Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 10
grunntóns. Allt þetta er heimfært upp á D dúr, nótnaheitin rifjuð upp, tónstiginn skoð- aður á g lykils nótnastreng og síðan þrí- hljómarnir byggðir á hverjum tóni tónstig- ans. Skoðaður munur á dúr og moll hljóm- um og fundið út hvaða hljómar (ii,iii,vi) í d dúr tónstiganum eru mollhljómar og hverjir (I, IV,V) eru dúr. Minnkaði hljómurinn á vii sæti einnig tekinn fyrir og útskýrður. Þetta tók u.þ.b. 20 mín. Að þessu loknu var lagið Home on the range (Fram í heiðanna ró) kynnt. Nótun- um var varpað upp á tjald með myndvarpa. Af einskærri tilviljun var lagið í D dúr! Fyrst var textinn skoðaður og það í honum sem nemendur skildu ekki útskýrt. Þá var lagið kennt, fyrst syngur kennarinn það fyrir í hendingum og nemendur endurtaka. Þeir syngja flestir með, í byrjun er söngur- inn þó frekar veikur, en hreinn. Sérstaklega er unnið með þeim strákum sem eru komnir í mútur og þeir syngja áttund neðar en hinir. Strákarnir eiga verra með að syngja hreint en stelpurnar. Viðlagið er sungið tvíradda og kennt sérstaklega. Þegar lagið er komið saman og hefur verið sungið er farið að skoða hvernig tónar þess falla inn í þríhljóma tóntegundarinnar og í framhaldi af því er lagið hljómsett. Sömu- leiðis er kannað hvaða tóna vantar í lagið miðað við tónstiga tóntegundarinnar. Þetta tók þær 25 mínútur sem eftir voru af tím- anum sem lauk með því að sett voru fyrir heimaverkefni. Flestir nemendur voru virkir mestallan tímann en þó höfðu tveir meiri áhuga á ein- hverju öðru en því sem verið var að fjalla um. Þeir trufluðu þó hina ekki með atferli sínu. Ekki fer hjá því að ýmsar smámyndir sitji eftir í huganum eftir svona heimsókn. Mér er til dæmis minnisstæður hr. Stelzer, af- skaplega hlýlegur eldri maður, kennari við Albert Schweitzer Gymnasium og greini- lega dáður af nemendum sínum, þar sem hann sat við flygilinn og lék fyrir nemend- ur 6. bekkjar eina af preludium Bach af fingrum fram svo að unun var á að hlýða, útskýrði hana jafnóðum fyrir nemendum, sem punktuðu hjá sér það sem fram kom jafnframt því að hlusta, og útskýrði fyrir mér á blöndu af ensku, dönsku og þýsku það sem verið var að vinna að - og stöðugt gekk Bach snurðulaust. Já, hann kunni sannarlega sitt fag og hafði lag á að koma þekkingunni áfram til nemenda sinna. Guðmundur Óli Sigurgeirsson Evrópa 12 Árið 1998 kom út í Bandaríkjunum merkileg bók sem heitir Transform- ing the difficult child, The nurturing heart approach. Bókin er eftir Howard Glasser og Jennifer Easley og fjallar um uppeldisaðferð sem byggist á atferlismótun sem þau kalla The Nurturing Heart Approach eða að næra hjartað. Aðferðin hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og þeir sem hafa reynt hana segja að hún skili frábærum árangri, hvort heldur er heima eða í skólastofunni. Flestar hefðbundnar uppeldisaðferðir passa fyrir venjuleg börn en virka alls ekki á erfið börn og geta jafnvel komið mjög illa út. The nurturing heart approach virkar mjög vel á erfið börn og hjálpar venjulegum börnum líka að blómstra. Kjarninn í aðferðinni er einmitt að næra hjartað, eins og nafn hennar gefur til kynna, að eyða litlu sem engu púðri í neikvæða athygli en miklu í já- kvæða athygli. Að taka eftir barninu stutta stund á hverjum degi þegar það hagar sér vel eða gerir það sem það á að gera, veita því jákvæða athygli og styrkja þannig jákvæða hegðun. Stuttar athuga- semdir eins og: „Ég sé að þú leggur þig mikið fram við að lita þessa mynd, þú notar marga liti og mér finnst rauði bolt- inn sérlega litríkur,“ senda barninu þessi skilaboð: „Ég sé þig, ég tek eftir því sem þú ert að gera, ég veiti þér athygli þegar þú ferð eftir reglunum og gerir það sem til er ætlast.“ Barninu eru kenndar regl- urnar þegar það heldur þær en ekki þeg- ar þær eru brotnar, eins og oftast er gert. Þegar barnið hagar sér illa og brýtur reglur er ekki veitt neikvæð athygli heldur stutt skýr skilaboð um að hegðunin sé ekki viðunandi og refs- ing í kjölfarið sem er fyrir fram ákveðin og alltaf notuð svo að barnið veit hvað gerist ef það brýtur reglurnar, til dæmis er það sent inn í herbergi til að hugsa málið. Aðferðin byggist einnig á að nota umbunarkerfi þar sem gefin eru stig fyrir já- kvæða hegðun og þegar barnið gerir það sem til er ætlast af því, það getur aldrei misst stig, aðeins unnið sér inn. Barnið getur svo skipt á stigunum og einhverri umbun, svo sem að horfa á sjónvarp, nota tölvuna, fara í bíó o.s.frv. Umbunarkerfið má svo færa yfir í skólann og er þá unnið í samvinnu við heimilið þannig að punktarnir sem barnið vinnur sér inn í skólanum bætast við punktana heima á hverjum degi og umbunin er veitt heima. Umbunarkerfið hjálpar líka foreldrum að fylgjast með hvernig gengur í skólanum daglega, tengingin við skólann verður nánari og samfella verður í atferlismótun barnsins. Mig langar að hvetja alla sem lesa þetta til að kynna sér þessa bók, til dæm- is á heimasíðu sem er tileinkuð henni: http://www.difficultchild.com Ég veit að það er hægt að nálgast bókina á Bóka- safni Hafnarfjarðar eða panta hana í gegnum einhverja bóksölu. Þetta er mjög góð bók, skrifuð á skemmtilegan og auð- skiljanlegan hátt og vekur til umhugsunar um börn sem falla ekki inn í venjulega mynstrið, hvað hægt er að gera til að auðvelda þeim, og öllum í kringum þau, lífið á einfaldan og raunhæfan hátt. Arndís Kjartansdóttir leikskólakennari Að næra hjartað (The Nurturing Heart Approach) Howard Glasser heldur námskeið á Íslandi þann 12. nóvember. Hann kemur til landsins þann 8. nóvember og fer aftur út þann 14. Ef til vill er hægt að semja við hann um frekara námskeiðs- hald á þeim tíma ef áhugi er fyrir hendi. Námskeiðið verður aug- lýst nánar í bæklingi Endurmenntunarstofn- unar og á heimasíðu, http://www. endurmenntun.hi.is/ Frétt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.