikskólanum hennar Kristínar. Kennarar í eldri deild í leikskólanum Garðaborg í Reykjavík ákváðu í vor að brydda upp á nýjung með elstu börnunum sem fara í grunnskóla í haust. Leikskólinn er tveggja deilda skóli með um sjötíu börn yfir sumartímann og var búin til þriðja deildin þar sem eru bara þau börn sem fara í grunnskóla í haust. Nýja deildin ber nafnið Útideild og er markmiðið að styrkja börnin enn frekar til sjálfstæðis. Náminu á deildinni er ætlað að efla líkamlegt úthald og öryggiskennd barnanna utan leikskólalóðarinnar sem og að efla sjálfsábyrgð, samskipti barnanna og víðsýni þeirra. Deildin tók til starfa í lok maí og eru börnin og kennararnir mjög ánægð með þessa nýjung. Farið er tvisvar í viku í lengir dagsferðir og hádegisnesti tekið með. Nágrenni leikskólans er skoðað í styttri ferðum og tvo daga í mánuði er farið í hjólaferðir en þá koma börnin með hjólin sín og hjálma. Þau hafa reit í Skólagörðunum þar sem þau setja niður kartöflur og ýmislegt góðgæti sem eitthvað gott verður bruggað úr í lok sumars. Föstudagar eru svo helgaðir útileikjum og þá eru tún og garðar nýtt til skemmtilegra leikja. Hvert barn hefur sinn bakpoka sem það ber ábyrgð á og þau hafa regnföt, nesti og vatnsbrúsa með í för. Börnin meta hverja ferð og halda utan um upplifanir sínar með því að halda úti ferðadagbók. Þar aðstoðar kennari þau við að skrifa hvert var farið og hvernig þeim fannst ferðin, hvað þeim fannst merkilegt að sjá eða upplifa, og svo teikna þau mynd út frá því. Í sumum ferðum fá þau verkefni sem þau leysa í ferðinni og nýta svo meira þegar heim í leikskólann er komið. Á dögunum var farið í Ásmundarsafn og fannst börnunum mikið til listaverkanna koma. Skoðað var bæði inni og úti og teiknuðu þau svo þá höggmynd sem þeim fannst flottust. Hádegisnestið var borðað í blíðskaparveðri úti garðinum áður en haldið var á næsta viðkomustað sem var Laugardalurinn þar sem þau fræddust um þvottaaðstöðu reykvískra kvenna á árum áður. Gunnur Árnadóttir Höfundur er kennari í Garðaborg. Útideildin Hjólað, ræktað, leikið og skoðað í Garðaborg Útideild elstu barnanna í Garðaborg í heimsókn á Ásmundarsafni. Verðlaun fyrir lifandi og gróskumikið fagstarf í leikskólum borgarinnar vorhátíðir Í vetrarlok halda margir skólar vorhátíðir og víða eru komnar hefðir umskrúðgöngur, tónlistarflutning, vosölur og fleira skemmtilega sem heldur sér ár frá ári. Þessar myndir eru frá Hjallaskóla og Safamýrarskóla.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.