Skólavarðan - 01.08.2001, Síða 7

Skólavarðan - 01.08.2001, Síða 7
F-skólar eru einkaskólar sem reknir eru af ýmsum öðrum aðilum en hinu opinbera en eru þó alfarið kostaðir af almannafé (þ.e. greiðslum frá sveitarfélögunum þar sem nemendur búa). Sveitarfélögum er skylt að fjármagna F-skóla hafi þeir hlotið viður- kenningu menntamálaráðuneytis (Statens Skolverk). Litið er á réttinn til að stofna og starfrækja slíka skóla sem hluta af atvinnu- frelsi og heyrir til undantekninga að þeim sé synjað um viðurkenningu. Kennarasamtök taka ekki afstöðu gegn rekstri F-skóla Stærstu kennarasamtök Svíþjóðar, Lärar- förbundet, sem ná yfir þrjú skólastig, leik- skóla, grunnskóla og framhaldsskóla, taka ekki afstöðu gegn rekstri F-skóla en leggja áherslu á að jafnmiklar kröfur séu gerðar til þeirra og annarra skóla, m.a. um menntun og réttindi kennara. Um tíu þúsund félags- menn í samtökunum starfa við einkaskóla. Þess er krafist að F-skólar virði lög um skólaskyldu og skilyrði fyrir rekstrarleyfi er að námið veiti þekkingu og færni sem sé í aðalatriðum sambærileg og ekki lakari en í opinberum skólum. Ennfremur eru sett skilyrði um að skólarnir séu opnir öllum nemendum og að minnsta kosti tuttugu nemendur séu í hverjum skóla. Gæði ráðast ekki af því hverjir reka skólann Kennarasamtökin vilja ekki að umræðan snúist um að vera með eða á móti F-skól- um heldur um bætt skólastarf og telja að almennir skólar sem sveitarfélögin reka geti vafalaust lært ýmislegt af F-skólunum og öfugt. Gæði kennslu eigi ekki að fara eftir því hver reki skólann. Hins vegar benda samtökin á að nafngiftin „sjálfstæður skóli“ sé engin trygging fyrir gæðum. Samtökin hafa sett fram kröfur um að: • F-skólar lúti í öllum tilvikum stjórn skólastjóra með lögbundna kennaramennt- un og reynslu í skólastarfi, • sömu reglur gildi um ráðningu kennara og í opinberum skólum, • F-skólar séu opnir öllum nemendum og fylgi aðalnámskrá í meginatriðum, að fjárveitingum sé þannig háttað að jafnræðis sé gætt milli opinberra skóla og F-skóla, • meginreglan sé sú að að ekki séu inn- heimt skólagjöld í grunnskólum og að rétt- arstaða nemenda sé sú sama hvert sem rekstrarform skólans er. Um það bil 33.500 grunnskólanemendur og um 9.000 framhaldsskólanemendur stunda nú nám í F-skólum í Svíþjóð, en það eru um þrjú prósent skólanemenda. Útlit fyrir áframhaldandi fjölgun F-skólum skólum fjölgaði mjög í Svíþjóð á níunda áratugnum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Skólaárið 1990/91 voru þeir 90 á grunnskólastigi en eru nú 445, auk 25 sérskóla. Á framhaldsskólastigi er nú starfræktur 101 F-skóli, auk 15 sérskóla. Áður en umsóknarfrestur vegna skólaárs- ins 2002-2003 rann út höfðu sænska menntamálaráðuneytinu borist umsóknir um viðurkenningu á rekstri 251 F-skóla á grunnskólastigi og 190 á framhaldsskóla- stigi, auk 27 sérskóla og 17 leikskóla. Strangari skyldur eru lagðar á skólana gagnvart lögum, reglugerðum og námskrá þegar um er að ræða skóla á grunnskóla- stigi en á framhaldsskólastigi. Fleiri stúlkur en piltar stunda nám í F-skólum, hlutfallslega fleiri nemendur þar eru með erlendan bakgrunn en í opinber- um skólum og oft er menntunarstig for- eldra hærra og efnahagur betri. Framhaldsskólar sem reknir eru sem F-skólar eru langflestir í fjölmennum sveitar- félögum en grunnskólarnir dreifast um allt landið og eru bæði í dreifbýli og þéttbýli. Helgi E. Helgason Norður lönd 8 Á fundum grunn- og framhaldsskóla- deilda NLS sem voru haldnir í Stykk- ishólmi og Reykjavík í vor var m.a. fjallað um stöðu opinberra skóla á báðum þessum skólastigum á tímum vaxandi einkavæðingar. Þar kom fram að mikil umræða fer nú fram í Svíþjóð um svokallaða F-skóla (fristående skolor). F-skólum fjölgar ört í Svíþjóð Kennarasamtökin vilja ekki að umræðan snúist um að vera með eða á móti F-skólum heldur um bætt skólastarf og telja að almennir skólar sem sveitarfélögin reka geti vafalaust lært ýmislegt af F-skólunum og öfugt.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.