Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI Forsíðumynd: Afmælistónleikar DoReMí tónlistarskólans 20. mars 2009 í Neskirkju. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Ísafold Skólavarðan, s. 595 1104 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Tími nýrra hugmynda 3 Leiðari: Varúð, ekki fyrir viðkvæma 4 Gestaskrif: Brynjur og íkveikjur 5 Kjaramál: Á ég að taka út milljón? 7 KÍ: Atvinnuöryggi kennara: Hvað er að gerast í skólunum? 8 – 14 • ætlum við að svíkja heila kynslóð um menntun? • enginn setti menntun á dagskrá • auðhyggjan sem gekk af göflunum • að virða friðarskyldu á gildistíma kjarasamninga • ef þú ert tryggður, færðu það bætt? • samtök kennara í björgunaraðgerðum • úr minnisblaði frá mannauðsskrifstofu Reykjavíkur 20. apríl • úr bréfi sem fg sendi öllum grunnskólakennurum 20. apríl • miðlum upplýsingum • engar viðræður og tæplega samræður • ástæða er til að minna á þessa ályktun • eftir fundinn Könnun: Niðurskurður í leik- og grunnskólum 16 FT: Ályktun um stöðu tónlistarskólanna í landinu 17 Iðnnám: Mikil gróska í námi í rafiðnum 18 Ritdómur: Outdoor learning and play: Ages 8-12 20 Námsgögn: Léttlestrarbækur í ensku 22 KÍ: Vinnuumhverfisbólan, nýjung á www.ki.is 24 Símenntun: Nám í heildrænni djúpsálarmeðferð í Færeyjum 26 Teiknimyndasagan: Skóladagar 26 Stærðfræði: Perlur – hugleiðingar um stærðfræðinám í leikskóla 28 Smiðshöggið: Börn, afrek þeirra og umfjöllun fjölmiðla 30 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ós m yn d : K ri st já n Va ld im ar ss on SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 Varúð: Ekki fyrir viðkvæma Geðlæknir sem vinnur með börnum sagði mér um að daginn að hann og starfsfélagar hans ættu von á að sjúklingum fjölgaði mikið næsta vetur. Ástæðan? Niðurskurður í skólakerfinu. Það væru því miður farnar að berast fregnir af því, sagði læknirinn, að börn sem stæðu höllum fæti fengju ekki þann stuðning sem þau þyrftu. Niðurskurður væri hafinn og ætti eftir að aukast. Afleiðingar væru væntanlegar innan tíðar. Ég velti því fyrir mér í framhaldi af þessum orðum hvernig við skilgreinum grunn- þjónustu. Mikið er rætt um að standa vörð um hana á öllum skólastigum og í þau fáu skipti sem stjórnmálamaður minnist á skólamál dregur hann þetta orð gjarnan upp úr pússi sínu. En hvað er grunnþjónusta? Er það grunnþjónusta að öll börn læri að draga til stafs í fyrsta bekk grunnskóla? Hvað með að hugga grátandi barn, er það grunnþjónusta? En að gefa sér tíma til að setjast með nemanda og ræða við hann um skólareglurnar eða undraheim náttúrunnar – er það grunnþjónusta? Er það grunnþjónusta að hlæja með nemendum? Hvað með að borða saman, er það grunnþjónusta? Ég er ekki viss um að þegar ráðamenn sletta orðinu grunnþjónusta eins og skyri framan í kennara hugsi þeir út í það að skólinn er annað heimili barna og ungmenna. Hér eru þau fimm til níu klukkustundir á dag. Og tónlistarskólinn, sem er vinnustaður og annað heimili fjölmargra kennara í Kennarasambandinu, þar eignast mörg börn og ungmenni góðan vin og lærimeistara á fullorðinsaldri. Stundum þann eina sem þau geta leitað til. Þetta er engin vitleysa, ég veit um mörg dæmi þessa. Það er ekki víða sem börn hafa aðgang að fullorðinni manneskju án þess að þurfa að berjast við sjónvarp, síma, tölvu eða tuttugu önnur börn um athyglina en tónlistarskólakennarinn er slík manneskja. Kennarar, skólaritarar, hjúkrunarfræðingar, matráðar, námsráðgjafar, skólastjórar, skólaliðar – í öllum þessum hópum og öðrum í skólaumhverfinu er að finna trúnaðarvini og lærimeistara mikils fjölda nemenda. Það er mikilvægt að halda í allt þetta góða fólk og láta það fá tíma til að vinna sín góðu verk. Ef álag, undirmönnun og niðurskurður er dagskipanin í skólum líða börnin, þau verða veik, andlega vanhirt og ná ekki að verða fullnuma. Ég ætla ekki að hafa um þetta mörg fleiri orð að sinni. En það hryggir mig að fullorðið fólk skuli mala um grunnþjónustu í staðinn fyrir að hugsa í ró og næði um guðsþjónustuna sem kennarar láta nemendum í té á hverjum virkum degi. Það er þjónusta við sterk og viðkvæm goðmögn, börnin sem eru fullkomin í sjálfu sér en þurfa samt sárlega á leiðsögn okkar, kennslu og vináttu að halda. Kristín Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.