Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 24
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 200924
FRéTTIR
Úrslit í landskeppni eTwinning skólaárið
2008-09 voru kynnt á Písa í Lækjargötu
þann 16. október síðastliðinn. Veitt voru
verðlaun í flokkum leik-, grunn- og fram-
haldsskóla. Verðlaunin voru öflug stafræn
myndbandsupptökuvél sem Katrín Jakobs-
dóttir mennta- og menningarmálaráðherra
afhenti. eTwinning er áætlun ESB um raf-
rænt samstarf skóla í Evrópu. Land-
skrifstofa eTwinning er Alþjóðaskrifstofa
háskólastigsins. Nánari upplýsingar á heima-
síðu landskrifstofunnar: www.etwinning.is
Verðlaunaverkefnin og umsögn dómnefndar:
Bakki (Reykjavík), Rakel G. Magnúsdóttir:
Through the children's eyes
Þetta er spennandi og einfalt verkefni þar
sem mörg börn eru virkir þátttakendur.
Verkefnahugmynd er góð og vel útfærð.
Verkefnið ýtir undir skapandi starf og sýnir
hvernig börn geta skynjað heiminn og skrásett
með aðstoð stafrænnar ljósmyndatækni.
Verkefnið fellur vel að útikennslu og náttúru-
skoðun. Þetta er samvinnuverkefni nokkurra
landa og börn sem tóku þátt gátu því skyggnst
inn í heim barna í öðrum löndum í gegnum
sjónarhorn þeirra, sérstaklega hvað varðar
árstíðir og umhverfi. Þetta er gott dæmi um
verkefni sem myndar samfellu milli skólastiga
og verkefni sem er unnið í samstarfi við
foreldra.
Flataskóli (Garðabæ), Kolbrún Svala
Hjaltadóttir: Schoolovision
Stórt evrópskt verkefni sem skólar úr mörgum
löndum Evrópu taka þátt í, einn úr hverju
landi. Verkefnið tvinnar saman tækni og listir,
tengist dægurmenningu og líkir í sumu eftir
söngvakeppni Evrópulanda, Evrovision, með
söngkeppni þar sem úrslit ráðast gegnum
kosningu og rauntímatengsl eru við aðra
skóla. Hvert land sendir inn upptöku á einu
söngatriði þar sem myndmál er einnig mikið
notað og veitir gjarnan innsýn í viðkomandi
skóla. Verkefnið er til þess fallið að virkja marga
nemendur og auka samkennd innan skóla,
það tengist landafræðikennslu og veitir innsýn
í mismunandi hefðir og menningarheima
þegar nemendur skoða upptökur af dans- og
söngatriðum hinna þátttökulandanna.
Verzlunarskóli Íslands, Hilda Torres: Are we
so different? ¿y tú cómo vives?
Viðamikið og flott verkefni og ljóst að
þátttakendur hafa lagt mikla alúð og vinnu í
það, bæði nemendur og kennarar. Nemendur
í þátttökulöndunum tveim höfðu mismunandi
markmið að hluta, íslensku nemendurnir
voru fyrst og fremst að læra spænsku en þeir
spænsku lærðu ensku og dálitla íslensku.
Áhugavert var að sjá hvernig tókst að leysa þetta
og vinna með mismunandi tungumál. Dæmi
um skemmtilega notkun á upplýsingatækni
eru hljóðupptökur á vefsvæðinu voxopop.
Unnið var með þemu sem greinilega féllu
að áhugasviði nemenda og hefur það eflaust
aukið áhuga þeirra á náminu. Augljóslega
hefur lifandi og skemmtilegt tungumálanám
átt sér stað í þessu verkefni.
Guðmundur Ingi Markússon
Höfundur er verkefnisstjóri hjá
Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins.
„Ég heiti Katrín Birna Þráinsdóttir og bý á Hornafirði. Þar er ég með
verkstæðið BjarmaBerg og sérhæfi mig í að gera við blásturshljóðfæri og
hljóðfærakassa. Ég hef starfað sem tónlistarskólakennari við Tónskóla
A-Skaftafellssýslu frá árinu 2003 þar sem ég kenni á tréblásturshljóðfæri og
hef sinnt hljóðfæraviðgerðum samhliða kennslu undanfarin þrjú ár. Einnig
hef ég sótt og sæki nám í blásturshljóðfæraviðgerðum til Wales í Bretlandi
og Bandaríkjanna.
Ég hef fengist við ýmiss konar handverk í gegnum tíðina enda alltaf haft
mikinn áhuga á að búa til og gera við hluti. Mest hef ég unnið með leður,
steina og hreindýrahorn en einnig gert við reiðtygi.
Verkstæðið er á heimili mínu þar sem ég hef komið upp vinnuaðstöðu.
Varahluti fyrir viðgerðirnar flyt ég inn frá Bretlandi og Bandaríkjunum og hef
byggt upp lager varahluta fyrir algengustu hljóðfærin. Þar sem hljóðfæri eru
verðmæt tel ég fulla ástæðu til að bjóða upp á viðhalds- og viðgerðarþjónustu
til að lengja líftíma þeirra og auðvelda nemendum tónlistarnám. Ég legg
áherslu á að viðgerðarferlið sé eins stutt og kostur er og því er mikilvægt að
viðskiptavinir kanni verkefnastöðu BjarmaBergs áður en hljóðfæri eru send
af stað.
Við flutning hljóðfæra mæli ég með að þau séu send með póstinum, Tóna-
stöðin í Skipholti er með móttöku á hljóðfærum fyrir mig og þangað er því
hægt að fara með þau og sækja að viðgerð lokinni. Nánari upplýsingar er að
finna á www.bjarmaberg.is og í síma 6151231.
Kær kveðja,
Katrín Birna.“
Verðlaun í landskeppni eTwinning
skólaárið 2008-2009 Versló, Flataskóli og Bakki fengu verðlaun
Kennari gerir við
hljóðfæri
Skólavarðan fékk Katrínu Birnu
Þráinsdóttur til að kynna sig og
viðgerðaverkstæðið sitt en svona
verkstæði eru ekki á hverju strái.
Katrín Birna að störfum á verkstæðinu.