Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 12
12 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 við það eykst álagið. Það sem fólki finnst óþægilegt er sá hræðsluáróður sem er í gangi. Fólk spyr: Er þetta boðlegt? Samanber það sem við höfum heyrt að norðan um launa- laus leyfi. Hræðsluáróður gengur aðallega út á að sagt er við kennara: Ef þið gerið ekki þetta eða hitt þá þarf að segja upp svo og svo mörgum af samstarfsmönnum ykkar. Kennurum gremjast þessi skilaboð. Þeim gremst aðferðafræðin. Þeir segja: Við nutum ekki góðærisins, hvorki í launum né aðbúnaði. Í þessu samhengi verður að geta þess að þenslan lék leikskóla mjög illa vegna þess að kennarar fóru til annarra starfa sem voru betur launuð og undirmönnun og þjónustuskerðing fylgdu í kjölfarið. Auk gremju nær hræðsluáróður til margra og þeir segja: Eigum við ekki bara að þegja svo að okkur verði ekki sagt upp? Svo er eitt enn sem ég vil nefna. Okkur Jóni Inga Einarssyni framkvæmdastjóra Skólastjórafélags Íslands finnst sveitarfélög fara offari um þessar mundir í fyrirætlunum um samrekstur skóla. Það er verið að segja upp skólastjórum leik- og grunnskóla í tengslum við nýjan samrekstur skóla á þessum skólastigum og reyndar líka tónlistarskóla. Okkur finnst þetta harkalegt og þarna er verið að nota nýtt ákvæði í lögum um samrekstur sem var sett inn til að auðvelda fámennum byggðarlögum, þar sem illa hafði gengið árum saman, að fá fólk til starfa í skólunum. Nýjustu dæmin eru Súðavík, Tálknafjörður, Vík í Mýrdal og Búðardalur. Það sem við gerum í FL er að leiðbeina fólki um réttindi sín svo að rétt sé staðið að hlutunum. Það er ekki lögbundin skilgreind þjónusta í leikskólum svo að sveitarfélög geta, hvert fyrir sig, ákveðið þjónustustigið. Lengri sumar- lokun, sveigjanlegri daglegur skólatími og ekki lengur fundir utan dagvinnutíma eru meðal þess sem er á matseðlinum. Flestar eða allar svona ráðstafanir hafa í för með sér tekjuskerðingu. Við höfum ekki enn fengið inn á borð til okkar aðrar uppsagnir en þær sem tengjast samrekstri skóla og ég tel ólíklegt að það komi til uppsagna. Ólafur Loftsson formaður FG Okkar fólk hringir mjög mikið og mest út af áhyggjum af ráðningarforminu. Eftir síðustu kjarasamninga var samið um nýjar skilgrein- ingar á ótímabundinni og tímabundinni ráðningu og víða gerðu skólastjórnarmenn mistök í kjölfar þessara breytinga. Þannig voru kennarar ráðnir tímabundið sem áttu að fá ótímabundna ráðningu. Þetta var því miður ekki óalgengt en er nú sem betur fer að leysast, að mér sýnist. Nú er það svo að fyrstu fjórir mánuðirnir í starfi kennara eru reynslutími og að þeim loknum er kennarinn fastráðinn og kominn í ótímabundið starf. Þetta er meginreglan. Hægt er að ráða kennara tímabundið við sérstakar aðstæður svo sem vegna fæðingarorlofa, launalausra leyfa og námsleyfa. Kennarar spyrja einnig mikið um biðlaunarétt, hvort þeir eigi rétt á biðlaunum komi til uppsagnar og ef svo er, hve langan rétt þeir eigi. Enn má nefna að fólk spyr mikið um hugmyndir um að stytta skólaárið í 170 daga. Við höfum bent á að þetta þurfi tæplega að ræða enda bryti það í bága við lög. En það er þungt hljóðið í okkar fólki og ekki að undra, það er til dæmis mjög þungbært fyrir samhenta kennarahópa að horfa á eftir einhverjum einum af sínum samstarfsmönnum missa starfið. Stjórnmálamenn á vettvangi bæði ríkis og sveitarfélaga keppast hver um annan þveran við að segjast ætla að standa vörð um störfin og verja grunnþjónustuna. Þetta eru fögur orð en stundum virðist á skorta að alvara liggi þeim að baki. Hvað þýðir þetta? Hvaða störf á að standa vörð um og hvað er grunnþjónusta? Nú er kominn tími til að segja, á landsvísu: Hingað og ekki lengra! Við verðum að forgangsraða börnunum í vil. Þetta er nýtt umhverfi fyrir okkur kennara eins og aðra. Við erum að kortleggja ástandið og einbeitum okkur að því að verja réttindi félagsmanna hvar sem á þau er ráðist. Við leggjum jafnríka áherslu á að verja rétt nemenda og fjölskyldna og um leið gæði námsins. Loks veitum við félagsmönnum ráðgjöf og aðstoðum þá á ýmsa lund. Við stöndum fast á því að kjarasamning beri að virða enda fer það saman við að verja grunnþjónustu og standa vörð um hag nemenda. Við höfum til dæmis ítrekað bent á að sé starfsdögum skóla fækkað bitnar það fyrst og síðast á börnunum. Staðan er þannig að ef menn ætla að krukka eitthvað verulega mikið meira í skólann þá er hrein- lega hætt við að hann hrynji. Viljum við hrun í skólastarfinu? Sigrún Grendal formaður FT Víða herðir að í starfsemi tónlistarskóla í þeim þrengingum sem þjóðin gengur í gegn- um. Á trúnaðarmannafundi sem haldinn var um miðjan febrúar greindu fundarmenn frá stöðu mála á hverjum stað og blasir niðurskurður við á mörgum stöðum. Mörg sveitarfélög hafa nú þegar boðað niðurskurð og annars staðar vofir ákvörðun þar að lútandi yfir. Þau dæmi sem félagið hefur upp- lýsingar um hljóða upp á 7-20% niðurskurð. Ýmsar leiðir hafa verið til umræðu í skól- unum til að mæta niðurskurði. Á sumum stöðum er bara um niðurskurð að ræða á rekstrarfé skólans öðru en launakostnaði en víða er talað um að skera niður yfirvinnu, lækka starfshlutfall og segja stundakenn- urum upp. Þá ræða skólar líka mögulegar breytingar í þjónustu skólanna til að ná fram hagræðingu. Einhverjir skólar munu Nokkuð hefur borið á því að kennurum finnist þeim stillt upp af ráðamönnum með valkostum sem brjóta í bága við reglur og réttindi kennara. Það er að sjálfsögðu með öllu ólíðandi og ekki sveitarstjórnarmönnum samboðið að fara þannig með vald sitt á þessum erfiðu tímum. Kennarar vænta þess að fulltrúar þjóðarinnar hafi kjark til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu. Lj ós m yn d : ke g ATvINNUöRYGGI KENNARA – HEILL NEMENDA

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.