Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 15
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009
RANNSóKN, FRéTTIR
15
ræður snerust oft um fordóma í tengslum við
börn og barnauppeldi. Foreldrar barna af
erlendum uppruna óskuðu einnig sérstaklega
eftir að bókin yrði ekki höfð aðgengileg á
skóla- og leikskólabókasöfnum. Því var lögð
áhersla á það í rannsókninni að tveir rýni-
hópar (af fjórum) væru annars vegar skipaðir
grunnskólakennurum og hins vegar leikskóla-
kennurum.
Aðrar rannsóknir mínar á fordómum og kyn-
þáttahyggju hafa snúið að birtingarmyndum
fjölmenningar í námsbókum og aðalnámskrá,
sem og að skoða hugmyndir um litarhátt í
eldri og nýrri námsbókum3. Það verður því
áhugavert að tengja umræðuna hér við niður-
stöður fyrri rannsókna. Þriðji rýnihópurinn
samanstóð af starfsfólki bókaverslana sem
sagði bæði sína persónulegu skoðun á bókinni
og veitti upplýsingar um viðtökur hennar og
umræður um hana í bókabúðum þegar hún
var gefin út. Fjórði rýnihópurinn samanstóð
svo af einstaklingum af erlendum uppruna,
flestir frá Evrópu og Norður-Ameríku. Þeir
fjölluðu bæði um hvernig umræðan um endur-
útgáfuna kom þeim fyrir sjónir og reynslu sína
af viðhorfi Íslendinga til fólks af erlendum
uppruna.
Einstaklingsviðtölin hafa verið afmörkuð við
tvo hópa. Annars vegar einstaklinga frá ýmiss
konar stofnunum og samtökum sem dýpka
upplýsingar um útgáfu bókarinnar eða við-
brögð við henni, svo sem bókaútgefendur,
bókasafnsstarfsmenn og fulltrúar félagsam-
taka sem berjast gegn fordómum. Hins vegar
eru einstaklingar sem eiga börn með dökkan
litarhátt eða eru sjálfir dökkir á hörund.
Rannsóknin leitar því eftir að tengja viðhorf
þessara einstaklinga af bókinni við upplifun
þeirra af fjölmenningarlegu samfélagi á
Íslandi. Tekin hafa verið fjórtán einstaklings-
viðtöl sem kalla fram dýpri og persónulegri
sýn á þau flóknu mál sem fjallað er um. Viðtöl
við rýnihópa og einstaklinga eru í trúnaði og í
miðlun niðurstaðna verður ekki hægt að greina
við hvaða einstaklinga var rætt nema í tilfellum
þar sem þeir óska eftir að koma fram sem
fulltrúar samtaka eða hópa.
Niðurstöður rannsóknarinnar verða settar í
sögulegt samhengi við viðhorf Íslendinga til
fjölbreytileika og er bókin sjálf kjörið tæki-
færi til að skoða sögulegar breytingar og sam-
fellu hugmynda um kynþætti. Vísan um
negrastrákana er talin upprunnin árið 1864
og var viðfangsefnið þá indíánastrákar, hún
hefur verið útgefin og staðfærð í ólíkum
löndum á mismunandi tímum. Hér á landi var
bókin myndskreytt af Guðmundi Thorsteins-
syni, eða Mugg, og vísurnar þýddar af mági
hans Gunnari Egilssyni. Hún kom fyrst út árið
1922 hér á landi og var endurútgefin margoft
eftir það, kvæðin urðu vinsæl á jólaplötum og
oft sungin á jólaskemmtunum í grunnskólum.
Nokkrir viðmælendur í rýnihópum hafa einmitt
rifjað upp kynni sín af bókinni í leikritum fyrr
á tímum og að syngja lögin á jólaskemmtunum
sem börn.
Umræða um fjölmenningarlegt samfélag á
Íslandi virðist oft vera einskorðuð við fólk af
erlendum uppruna, rétt eins og fjölmenning
snúi eingöngu að minnihlutahópum. Það er
mikilvægt að leggja áherslu á að umræða um
fjölmenningarlegt samfélag verður líka að
snúa að þeim sem eru í meirihluta og fjöl-
breytileika þess hóps. Rannsóknin reynir jafn-
framt að bregðast við skorti á fræðilegum
rannsóknum á fordómum í íslensku samhengi.
Hún reynir að draga fram túlkun ólíkra hópa á
fordómum og kortleggja sum af þeim mikil-
vægu málefnum sem tekist er á um í íslensku
samfélagi.
Kristín Loftsdóttir
Höfundur er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.
1 Harrison, F. V. 2002. “Unraveling “Race” for the Twentieth-
First Century,” in Excotic No More: Anthropology on
the Front Lines. Edited by J. MacClancy, pp. 145-166.
Chicago and London: University of Chicago Press.
2 Havern, Vincent W. (2004) Threaded Identity in Cyberspace:
Weblogs and Positioning in the Dialogical Self. Identity: An
International Journal of Theory and Research, 4(4):321-335.
3 Til dæmis: Kristín Loftsdóttir. 2007. Hin mörgu andlit
Íslands: Framandleiki og fjölmenning í námsbókum.
Netla - veftímarit um uppeldi og menntun. Kristín Loftsdóttir.
2005. Menntaðar og villtar þjóðir: Afríka í texta íslenskra
námsbóka. Uppeldi og menntun 14:71-101.
Hvenær á hugtakið pólitísk
rétthugsun við og hvenær ekki?
Hafa kynþáttafordómar verið
hluti af íslenskum veruleika eða
eru þeir eitthvað nýtt?
Stjórn KÍ ákvað á fundi sínum þann 20. nóvember sl. lækkun félagsgjalds
til Kennarasambands Íslands. Þannig mun félagsgjald til KÍ lækka frá
og með 1. janúar 2010 úr 1,55% af grunnlaunum niður í 1%. Ákvörðun
gildir fram að næsta þingi KÍ sem haldið verður í apríl 2011.
Þessi ákvörðun er tekin á grundvelli endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar
þar sem lagt var upp með að gæta ýtrasta aðhalds í rekstri. Fjárhagsleg
staða félags- og vinnudeilusjóðs KÍ er sterk þar sem rekstur Kennara-
sambandsins hefur verið með þeim hætti að hægt hefur verið að leggja
fyrir fjármuni til að eiga fyrir óvæntum útgjöldum.
Stjórn KÍ væntir þess að ákvörðunin komi sér vel fyrir félagsmenn þar
sem hver króna skiptir miklu máli í rekstri heimila um þessar mundir.
Ágætu félagsmenn
Stjórn verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og
SÍ hefur ákveðið að hækka eftirfarandi styrki.
Hækkunin tekur gildi 1. janúar 2010.
• A hluti – Starfsmenntunarstyrkur hækkar
úr kr. 120.000 í kr. 145.000 á tveggja
ára tímabili. Heimild til að bæta við við-
miðunartölur vegna dýrari fargjalda á nám-
skeið/ráðstefnur/kynnisferðir utan Evrópu
hækkar úr kr. 15.000 í kr. 30.000.
• C hluti – Hópstyrkir vegna náms- og kynnis-
ferða skóla/stofnana hækkar úr kr. 70.000
í kr. 95.000.
Bestu kveðjur,
Bergþóra Þorsteinsdóttir, formaður
Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ
Gjöld félagsmanna til
KÍ lækka um þriðjung
Hækkun styrkja
FRÁ VERKEFNA- OG
NÁMSSTyRKJASJÓÐI FG OG SÍ