Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 31

Skólavarðan - 01.11.2009, Blaðsíða 31
nýjar og líflegar bækur um ritun og áhrif sagnaritunar BÓK UM RI TUN Svart á hvítu A A Ragnheiður Ge stsdóttir AAA A A Svart á hvítu R agnheiður G estsdóttir svart á hvítu – kennslubók um ritun Rithöfundurinn og kennslubókahöfundurinn Ragnheiður Gestsdóttir hefur sent frá sér þessa nýstárlegu bók sem fjallar um móðurmálið og ritun þess. Hér opnast augu lesenda fyrir því undri sem ritun texta er og í bókinni eru bæði verkefni og umræðuefni. Nálgunin er þverfagleg og myndlist, menningarsaga, ritlist og letur- gerð koma við sögu. hetjur Þórhallur er fluttur með fjölskyldunni til Þrándheims í Noregi. Í skólanum þekkir hann engan og gengur undir nafninu Túrhalur Túrdarson. Yfir og allt um kring gnæfir löngu dauður kóngur eins og hann væri enn í fullu fjöri. Af hverju halda allir að það sé gaman að búa í útlöndum? Og hvernig í ósköpunum á strákur úr Hlíðunum að lifa þetta af? Í þessari margslungnu sögu fléttar Kristín Steinsdóttir saman fornum sögum við nútímaatburði og veltir því fyrir sér hvað það felur í sér að vera hetja. Kennsluleiðbeiningar við Hetjur eru á www. forlagid.is gásagátan Í júnímánuði árið 1222 leggur skip að bryggju að Gásum í Eyjafirði. Um borð eru tveir bræður: Kolsveinn, kominn til að hefna föður síns, og yngri bróðir hans, Kálfur, sem ferðast með dularfullan böggul. Á Gásum er líf og fjör en ekki eru allir komnir þangað í heiðarlegum tilgangi. Í sögunni bregður fyrir ýmsum sögufrægum persónum, t.d. Guðmundi Arasyni, Gissuri Þorvaldssyni og Snorra Sturlusyni. Höfundur bókarinnar, Brynhildur Þórarinsdóttir, studdist við sögu- legar heimildir og rannsóknir fornleifafræðinga við gerð sögunnar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.