Skólavarðan - 01.08.2001, Page 2

Skólavarðan - 01.08.2001, Page 2
Upphaf nýs skólaárs markar alltaf tímamót hjá þeim sem í skólun- um starfa. Nýjar áherslur og ný markmið líta dagsins ljós auk eftir- væntingar að takast á við komandi vikur og mánuði. Í grunnskólum verða nú sérstök tímamót vegna nýs kjarasamn- ings sem kom til framkvæmda 1. ágúst. Framkvæmd hans hvílir að miklu leyti á skólastjórum landsins sem eru lykilmenn í hinu nýja skipulagi. Það er í höndum skólastjóra hvers grunnskóla að nýta sér þá möguleika sem samningurinn veitir til breytinga á skipulagi skólastarfsins. Afar mikilvægt er að vel sé á málum haldið þannig að markmið samningsins um bætt skólastarf og framþróun í skipu- lagi þess náist. Starf skólastjórans hefur breyst verulega á undanförnum árum. Með lögum um grunnskóla frá 1995 var kveðið enn skýrar á en áður um hlutverk hans en þar segir m.a.: „Skólastjóri er forstöðu- maður grunnskóla, stjórnar honum og ber ábyrgð á starfi skólans og veitir honum faglega forystu.“ Skólastjóri er nú ekki einungis faglegur forystumaður skólans heldur hefur fjárhagsleg ábyrgð hans aukist verulega. Þetta hefur m.a. leitt til meira sjálfstæðis í rekstri skóla sem er jákvætt en undirstrikar enn frekar en áður mik- ilvægi skýrrar og skilvirkrar stjórnunar á öllum þáttum í rekstri grunnskólans. Með nýjum kjarasamningi er hlutverk skólastjóra sem forstöðu- manns skóla skilgreint á eftirfarandi hátt: „Skólastjóri er forstöðu- maður skóla og ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi skól- ans í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir sveita- stjórnar.“ Um hlutverk skólastjóra gagnvart kennurum og milli- stjórnendum skólans segir ennfremur: „Skólastjóri ráðstafar vinnu kennara til þeirra faglegu starfa og verkefna sem starfsemi grunn- skólans kallar á. Skólastjóri ber ábyrgð á að störf kennara og milli- stjórnenda nýtist nemendum í námi þeirra.“ Breytingar á kröfum til grunnskólans og ábyrgð skólastjóra hafa aukið þörfina á millistjórnun í grunnskólum. Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar brugðist við þessu og væntanlega mun enn verða bætt við millistjórnun á komandi árum. Með grunnskólalögunum 1995 komu fram auknar kröfur um framkvæmd og skipulag faglegra þátta skólastarfs utan kennslu. Framkvæmd sumra þátta hefur gengið hægar en skyldi, ekki síst þar sem skólastjórar hafa haft afar takmörkuð yfirráð yfir vinnu- tíma kennara. Einnig hefur hamlað hve litlu fjármagni hefur verið varið til þess að skólar geti kallað kennara til þessara verka. Það er því gleðiefni að nýr kjarasamningur veitir verulega möguleika á breytingu á skipulagi grunnskóla. Ekki er aðeins um að ræða að skólastjóri fái ráðið meiru en áður um skipulag á vinnutíma kenn- ara heldur gefst nú möguleiki á að kalla kennara til aukinnar ábyrgðar sbr. grein 1.3.2 í kjarasamningum um viðbótarlaun vegna verkaskiptingar og færni. Ábyrgð skólastjóra er því mikil nú þegar ný tækifæri skapast til breytinga og umbóta í skólastarfi. Komandi skólaár mun án efa mótast nokkuð af breyttu fyrir- komulagi. Að viðbættum áhrifum nýs kjarasamnings á innra starf verður fjöldi skóladaga 180, skólinn hefst fyrr en áður og lýkur seinna. Nýr samningur veitir einnig möguleika á vetrarleyfum í skólum og munu einhverjir án efa nýta sér þann sveigjanleika. Með fjölgun skóladaga nálgumst við þann fjölda sem almennt tíðkast í nágrannalöndum okkar en nokkur umræða hefur verið á undan- förnum árum um nýtingu kennsludaga í skólum landsins. Hún hafði m.a. þau áhrif að hefðbundnir dagar eins og foreldradagar voru felldir út úr dagatölum skóla við misjafnar undirtektir. Sitt sýnist hverjum um fjölgun skóladaga og heyrst hafa neikvæðar raddir foreldra, nemenda og jafnvel skólafólks vegna þessa. Á hitt ber þó að líta að auknar kröfur til grunnskólans varðandi menntun nemenda okkar, auknar lagalegar kröfur í tengslum við nýja aðal- námskrá grunnskóla og samkeppnishæfni íslenskra skóla almennt sýna að ekki veitir af þeim lágmarksfjölda kennsludaga sem lög gera ráð fyrir. Þegar miklar breytingar eiga sér stað á skipulagi skólastarfs í heilu landi skiptir miklu máli að góð samstaða náist innan sem utan skólanna. Vissulega tekur alltaf tíma að koma breytingum í fram- kvæmd og öllum er ljóst að aðlögun þarf áður en skipulagið verður komið í það horf að fullnægjandi sé. Því þarf að ríkja sátt, samvinna og jákvætt viðhorf innan skólanna strax við upphaf nýs skólaárs og aðilar skólasamfélagsins á hverjum stað þurfa sameiginlega að axla þá ábyrgð sem felst í því að bæta skólastarfið í landinu með þeirri kerfisbreytingu sem nýr kjarasamningur kveður á um. Skólastarf á að vera í sífelldri þróun og starf hvers og eins tekur því breytingum frá einum tíma til annars. Það er eðlilegt þegar um jafn mikilvæg störf er að ræða og störf í grunnskólum þar sem grunnurinn er lagður að menntun heillar þjóðar. Framkvæmd hins nýja kjarasamnings markar tímamót í skóla- starfi landsins og verður vonandi fyrsta skrefið af mörgum til veru- legra bóta og framþróunar í öllu starfi innan grunnskóla þegar til lengri tíma er litið. Þorsteinn Sæberg Formannspist i l l Skólastjórinn - Aukin ábyrgð - Betri skóli 3

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.