Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 29
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 RÁÐSTEFNA, SMIÐSHöGGIÐ 29 Barnvænt er það samfélag þar sem allir taka ábyrgð á öllum börnum. Börn eru ekki einungis annarra manna. Þau eiga eftir að verða atvinnurekendur, iðnaðarmenn og þingmenn. Haldið þið að við fáum ekki vænni iðnaðarmann, þingmann eða atvinnurekanda ef hann elst upp í barnvænu samfélagi? En hvernig förum við að því að skapa barn- vænt samfélag? Jú, það er einfalt: Við drögum börnin frá flatskjám og tölvum og viðrum þau. Ekki eitt og eitt heldur nokkur saman í hóp. Þetta gerum við með hjálp ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í landinu. Það þarf að móta eða búa til frá grunni staði þar sem fólk kemur saman. Börn hafa ótrúlega mikla aðlögunarhæfni. Það er aðalástæðan fyrir því að við erum enn til. Börn bíða ekkert eftir því að fá upplýsingar um hvað við ætlum að gera. Þau vilja heyra, sjá og snerta - gera. Þau kunna að vinna úr því sem þau hafa, laga sig að veruleikanum og spila eins vel og hægt er úr því sem þar er að hafa. Það er ótrúlegt hvað börn hafa lifað af í gegnum síðustu aldirnar, örbyrgð og allsleysi, styrjaldir og ofsóknir, kapphlaup og ofgnótt. Þrátt fyrir þessa miður skemmtilegu upptalningu þá erum við ennþá til. Og það getum við þakkað börnunum. Gegnum hörmungar og misjöfn gæði þá hugsa þau, skapa og framkvæma. Þeim tekst að skapa leiki og listaverk í ömurlegustu aðstæðum. Sköpunarkraftur þeirra er svo sterkur og drífandi að flest láta þau ekkert stoppa sig. Þau hafa ekki misst sjónar á því til hvers við erum hér. Að lifa er að leika og að leika er að lifa. Að hugsa sér hvílíkan kraft sem börnin eiga. Þvílíkt náttúruafl þau eru. Og það er óbeislað náttúruafl og verður vonandi þannig að okkur takist aldrei að kæfa það. Hugsið ykkur allan kraftinn í gegnum aldirnar. Ef að þessi kraftur hefði fengið kjöraðstæður til að njóta sín. Ef að aðstæður barnanna hefðu verið mannúðlegri. Hvað hefði getað gerst ef hið barnslega sakleysi hefði ráðið för. Færri heimsstyrjaldir? Já þið getið bókað það. En hvað höfum við um þetta að segja núna í dag? Hvað getum ég eða þú gert? Nú er komið að okkur að gera okkar besta. Og það fyrsta sem við eigum að gera er að hlusta á börnin. Ég er ekki sjálfur barn í bókstaflegum skilningi en þar sem ég hef helgað þorra starfsævinnar starfi með börnum leyfi ég mér að koma með nokkrar hugmyndir. Hættum að fela helstu náttúruperlur landsins fyrir börnunum okkar. Hérlendis eru margir frábærir staðir sem ekki verður komist á nema með harðfylgi karla og örfárra kvenna sem þola hrútalykt og óhrein sokkaplögg, þangað liggja eintómar vegleysur og ófærur og engin er hreinlætisaðstaðan. Skipuleggjum ævintýraferðir fyrir börn upp á hálendi að skoða gróðurinn, dýralífið og auðnina. Ég er Nýverið stóð Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar (RSÁA) í samvinnu við menntavísindasvið og KÍ fyrir annarri ráð- stefnu sinni af þremur um stefnuna skóli án aðgreiningar. Meðal fyrirlesara var Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ og hér er gripið ofan erindi hennar á nokkrum stöðum. Elna vék meðal annars að togstreitunni um „hvort og þá í hvaða mæli sérskólar eða sérdeildir eigi að vera til staðar og vera valkostur andspænis sjónarmiðum um að stefnan verði aðeins skilin svo að allir nemendur á skólagöngualdri eigi skýlausan rétt á því að ganga í almennan skóla í grennd við heimili sitt og stunda þar nám við hlið annarra nemenda.“ Hún lýsti þeirri skoðun sinni að allt rúmaðist þetta „innan stefnunnar um skóla án aðgreiningar svo lengi sem hagur, þroski og menntun nemenda er í fyrirrúmi við alla ákvarðanatöku.“ • Síðar í erindi sínu sagði Elna: „Breytt hugsun og breytt hegðun fagfólks birtist í því að kennarar og margir aðrir í samfélaginu ræða oftar og af meiri alvöru um hvers kyns margbreytileika. Kröfur til kennara og væntingar til frammistöðu nemenda, skóla og skólakerfis eru þó mótsagnakenndar þar sem annars vegar er málflutningur um að skora hátt á prófum og í úttektum á mælanlegri hæfni og færni og hins vegar meiri áhersla en fyrr á að framkvæma í alvöru í skólastofunni markmiðin um rétt hvers einstaks nemanda á að þroskast, lifa og læra í umhverfi sem hentar honum. Um þessi efni þarf meiri umræðu – einkum um það hvort „annað sé á kostnað hins“ eða hvort fremur þurfi að líta til þess að skólakerfið standi undir markmiðum sínum.“ • Enn fremur: „Að standa við stefnu okkar um skóla án aðgreiningar krefst þess að fást við raunveruleika fjárveitinga, aðstæðna í skólastarfi, aðgengi og svo ekki síst viðhorf fagfólksins í skólunum.“ • Og: „Miklu skiptir að við skipulagningu inntaks og áherslna í nýrri fimm ára kennaramenntun verði raunverulega breytt, aukið og lagfært með það fyrir augum að fagfólk sem starfar í skólunum finni sig hæft og fært til þess að starfa í skóla án aðgreiningar.“ • Í lokin sagði Elna meðal annars: „Stefnu- mörkun KÍ um skólamál og menntun endur- speglar það sjónarmið að skólinn sé skoðaður sem ein heild og félagsmenn sem ein fag- stétt. Réttur allra nemenda til menntunar og þjálfunar við hæfi frá unga aldri til full- orðinsára er þar ávallt talið eitt verðugasta viðfangsefni skólakerfisins.“ Sjá nánar um ráðstefnuna á vefir.hi.is/ skolianadgreiningar/ Lj ós m yn d ir f rá h öf un d i. Skóli án aðgreiningar: Áskoranir og hindranir Tveir punktar af fimmtán á minnisblaði RSÁA um skóla án aðgreiningar Skólinn kappkostar að vera lifandi náms- og félagslegt samfélag nemenda og kennara, ryðja burt hindrunum sem útiloka aðgengi einstakra nemenda að náminu og samfélaginu og efla að sama skapi allt það sem tengir fólk og treystir samstöðu. Sérgreind úrræði svo sem sérskólar og sérdeildir eiga enn rétt á sér í undantekningar tilfellum – og þar býr mikilvæg þekking og reynsla sem þar er sé til reiðu fyrir starfsfólk almennra skóla. Foreldrar þurfa að eiga val um skóla fyrir börn sín. Tekið af vefir.hi.is/ skolianadgreiningar/?page_id=9 Ævintýri og upplifanir Arnar Yngvason, höfundur greinarinnar að störfum á UT ráðstefnu. SMIÐSHÖGGIÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.