Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 28
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009
MENNTAMÁL Á ÞjóÐFUNdI
28
Menntamál voru í fyrsta sæti af þeim níu
meginþemum sem þjóðfundurinn 2009
valdi laugardaginn 14. nóvember sl. til að
vísa veginn til framtíðar. Önnur þemu voru
þessi: Umhverfismál, fjölskyldan, velferð,
atvinnulíf, sjálfbærni, jafnrétti og stjórnsýsla.
Átján þemasetningar um framtíðarsýn í
menntamálum voru settar fram á fundinum.
Þemasetningarnar átján:
1 Við viljum metnaðarfulla menntastefnu
sem byggist á jafnrétti til náms óháð
efnahag. Jafnframt þarf aukna áherslu á
einstaklingsmiðað nám, verknám og góð
tengsl skólastarfsins við íþróttahreyf-
inguna.
2 Að stjórnsýsla grunn-, framhalds- og
háskóla auki áherslu á nýsköpun og
verkmenntun. Leggja áherslu á gjald-
frjálsar skólamáltíðir, skólabúninga og
útrýmingu eineltis.
3 Byggjum sjálfstætt og gagnrýnið þekk-
ingarþjóðfélag þar sem allir hafa jafnan
rétt til fjölbreytts, skapandi, bóklegs og
verklegs náms alla ævi.
4 Við viljum menntun fyrir alla óháð efnahag,
öflugt menntakerfi með öflugri stoðþjón-
ustu, þar sem siðfræði er rauður þráður
gegnum allt kerfið.
5 Menntun mótist af lýðræðislegri skapandi
og gagnrýnni hugsun og varðveislu
menningararfleifðar, jafnhliða því að efla
rannsóknir og vísindi.
6 Menntakerfi sem byggist á jafnrétti, fjöl-
breytni og nýsköpun, sem styrkir einstak-
linginn með krafti og frumkvæði svo
hæfileikar allra njóti sín.
7 Allir hafi jafnan rétt til góðrar menntunar
með tilliti til hæfni einstaklingsins. Ríku-
legt menningarsamfélag með verndun
íslenskrar tungu að leiðarljósi.
8 Öllum skal tryggt jafnrétti til náms við
hæfi. þar sem eineltisofbeldi er útrýmt.
Sérstök áhersla á fjármálalæsi, gagnrýna
hugsun og siðfræði.
9 Allir hafi jafnan rétt til góðrar menntunar
með áherslu á tengingu við atvinnulífið og
umhverfismennt og aukna fræðslu um
gangverk þjóðfélagsins.
10 Við búum í þekkingarsamfélagi þar sem
nýsköpun ríkir og allir hafa aðgang að
námi, einstaklingurinn fær að njóta sín og
áhersla lögð á sköpunargleði.
11 Framúrskarandi menntakerfi með jafnrétti
til náms og tilliti til ólíkra sérþarfa, áherslu
á fjölbreytt námsefni, m.a. siðfræði og
forvarnir gegn tölvufíkn, árangursmat
kennara tekið upp.
12 Ókeypis, vel skipulagt menntakerfi sem
byggir á jafnræði og virðingu þar sem
áhersla er lögð á fjölbreytni og sköpun.
13 Sjálfstæð, vel menntuð og siðmenntuð
þjóð sem veitir öllum jöfn tækifæri til
menntunar og styður verkmenntun.
14 Börnin eru framtíð þjóðarinnar. Aukum
gæði og valkosti menntunar, menningar
�������������������������������������������������������������� ����������
���������� �����������
���������������
����������
��������������
Menntun í fyrsta sæti á þjóðfundi
KENNARAFÉLAG REyKJAVÍKUR FAGNAR ÁHERSLU ÞJÓÐFUNDAR Á MENNTUN
Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur hefur ályktað um þá niðurstöðu þjóðfundarins
að setja menntamál í fyrsta sæti í framtíðarsýn þjóðarinnar. Ályktunin er
svohljóðandi: Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur fagnar áherslum þjóðfundarins
á gildi menntunar við gerð framtíðarsýnar fyrir íslensku þjóðina. Stjórn
Kennarafélags Reykjavikur styður heilshugar að góð og fjölbreytt menntun sem
byggist á jafnræði fyrir alla sé framtíðarstefna lands og þjóðar. Góð menntun
eykur lífsgæði til framtíðar.
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum föstudaginn 20. nóvember sl. að fela stýrihópi
sóknaráætlunar fyrir Ísland að vinna með Mauraþúfunni, aðstandendum
þjóðfundarins sem haldinn var 14. nóvember sl., að því að niðurstöður fundarins
endurspeglist í sóknaráætluninni.
og lista. Allir hafa sama rétt til náms, óháð
fjárhag. Aukum markvissar forvarnir.
15 Ísland er alþjóðlega samkeppnishæft
þekkingarsamfélag þar sem menntun er í
forgangi og allir hafa tryggan aðgang að
fjölbreyttu einstaklingsmiðuðu námi, s.s.
iðnmenntun og rannsóknatengdu háskóla-
námi byggðu á beinu lýðræði.
16 Á Íslandi ríki jafnrétti til náms, virðing
verkmenntunar aukin, skapandi hugsun
efld og gæði menntunar tryggð.
17 Tryggja jafnt aðgengi að góðu og öflugu
menntakerfi þar sem áhersla er lögð á
félagslega færni ásamt fjölbreyttum náms-
tækifærum fyrir hvern einstakling.
18 Þekkingarsamfélag með gott menntakerfi
sem býður upp á jöfn tækifæri til mennt-
unar.