Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 12
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 200912 Marta Eiríksdóttir er grunnskólakennari að mennt, hún kallar sig líka gleðiþjálfa og starfrækir fyrirtækið Púlsinn-námskeið. Marta vinnur markvisst á öllum skólastigum, kemur inn á starfsdegi í hálfan eða heilan dag og hristir starfsmenn saman í dagskrá sem hún kallar gleðiþjálfun. Marta hefur í gegnum tíðina einbeitt sér að því að skapa létt og skemmtilegt andrúmsloft svo að þátt- takendur læri á meðan þeir leika sér. Hópefli er eitt af sérgreinum hennar, hún hefur kennt leiklist um langa hríð og hefur reynslu af því að hvetja til jákvæðra samskipta og stuðla að því að þátttakendur nái vel saman og afreki nýja hluti. „Gleðiþjálfun gengur út á að skapa skemmtilegt andrúmsloft á vinnu- staðnum,“ segir Marta, „virkja starfsmenn í gegnum ýmis skapandi verkefni þar sem gleði er útgangspunktur. Þegar leiðtogunum á að við höfum farið rétt að þá eru siðareglur leið til að ræða það. Svo ég útfæri þetta aðeins nánar þá eru siðareglurnar heppileg leið til að ræða um endurbætur á starfinu, tilgang þess og um þau gildi sem við þjónum sem kennarar. Það eru ýmis séreinkenni á siðferði kennarastéttarinnar - af því að við erum kennarar. Siðareglurnar eru leið til þess að byggja upp vitund um þetta og rökræða um það. Að láta sér annt um menntun og þroska fólks, að telja sig skyldugan til að vera umhyggjusamur og hafa áhuga á og hlusta á hvern einstakling er innbyggt í það að vera kennari. Rétt og rangt er ekki geðþóttaákvörðun Við í siðaráði viljum efla umræðu um kennara- siðferði og siðareglurnar með ýmsum hætti, svo sem að koma inn á fundi hjá aðildarfé- lögum og stjórn Kennarasambandsins. For- ystumenn, trúnaðarmenn og fulltrúar í skóla- málanefndum eru þá minntir á reglurnar og geta hafið umræðuna um hlutverk þeirra og hvernig þær geta orðið til góðs fyrir skólasamfélagið - og þar með samfélagið allt. Það kennarasiðferði sem ég vil tala um á vettvangi siðaráðs er siðferði sem stendur báðum fótum í veruleikanum. Og þar er til gott og illt, rétt og rangt. Ég held að ekki sé heppilegt fyrir okkur að líta svo á að siðareglur kennara séu eitthvað sem við tökum ákvörðun um. Við finnum út hvernig rétt er að hafa siðareglurnar, hvaða reglur endurspegla best gildi starfsins. Ef við gagnrýnum siðareglur kennara þá gerum við það með það fyrir augum að finna réttari reglur en ekki til að taka ákvörðun sem okkur líkar betur við í það skiptið. Hversdagslegt og torskilið Það er merkilegt með siðferði að stór hluti siðferðilegrar þekkingar er það hversdags- legasta af öllu hversdagslegu. En sumt í sam- bandi við siðferði er samt ofboðslega erfitt að skilja. Ef við ætlum að þróa siðareglur þá er það ekki auðvelt og gæti tekið langan tíma. Ég held reyndar að reglurnar okkar séu býsna góðar, ég hef grun um að það mætti bæta í þær en hef ekki fullmótað skoðanir mínar á þessu. Ég held að menn ættu að ganga til þessarar umræðu vitandi að verkefnið er erfitt. Við þurfum að vara okkur á nokkrum hættum í samræðu um siðareglur. Ein hættan er að missa sig í dómhörku og nota reglurnar eins og refsivönd. Önnur hætta er að verða allt of heilög þannig að umræðan verði hafin yfir daglegt líf og við förum að nota óskaplega falleg orð en gleymum að vera hóflega gagnrýnin og efagjörn. Það er mjög auðvelt að tala um gildi eins og jafnrétti í upphöfnum tóni en það er ekki alltaf sjálfgefið hvernig á að vinna í anda jafnréttis, til dæmis í hóp þar sem nær eingöngu er töluð íslenska og allir skilja hana nema tveir. Sá sem talar fegurstu orðin um jafnrétti er ekki endilega nær því en við hin. Pössum okkur á að umræða um kennarasiðferði verði ekki loftbornar yfirlýsingar og fögur orð heldur sé hægt að tengja hana praktískum vandamálum sem fólk stendur frammi fyrir. keg líður vel, kennurum og skólastjórnendum, verður andrúmsloftið betra í skólastarfinu og frjórri og hamingjuríkari jarðvegur fyrir nám. Gleðiþjálfun er markviss og öflug og þetta er skemmtilegt vinnunámskeið. Farið verður í leiklist, létta hreyfingu með tónlist, hláturjóga, söng og slökun. Þeim sem hafa áhuga á að fá Púlsinn námskeið á nýju ári, er bent á heimasíðuna www.pulsinn.is Bókanir eru þegar hafnar en námskeiðin hefjast 4. janúar 2010. Viltu gleðiþjálfun í skólann? M yn d : A tl i H ar ða rs so n – w w w .f lic kr .c om /p h ot os /a tl ih Að láta sér annt um menntun og þroska fólks, að telja sig skyldugan til að vera umhyggjusamur og hafa áhuga á og hlusta á hvern einstakling er innbyggt í það að vera kennari. Marta Eiríksdóttir SIÐARÁÐ oG SIÐAREGLUR, FRéTT

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.