Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.04.2009, Blaðsíða 11
11 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 9. ÁRG. 2009 gefnar en það er fátt um svör. Þá höfum við óskað eftir fundi með samstarfsnefnd um efnahagsmálin en ekki fengið. Félag leikskólakennara – Björg Bjarna- dóttir Við höfum verið að vinna í samrekstrar- málunum eins og fram kom hjá Kristni. Einn fundur var haldinn undir því yfirskini að ræða efnahagsmál en þar veltu fulltrúar sveitarfélaga upp hugmyndum um niður- skurð og vildu endurgjöf. Fundi sem átti að vera í síðustu viku var frestað. Ástandið er svona í stuttu máli: Engar viðræður og tæplega samræður, enda gildir núverandi kjarasamningur til ágústloka. Félag tónlistarskólakennara – Sigrún Grendal Staðan er svipuð hjá okkur og hér hefur verið lýst. Ég sting upp á að þau aðildarfélög sem tengjast samreknum skólum ræði saman um hvernig hægt er að verja faglegt skóla- starf og stilla saman strengi. Stöndum vörð um faglegt skólastarf. Félag framhaldsskólakennara – Aðalheiður Steingrímsdóttir Kjarasamningur framhaldsskólans losnaði 31. mars sl. og gildir þar til nýr hefur verið gerður. Við höfum hitt viðsemjendur til að ræða ýmis atriði sem tengjast honum og út úr þeirri samræðu kom bókun um að fresta samningagerð um þau atriði fram- haldsskólalaganna sem hafa áhrif á störf og vinnutíma í framhaldsskólum þar til aðstæður breytast. Við erum síðan þátt- takendur í heildarsamflotinu á vinnumark- aðnum sem snýst um endurnýjun kjara- samninga árið 2009. ÁSTÆÐA ER TIL AÐ MINNA Á ÞESSA ÁLyKTuN Fulltrúafundur Félags framhaldsskólakennara sem haldinn var 12. mars sl. samþykkti ályktun með heitinu: „Stöndum vörð um menntun og skólastarf!“ Á krepputímum er mikilvægt að efla fremur en draga úr jafnrétti til náms. Ef starfsemi og þjónusta leik- og grunnskóla við börn og unglinga og fjölskyldur þeirra er skert vegna fjárhagslegs niðurskurðar er höggvið þar sem hlífa skyldi. Slíkur niðurskurður bitnar oftast þyngst á þeim sem síst mega við því, efnahagslega og félagslega. Framhaldsskólarnir eru í lykilaðstöðu til að opna dyr sínar fyrir því fólki á öllum aldri, sem vill bæta menntun sína til að fá aðgang að frekara námi og styrkja hæfni sína og stöðu á vinnumarkaði. Þetta er því aðeins fært að skólarnir fái rekstrarfé til að halda uppi nægilega mikilli og fjölbreyttri starfsemi. Fjármunum til menntunar er vel varið, hvort sem vel árar eða illa. Samfélagið þarf alltaf á mannauði og menningu skól- anna að halda. Vanhugsaðar ákvarðanir um mikinn sparnað í skólakerfinu geta valdið óbætanlegum skaða um mörg ókomin ár. Fundurinn hvetur ríkistjórn og Alþingi til dáða og væntir þess að fulltrúar þjóðarinnar hafi kjark til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu. úR BRéFI SEM FéLAG FRAMHALDSSKÓLA- KENNARA SENDI TRúNAÐARMöNNuM, FORMöNNuM OG FuLLTRúuM KENNARA Í SAMSTARFSNEFNDuM Í APRÍL „Kjarasamningur KÍ/framhaldsskóla sem losnaði 31. mars sl. gildir þar til nýr hefur verið gerður. Stofnanasamningar eru sér- stakir samningar stofnunar og stéttarfélags á vinnustað um útfærslu á gr. 1.2.1, 1.2.2 og 11. kafla kjarasamnings KÍ/framhaldsskóla. Stofnanasamningar eru hluti af miðlægum kjarasamningi skv. gr. 11.1.1 kjarasamn- ings. Aðrir hlutar kjarasamningsins eru ekki viðfangsefni stofnanasamninga. Félagið beinir þeim tilmælum til trúnaðarmanna og fulltrúa kennara í samstarfsnefndum að hafa strax samband við sinn erindreka og/eða stéttarfélagið (adalheidur@ki.is; oddur@ki.is) ef fyrirhugað er að skerða kjör í tengslum við breytingar á rekstri eða starf- semi skólans. Öllum spurningum sem vakna um þetta ber að beina til erindreka og/eða stéttarfélagsins. Í lok þessa bréfs er yfirlit yfir erindreka FF.“ EFTIR FuNDINN Eftir fundinn hitti blaðamaður nokkra formenn að máli og bað þá að segja aðeins meira frá ástandi í skólum, upplifun kennara, aðgerðum atvinnurekenda og viðbrögðum og aðgerðum aðildarfélaga KÍ. Björg Bjarnadóttir formaður FL Við finnum fyrir mikilli ólgu og mjög margir kennarar hafa samband. Í leikskólum eru nú þegar farnar ýmsar leiðir til að spara, meðal annars í innkaupum á búnaði og til mötuneyta, yfirvinna er nánast þurrkuð út og ef ekki verður hjá henni komist er lagt að fólki að taka hana út í leyfi. Ráðningar eru í lágmarki og það er gjarnan útskýrt þannig að draga eigi úr afleysingum. Algengt er í þessu skyni að heyra töluna fimmtíu prósent. Einnig dregur sýnilega úr sí- og endurmenntun. Um leið og þetta er allt í gangi er mikill þrýstingur á kennara og stjórnendur að skerða ekki þjónustu og Staðan er þannig að ef menn ætla að krukka eitthvað verulega mikið meira í skólann þá er hreinlega hætt við að hann hrynji. Viljum við hrun í skólastarfinu? ATvINNUöRYGGI KENNARA – HEILL NEMENDA Lj ós m yn d : ke g

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.