Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 26
KENNARAR í HjÁLPARSTöRFUM
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 200926
UNDAC (United Nations Disaster Assess-
ment and Coordination Team) er hamfara-
matsteymi sérfræðinga sem starfar innan
Sameinuðu þjóðanna. Það samhæfir aðgerðir
alþjóðasamfélagsins í kjölfar hamfara, setur
upp og rekur samhæfingastöðvar, tryggir
samvinnu við stjórnvöld og stjórnendur
skaðalands, metur umfang hamfara og
stjórnar komu og brottför erlendra hjálpar-
liða. Á viðbragðslista UNDAC eru tvö
hundruð manns víðs vegar að úr heiminum
og þeir verða að vera tilbúnir til að fara með
skömmum fyrirvara hvert á land sem er. Einn
þessara er Ólafur Loftsson formaður Félags
grunnskólakennara.
Ólafur hefur verið í Hjálparsveit skáta í
Reykjavík frá átján ára aldri og þegar honum
bauðst þátttaka í UNDAC var erfitt að víkjast
undan. „Eftir að hafa borið málið undir
fjölskylduna, stjórn Kennarasambandsins og
aðra samstarfsmenn og fengið grænt ljós
alls staðar, þá varð þetta að veruleika,“ segir
Ólafur. „Þetta virkar þannig að ég verð að gefa
kost á mér einu sinni á ári hið minnsta og
dvelja í eina til þrjár vikur á skaðasvæði. Það
sem þeim hjá UNDAC þótti fengur í var að ég
þekki til stjórnsýslu og samningatækni auk
bakgrunnsins í björgunarstarfinu.“
Ólafur var ráðinn til starfans og fær að
launum einn bandaríkjadal annað hvort ár
þar sem hann getur ekki, lögum samkvæmt,
verið starfsmaður Sameinuðu þjóðanna ef
hann þiggur engin laun. „Ég fékk að vita að
ég hefði verið valinn í þetta á tuttugu ára
brúðkaupsafmæli okkar hjóna,“ segir Ólafur.
En af hverju gaf hann kost á sér? „Þetta er
snúin spurning,“ segir Ólafur og brosir. „Eru
ekki allir í einhverju? Þetta var bara eðilegt
framhald á því sem ég hafði fengist við, ég var
búinn að taka þátt í mjög mörgum útköllum
hérna heima. Svo er það nú líka bara þannig
að það þýðir ekki að vera stöðugt að þiggja frá
öðrum og tíma svo aldrei að gefa neitt. Loks
spilar ævintýramennska örugglega eitthvað
inn í þetta líka.“
Nýverið fór Ólafur í fyrstu ferðina sem
UNDAC-liði til Filippseyja þegar von var á
fellibylnum Lupit, en sem betur fer sveigði
sá skaðræðisgripur af leið og hélt á brott frá
Filippseyjum. Nokkrir fellibylir voru þó búnir
að ganga yfir landið og í flóðunum sem þeim
fylgdu létust á annað þúsund manns. „Þegar
jarðskjálftar verða,“ segir Ólafur, „þá þarf
viðbragðshraði hjálparliða að vera enn meiri
en til dæmis í flóðum. Ástæðan er sú að
flestallir eða allir sem láta lífið í flóðum gera
það á fyrstu mínútunum en eftir jarðskjálfta
geta margir verið enn á lífi, grafnir í rústum.
Þar sem Lupit lét til allra heilla varla sjá sig
þá fór teymið mitt beint í að aðstoða við mat
á þörf fyrir neyðaraðstoð vegna flóðanna. Það
tekur allt að hálft ár að koma samfélaginu á
réttan kjöl eftir þessar gífurlegu hörmungar,“
segir Ólafur. „Filippseyjar eru fjölmennt land
og tíu miljónir manna eða fleiri hafa orðið fyrir
skaða af völdum fellibylja sem fóru yfir landið
á nokkurra vikna tímabili.“
keg
Eru ekki allir í einhverju?
Hér sést ferill fellibylsins Lupit.
Jeepknee. Mjög algengt faratæki í Manila
sem dregur nafn sitt af því að það er svo
þröngt um fótleggina að hnén rekast í.
Fundað um næstu skref fyrir utan OSOCC, en það
er skammstöfun fyrir samhæfingarmiðstöðvarnar
(On-Site Operations Coordination Centre).
Ólafur nýlentur heima eftir
sautján tíma flug frá Manila.
Lj
ós
m
yn
d
ir
:
Ó
la
fu
r
Lo
ft
ss
on
UNDAC hópurinn frá Sameinuðu
þjóðunum ásamt aðstoðarmönnum.
Skóli á flóðasvæðinu.
Skipulagsfundur með fulltrúum frá
stofnunum UN og hjálparstofnunum.
Hluti af búnaði UNDAC liða sem UN leggur til.