Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 24
24 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 vINNUvERND Á vef Kennarasambandsins, www.ki.is, eru farnar að birtast svokallaðar vinnu- umhverfisbólur. Þetta eru upplýsingar sem hafa táknmyndina litaða talblöðru, í hverri og einni eru gagnlegar upplýsingar um afmarkað efni á sviði vinnuumhverfismála og þær eru gefnar út mánaðarlega yfir vetrartímann. Útgáfan hófst í febrúar og nýjasta vinnuumhverfisbólan (gul) fjallar um ágreining. Hinar fjalla um siðareglur (rauð) og handleiðslu (græn). Vinnu- umhverfisnefnd KÍ tileinkar hverri önn skólaársins tiltekið vinnuumhverfisþema. Á vorönn 2009 er þemað Líðan og samskipti á vinnustað. Allar vinnuumhverfisbólur á þessari önn hafa beina tengingu við þetta þema. Eftirfarandi þemu hafa einnig verið ákveðin: • Haustönn 2009 – Heilsuefling • Vorönn 2010 – Vinnuumhverfið – hljóð, rödd, loft og lýsing • Haustönn 2010 – Varnir og viðbrögð gegn einelti og áreitni • Vorönn 2011 – Líkamsbeiting og aðbúnaður á vinnustað ÁGREININGuR – uPPLýSINGAR úR VINNu- MHVERFISBÓLu APRÍLMÁNAÐAR 2009 Af hverju kemur upp ágreiningur? Á undanförnum áratugum hafa kröfur til kennara breyst og vinnuumhverfið orðið flóknara. Samskipti við samstarfsfólk, nem- endur, foreldra og ýmsa aðra sérfræðinga og/eða samstarfsaðila hafa aukist mikið og meira er um teymisvinnu. Aukin samskipti kalla aftur á auknar líkur á því að upp komi ágreiningsmál. Ágreiningur kemur einna helst upp þegar að markmið og áherslur, samskipti, viðhorf, sjónarmið, gildi og/eða upplifun einstaklinga/hópa virðast ósamrýmanleg. Tveir eða fleiri aðilar tala og/eða beita öðrum aðferðum sem miða að því að sigra, buga eða gera að engu sjónarmið „mótherjans“. Ástæður ágreiningsins geta verið mis- jafnar. Um getur verið að ræða hagsmuna- árekstur þar sem deilt er t.d. um tíma, aðstöðu eða forgangsröðun. Einnig getur komið fram ágreiningur þegar skipulag eða samskiptaferli eru óljós/stangast á eða ef upplýsingagjöf er ófullnægjandi. Undir miklu álagi, í tímaþröng eða mikilli streitu er einnig líklegra að ágreiningur komi upp. Ágreiningur getur auk þess sprottið upp vegna einstaklingsbundinna þátta. Hann verður þá oft persónulegur og tengist t.d. þáttum eins og sjálfsmynd, sanngirni, trausti eða framkomu og/eða hegðun einstaklinga. Hvaða afleiðingar getur ágreiningur haft? Ágreiningur á vinnustöðum getur haft margvíslegar afleiðingar og rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á neikvæð áhrif hans á frammistöðu og starfsánægju. Meðal þeirra atriða sem nefnd hafa verið eru t.d.minni samvinna, aukin samskiptavandamál, einelti, auknar fjarvistir og aukin starfsmannavelta. Hvað skal gera ef ágreiningur kemur upp? Mikilvægt er að bregðast eins fljótt og auðið er við vandamálum, árekstrum og samskiptaörðugleikum á vinnustaðnum. Komi upp ágreiningur er t.d. hægt að byrja á því að ræða við hvern og einn málsaðila um sig og síðan saman ef henta þykir. Oft er brýnt að þeir, sem telja á sér brotið, fái að hafa trúnaðaraðila eða sérfróðan aðstoðarmann með sér í slíku samtali. Einnig er mikilvægt að forvörnum sé sinnt og hjá Vinnueftirlitinu er t.d. lögð áhersla á að á vinnustöðum séu sett fram skýr viðmið um samskipti. Um getur verið að ræða t.d. reglur um umgengni eða siði sem gilda á vinnustaðnum og ætlast er til að allir fylgi, skýra afmörkun á ábyrgð starfsmanna og því sem vænst er af þeim, fullnægjandi upplýsingamiðlun og góðar leiðbeiningar um hvernig unnt er að leita sátta í deilum þar sem fyllsta trúnaðar er gætt. Fræðsla til handa stjórnendum og/eða öllum starfsmönnum um að leysa ágreining getur einnig verið gagnleg og m.a. leitt til aukinnar samheldni/liðsheildar, meiri árangurs í teymisvinnu, aukinnar færni starfsfólks almennt í að leysa ágreining og meiri starfsánægju. Hver ber ábyrgðina? Að öllu jöfnu gildir að atvinnurekendur skulu tryggja að starfsumhverfi sé gott skv. lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Stjórnendur þurfa því að vera færir um að sýna gott fordæmi, taka á árekstrum og vandamálum, sem upp kunna að koma, og leiða þau til lykta í sátt við þá sem eiga hlut að máli. Hins vegar er einnig mikilvægt að minna á að allir á vinnustaðnum bera ábyrgð á því að starfa saman í sátt og samlyndi. Afstaða og hegðun hvers og eins starfsmanns er mikilvægur þáttur í því að andrúmsloft sé gott og að öllum líði vel á vinnustaðnum. Ágreiningur getur verið jákvæður Að lokum skal ítreka að ágreiningur er í raun eðlilegur þáttur í samskiptum manna á vinnustað en hann getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Ágreiningur getur t.d. leitt til jákvæðra breytinga og nýrra lausna, allt eftir því hvernig honum er leyft að þróast. Því ætti ekki endilega eingöngu að reyna að forðast allan ágreining heldur fremur stýra honum til jákvæðrar niðurstöðu fyrir alla á vinnustaðnum. Sjá nánar á www.ki.is help.is Vinnuumhverfisbólurnar eru orðnar þrjár

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.