Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.12.2009, Blaðsíða 7
7SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 9. ÁRG. 2009 Framhaldsskólakennarar – hópar, launaröðun, stundatöflur KjARAMÁL Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Lj ós m yn d : S te in u n n J ón as d ót ti r þrjú atriði sem töluvert er spurt út í varðandi störf framhaldsskólakennara og ég hef valið að fjalla um að þessu sinni eru grunnviðmið um nemendafjölda í námshópum, launaröðun og stundatöflur. Grunnviðmið um nemendafjölda í námshópum? Grunnviðmið samkvæmt auglýsingu 4/2001 eru 12 nemendur í verknámshópum, 15 nemendur í list- og tölvufræðihópum og 25 nemendur í almennum bóklegum greinum, eða samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis hverju sinni um viðmið um fjölda nemenda í einstökum áföngum. Heimilt er að hafa allt að 25% fleiri nemendur en 12, 15 og 25 þ.e.a.s 15, 18,75 og 31,25. Leita verður samþykkis kennara ef nemendur verða fleiri en þetta. Kennarar geta þó hafnað slíku og gera það oft vegna faglegra sjónarmiða. Þess eru dæmi að samstarfsnefndir í einstökum framhaldsskólum hafi gert samkomulag um hópaálagsgreiðslur. Launaröðun framhaldsskólakennara Frá og með 1. maí 2006 fékk hver framhaldsskóli umsamið fjármagn ofan á heildarlaunagrunn sinn til að gera stofnanasamning um nýtt launakerfi. Launaröðun er því komin út í skólana sjálfa og er ekki lengur miðlæg eins og áður var. Í hverjum skóla er samstarfsnefnd skipuð fulltrúum kennara og stjórnenda sem gerir stofnanasamning um störf og launaröðun starfa í samræmi við nýtt launakerfi. Það er því mikilvægt að skoða stofnanasamning viðkomandi skóla til að sjá launaröðun en áherslur skólanna geta verið mismunandi. Stofnanasamningar skólanna eru aðgengilegir á vef KÍ ff.ki.is/?PageID=1198 og allir geta skoðað þá þar. Ákvæði um vinnutíma og skyld mál eru öll miðlæg. Stofnanasamningur er hluti af kjarasamningi og er sérstakur samningur (sjá 11. kafla í kjarasamningi) milli fulltrúa stofnunar og fulltrúa stéttarfélagsins í skólanum um útfærslu á launaröðun þeirra starfa sem kennarar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur hafa með höndum. En hvert á að snúa sér ef starfsmaður telur sér ekki vera rétt raðað til launa? Fyrst ætti viðkomandi að leita til trúnaðarmanns og ef ekki fæst botn í málið þá er næsta skref að senda erindi til samstarfsnefndar skólans. Að sjálfsögðu er velkomið að leita til stéttarfélagsins þegar þörf krefur. Stundatafla Í kjarasamningi gr. 2.1.6.4 segir: „Fjöldi kennslustunda sem kennari tekur að sér við upphaf skólaárs/annar er bindandi til loka skólaárs/annar.“ Ekki er heimilt að breyta stundatöflunni eftir að kennsla er hafin. Það skiptir ekki máli þó að undirrituð vinnuskýrsla liggi ekki fyrir, það er stundataflan sem gildir sem staðfesting á vinnumagni kennarans. Skólinn verður því að greiða laun samkvæmt gildandi stundatöflu í upphafi annar og út alla önnina í áfangaskólum. Að lokum langar mig að óska öllum félagsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og minni á netfangið mitt ingibjorg@ki.is ef þið hafið einhverjar spurningar um þetta eða annað. Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Skoðið www.ki.is Þar eru rafræn umsóknar- eyðublöð, upplýsingar um sjóði og orlofsmál, afgreiðslutími skrifstofu, símanúmer og netföng, upplýsingar um skóla- og kjaramál, fréttir, lög, aðildar- og fagfélög og margt fleira gott og gagnlegt. Félagsmenn!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.