Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 30
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 SMIÐSHöGGIÐ 30 þess fullviss að hægt væri að skipta út áskrift að Animal Planet fyrir slíka ferð því hún yrði miklu meira spennandi. Bjóðum börnum að skoða lífríki sjávar. Slíkt safn ætti að vera aðgengilegt í hverjum landsfjórðungi og þau þyrftu ekki að vera öll eins uppbyggð. Eitt gæti verið á hafsbotni nálægt skipsflaki sem einnig væri hægt að skoða. Hvað haldið þið? Finnið þið ekki strax barnslegan fiðringinn? Hver slægi hendinni á móti því að geta gengið í gegnum gegnsætt rör inn í mitt skipsflak? Vill einhver vera með? Svona hlutir lýsa kraftinum í börnunum best. Þau elska ævintýri og upplifanir. Haldið þið hin sterka upplifun sem við öðlumst í náttúrunni hafi ekki áhrif á börn? Hvers vegna eru ekki vísinda- og tilraunasafn í hverjum landsfjórðungi? Kvartað er yfir litlum raungreinaáhuga ungmenna. En gera menn eitthvað til að vekja þennan áhuga? Harla lítið. Lögmál vísinda verða að vera aðgengileg í leik og starfi. Setja þarf upp tilraunaleikvang til að leyfa börnum að sjá, snerta og hugsa. Byggðasöfnum var komið á fót víða um land og fór þar saman hugsjón og drifkraftur manna sem vildu bjarga þjóðararfinum. Það er eins og þessa hugsón eða vilja vanti til að koma málum barnanna á hreyfingu. Segjum svo að við ákveðum að hlusta á börnin. Búa þeim aðstæður sem eiga ekki sinn líka í mannkynssögunni. Getið þið ímyndað ykkur þann sköpunarkraft sem myndi leysast úr læðingi? En það þarf ekki bara stórkostlegar hugmyndir. Sumir eru heimkærir og mega vera það í friði. Í kjölfar bankahruns og kreppu sem þó er aðallega kreppa misskiptingar því nóg er af gæðum og auði ef því er að skipta þá töluðu menn mikið um að gleyma ekki börnunum. Nú átti að sitja heima í yfirvinnubanni eða atvinnuleysi og knúsa börnin því lítið höfðu þau fengið af því sem var nú sem betur fer ekki alveg rétt. Öll sveitarfélög ættu að sjá sóma sinn í að útbúa sinn eigin skemmti og upplifunargarð fyrir börnin. Ég er ekki að tala um gaddfreðið Disneyland. Ég er ekki endilega að tala um hluti sem kosta hvítuna úr augunum. Í mínu sveitarfélagi er til Lystigarður, ekkert of stór en nógu stór til að vera aðdráttarafl ferðamanna yfir sumarið. Slíkan blett er auðvelt að bjóða börnunum upp á. Þar er einnig rampur fyrir unglinga á brettum og fullt af göngu og hjólastígum. En betur má ef duga skal. Ég vildi einnig sjá í tjörninni í fjörunni ylströnd fyrir litlu börnin að sulla í. Hluta af sömu tjörn sé ég fyrir leikfangabáta. Seglskútur og fjarstýrða báta. Hafið þið prufað þetta? Það hef ég og ef það er eitthvað sem þjappar fjölskyldunni saman þá er það slík upplifun. Ég vildi einnig sjá neðansjávarsafn þar sem hægt væri að skoða eitthvert flakið í Eyjafirðinum. Það gæti reyndar kostað aðeins meira en þá er komið til kasta fyrirtækjanna. Gleymið laxveiðiferðunum eða djamminu á Nordica. Allt svoleiðis getur beðið. Ef einhvers staðar á að byrja, ef einhvers staðar er til fimmeyringur á lausu þá á hann að fara í börnin. Þar byrjum við. Á undirstöðum nýs þjóðfélags þar sem við virkjum sköpunarkraft og gáfur en ekki neyslufyllerí og hjarðeðli. Með svona hlutum sköpum við aðstæður til þess að börn og fullorðnir hafi samfélag hvort af öðru. Nú hef ég lítið minnst á minn vinnustað, leikskólann. Kennarar hafa verið duglegir að nýta sér söfnin og ég veit að ég tala fyrir marga starfsbræður mína þegar ég segi að við eru tilbúinn að gera meira. Við erum tilbúin að taka þátt í uppbyggingu og mótun ef áhugi er fyrir hendi. Nú eru ekki andlegir krepputímar. Það er á tímum eins og núna þegar herða þarf sultarólina örlítið og maður hefur smáséns á að komast niður í kjörþyngd sem sköpunarkrafturinn leysist úr læðingi. Ekki aðeins hjá börnunum heldur einnig hinum fullorðnu. Verum ekki eftirbátar barnanna, tökum þátt og búum þeim kjöraðstæður til að dafna. Arnar yngvason Höfundur er kennari á Iðavelli. hlusta.is Nýtt á Íslandi Hljóðabókasíðan Stærsta hljóðbókasíða landsins 8 jólasögur í opinni dagskrá! það verður hlustað um jólin Notalegt, fróðlegt og skemmtilegt efni sem þú setur á iPodinn eða hlustar á í tölvunni www.hlusta.is Nýtt efni í hverri viku barnasögur skáldsögur smásögur sakamálasögur þjóðsögur fornrit fróðleikur saga ljóð greinar Ég er ekki sjálfur barn í bókstaflegum skilningi en þar sem ég hef helgað þorra starfsævinnar starfi með börnum leyfi ég mér að koma með nokkrar hugmyndir. Maríu Norðdahl kennara og fulltrúa sjóða hjá KÍ er margt til lista lagt, hún er til að mynda meistari í heilsunuddi og nuddfræðum og var um hríð skólastjóri Nuddskólans. María gaf í sumar út ritið Kennslubók í svæðanuddi sem félagsmenn hafa séð hjá henni og spurt um, áhugasamir geta nú nálgast bókina hjá Maríu í hs. 5812513 og gsm 8994513. Bókin er prýdd tugum mynda sem styðja við efnið og skýra það enn betur. Bók um svæðanudd María Norðdahl

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.