Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 8
8 ATvINNUöRYGGI KENNARA – HEILL NEMENDA SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 Lj ós m yn d : ke g Stjórnmálamenn virtust ekki ýkja áhugasamir um skólamál í aðdraganda kosninga og hafa varla minnst á þau einu orði eftir kosningar. Þótt menntun virðist talsmönnum þjóðarinnar lítt hugleikin er gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi nemenda, og starfsöryggi kennara er lykilatriði í því samhengi. Kennarar sjá nú þegar afleiðingar kreppunnar. Hnarreistir unglingar drúpa höfði, foreldrar missa vinnu, fjölskyldur hrökklast úr landi, glöð börn daprast, hætta á frístundaheimilum, í íþróttum og hljóðfæranámi, eru ein heima eftir skóla og ísskápurinn tómur. Hér er skoðað eitt og annað sem lýtur að starfsöryggi kennara og velferð nemenda og þessi könnunarleiðangur heldur áfram í næstu blöðum. ÆTLuM VIÐ AÐ SVÍKJA HEILA KyNSLÓÐ uM MENNTuN? Kennarar gera sér grein fyrir því að eftir tíu til tuttugu ár getum við allt eins átt von á því að þeir sem nú eru nemendur segi við okkur hin: Þið svikuð okkur um menntun. Þið stækkuðuð bekki og fækkuðuð kennurum, styttuð skólaárið, sögðuð upp ungum kennurum með ferskar hugmyndir, tókuð fyrir möguleika kennara til að hittast og tala saman, létuð litlu krakkana missa viðbótarstundirnar og stóru krakkana valáfangana. Okkur leið illa í skólanum, enginn var úti með okkur í frí- mínútum, við fengum ekki lengur listkennslu í leikskólanum, ferðalög í grunnskólanum og námsráðgjöf í framhaldsskólanum. Kennararnir fengu ekki símenntun og þróunarstarf heyrði sögunni til. Við fengum ekki lengur hollan mat í skólanum, einmitt þegar við þurftum mest á því að halda, og við urðum þreytt og þollítil. Þau okkar sem hafa sérþarfir fengu þeim ekki mætt og lærðu lítið sem ekkert. Menntun hætti að vera fyrir alla. ENGINN SETTI MENNTuN Á DAGSKRÁ Kennarar gera hvað þeir geta til að verja nemendur, þar á meðal að leita leiða til að spara án þess að skerða skólastarfið sem er erfitt þegar 80-90% kostnaðar eru laun og launatengdur kostnaður. En þótt kennarar séu á fullu að vernda nem- endur sína eru þeir líka uggandi. Í kosninga- baráttunni heyrðist lítið sem ekkert um að samfélagið þyrfti að slá skjaldborg um menntun og skólastarf. Ekkert stjórnmálaafl setti skólastarf, menntun og nemendur á oddinn. Nú er kosningum lokið og við höldum áfram að standa frammi fyrir afleiðingum hrunsins. Kennarar eru áfram uggandi og raunar æ meir. Þarna kemur til kasta samtakamáttar kennara og það er brýnt að þeir nýti sér þann vettvang með öllum tiltækum ráðum. Kennarasambandið leggur ríka áherslu á að standa vörð um skólastarf eins og sést í þessum hluta úr ályktun sem sambandið sendi frá sér laust eftir bankahrun: KÍ leggur í samræmi við hlutverk sitt sem kennarasamtök höfuðáherslu á að verja skólastarf og menntun í landinu og mun beita sér gegn öllum aðgerðum sem vega að námi og skólagöngu barna og ungmenna. KÍ telur starf með börnum og ungmennum í skólum landsins jafnt í kennslu sem og öðru starfi vera mikilvægan lið í því að skapa nemendum skjól og öruggan samastað á þeim erfiðu tímum sem Íslendingar ganga nú í gegnum. AuÐHyGGJAN SEM GEKK AF GöFLuNuM Hugmyndafræðin sem enn ræður því hvernig skólamálum er háttað hérlendis á rætur að rekja til auðhyggju sem gekk af göflunum. Við höldum áfram að vinna eftir laga- og reglugerðum á grundvelli þessarar stefnu sem nú er gengin sér til húðar og beinlínis ógnvaldur í samfélaginu. Víða í Evrópu mótmæla kennarar og nem- endur um þessar mundir ýmsum birtingar- myndum téðrar hugmyndafræði, til að mynda er Bolognaferlinu mótmælt kröft uglega af háskólanemendum og það sagt reist á grundvelli hugmynda um hagræð- ingu, skilvirkni og gróða í gegnum stöðlun. Hér heima höfum við kannski ekki bol- magn til að ræða þessi mál af nokkru viti, við verðum að forgangsraða: Nemendur í fyrsta sæti. Kennarastéttin er vakin og sofin yfir velferð nemenda og hana vantar sárlega talsmenn víðar í samfélaginu. Hvar voru þeir í aðdraganda kosninga? Hvorki rósir né túlipanar eru stuðningsyfirlýsing við skólastarf, myndböndin á YouTube og síðurnar á Facebook og Twitter voru það Hvað er að gerast í skólunum? Um skólann sem öruggan vinnustað Kennarar gera sér grein fyrir því að eftir tíu til tuttugu ár getum við allt eins átt von á því að þeir sem nú eru nemendur segi við okkur hin: Þið svikuð okkur um menntun. Kjararáð og stjórn KÍ funduðu saman í apríl.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.