Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 18
18 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 RAFIÐNIR LJ ós m yn d ir f rá h öf un d i Árið 2006 gekk í gildi ný aðalnámskrá um rafiðnfög. Hún var endurskoðuð sumarið 2008 og samþykkt af þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, í ársbyrjun 2009. Í þessari námskrá felast töluvert miklar og jákvæðar breytingar á námi rafiðnaðarmanna. Valdemar Gísli Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans stingur í samband og upplýsir lesendur um stöðu mála. Námskráin nær yfir öll rafiðnfög. Fyrst taka nemendur grunnnám rafiðna í fjórar annir. Að því loknu og sjö vikna starfsþjálfun geta nemendur fengið réttindi til stjórnunar kvik- myndasýninga. Þeir nemendur sem vilja halda áfram geta valið um faggreinarnar rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafveituvirkjun og rafvélavirkjun. Tvær leiðir í rafvirkjun Flestir nemendur fara í rafvirkjun og er hægt að fara tvær leiðir, annars vegar samn- ingsbundna leið þar sem nemendur taka hluta námsins hjá meistara en hins vegar verknámsleið sem tekur þrjár annir í skóla. Samningsleiðin felur í sér tvær annir í skóla og fjörutíu og átta vikur í starfi en verknámsleiðin tuttugu og fjórar vikur í starfi og þrjár annir í skóla. Að námi loknu geta nemendur þreytt sveinspróf. Hjá Raftækniskólanum er hægt að sækja öll rafiðnfög og er þar jafnframt starfrækt hraðdeild sem gerir nemendum með stúd- entspróf kleift að taka grunnámið á tveimur önnum. Ellefu skólar í Tækniskólanum Raftækniskólinn er einn af undirskólum Tækniskólans - skóla atvinnulífsins. Til upp- rifjunar má bæta því við að eftir sameiningu Fjöltækniskólans og Iðnskólans í Reykjavík urðu til ellefu undirskólar. Skólarnir eru sjálfstæðar rekstrareiningar sem samnýta rekstrar– og kynningarsvið. Hver skóli nýtur mikils sjálfstæðis og hefur hver þeirra sinn skólastjóra. Einn þessara skóla er Raftækni- skólinn. Minni munur á rafvirkjun og rafeindavirkjun Hin nýja aðalnámskrá fyrir rafiðnfög felur í sér töluverðar breytingar. Áður voru raf- eindavirkjun og rafvirkjun með tvær annir sameiginlegar og fóru nemendur eftir þann tíma á aðra brautina. Núna eru fjórar annir samkeyrðar og munurinn á þessum tveimur rafiðnfögum því orðinn minni en áður. Nám rafeindavirkja hefur styst um 25 einingar til samræmis við nám í rafvirkjun. Rafeindavirkjun hefur tekið töluverðum breytingum. Til dæmis er lögð mun minni áhersla á viðgerðir heimilistækja en áður af augljósum ástæðum, en í staðinn glíma rafeindavirkjar við tölvustýrðar iðnstýringar, rafeindavélfræði, (mechatronic) rauntímanet og forritun. Rafvirkjar læra nú mun meira í tölvutækni og rafeindatækni en áður sem styrkir stöðu þeirra verulega. Með þessu er verið að reyna að svara þörf iðnaðarins fyrir þekkingu sem hefur verið ábótavant. Þróun í iðnaði og sjálfvirkni er mikil og ljóst að rafiðnaðarmenn vinna í síauknum mæli við uppsetningar og viðhald á margskonar iðnaðarvélum. Góð laun Laun rafiðnaðarmanna hafa verið góð í gegn- um tíðina og hafa þeir haft mikla tekjumögu- leika. Launakönnun sem birt var á vef Rafiðnaðarsambandsins í árslok 2007 og framkvæmd af Capacent sýndi að konur í störfum rafeindavirkja mældust í sumum tilfellum með hærri tekjur en karlar, eða allt að 28% hærri. Ný vinsæl námsbraut Vert er að vekja athygli á því að Raftækni- skólinn hefur tekið upp nýja námsbraut en það er hljóðtækni. Í samvinnu við Sýrland, hljóðver, hefur verið sett á stofn metnaðarfull braut í hljóðtækni þar sem nemendur læra hljóðupptöku og hljóðvinnslu við bestu skil-yrði. Brautin er þrjár annir og er námið keyrt í bekkjarformi með sumarönn þannig að nemendur klára það á einu ári. Áhuginn á þessu námi hefur verið gríðarlegur og sóttu tæplega áttatíu nemendur um það þegar brautin fór fyrst í gang í febrúar sl. en einungis tólf nemendur komast að hverju sinni. Röng ráðgjöf kostar erfiði Borið hefur á því að nemendur í rafiðn- greinum hafi komið til námsráðgjafa hjá Tækniskólanum og kvartað undan því Mikil gróska í námi í rafiðnum Launakönnun sem birt var á vef Rafiðnaðarsambandsins í árslok 2007 og framkvæmd af Capacent sýndi að konur í störfum rafeindavirkja mældust í sumum tilfellum með hærri tekjur en karlar, eða allt að 28% hærri. Iðnaður er öllum þjóðum mikilvægur og skiptir góð menntun á því sviði miklu máli. Það skiptir líka máli að iðnmenntun taki framförum og að skólar séu í takt við tímann. Það er þörf á heiðarlegri og opinni umræði um iðnnám. Valdemar Gísli Valdemarsson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.