Skólavarðan - 01.12.2009, Síða 14

Skólavarðan - 01.12.2009, Síða 14
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 RANNSóKN 14 Á síðastliðnum áratug hefur íslenskt sam- félag orðið mun fjölbreyttara en áður með vaxandi fjölda einstaklinga af erlendum upp- runa sem hluta af landi og þjóð. Einstaklingar frá öðrum löndum hafa sest að á Íslandi og ættleiddum börnum fjölgar. Oft má heyra vísað til Íslands sem fjölmenningarlegs sam- félags og hve mikilvæg fjölmenning sé til að auðga land og þjóð. Samhliða má þó heyra raddir sem gagnrýna fjölmenningarlegar áherslur. Þessar öru breytingar á samfélaginu kalla á aukinn skilning á hvaða merkingu ólíkir einstaklingar leggja í fjölmenningarlegt samfélag og hvernig þeir skilja fordóma og virðingu. Verkefnið Fordómar og virðing í íslensku sam- félagi fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjenda- mála fyrir árið 2009 til að kanna hugmyndir um fordóma og fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi. Í því tilliti eru skoðaðar deilurnar sem urðu haustið 2007 um endurútgáfu bókarinnar Negrastrákarnir og rannsakað hvernig þær endurspegla hugmyndir um virðingu, for- dóma og umburðarlyndi í íslensku samfélagi. Í takt við áherslur fræðimanna síðastliðin ár1 er í verkefninu litið á kynþáttafordóma í tengslum við aðra fordóma, svo sem tengda kynhneigð, kyni og trúarbrögðum. Hvernig skilgreina einstaklingar fordóma? Þarf eða á að taka tillit til ákveðinna hópa, til dæmis hvað varðar grín, orðanotkun og myndbirt- ingar, í samfélagi sem kallar sig fjölmenningar- legt? Í hverju á virðing fyrir ólíkri menningu að felast? Hvenær á hugtakið pólitísk rétthugsun við og hvenær ekki? Hafa kynþáttafordómar verið hluti af íslenskum veruleika eða eru þeir eitthvað nýtt? Rannsóknin felur í sér textagreiningu og við- töl. Megin gagnasöfnun fór fram árið 2009 eins og fyrr var sagt en einhverjum hluta gagna var þó safnað í lok árs 2008. Greindur var texti blaðagreina, sjónvarpsefnis og blogg- skrifa frá þeim tíma sem umræður um endur- útgáfu bókarinnar stóðu sem hæst. Mikil umræða um útgáfuna fór fram í bloggheimum og er hún skoðuð sérstaklega í rannsókninni. Alls hefur verið safnað 101 bloggfærslu sem og athugasemdum við færslurnar. Fræðimenn hafa bent á að bloggfærslur fela í sér víð- tækar samræður við samfélagið þar sem ein- staklingar skapa og kynna sjálfsmynd sína.2 Í þeim umræðum sem spunnust á blogginu spurðu margir hvort bókin ætti heima í fjöl- menningarlegu samfélagi nútímans. Aðrir töldu að bókin fæli ekki sér neina fordóma og höfðu sumir þeirra áhyggjur af að hér væri um tilraun til ritskoðunar að ræða. Viðtöl hafa verið tekin við fjölbreyttan hóp einstaklinga, bæði þá sem fæddir eru og uppaldir á Íslandi og fólk af erlendum uppruna með fjölþættan bakgrunn. Tekin eru rýnihópa- viðtöl og einstaklingsviðtöl. Við afmörkun á rýnihópum var haft í huga að um er að ræða barnabók, enda mátti sjá á blogginu að um- Fordómar og virðing í íslensku samfélagi Megininntak: Að kanna hugmyndir um fordóma og fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi. Leikskólakennarar og grunnskólakennarar sitja í rýnihópum ásamt starfsfólki í bókabúðum og fólki af erlendum uppruna. Niðurstöður verða birtar í síðari hluta greinarinnar. Fyrri hluti Bókin Negrastrákarnir og fjölbreytileiki á Íslandi Nýjar raNNsókNir Kristín Loftsdóttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.