Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 8
Alls staðar var mér tekið mjög vel og nán- ast borinn á höndum. Hjónin og Íslands- vinirnir Roland og Silke Ortwein höfðu annast alla skipulagningu dvalar minnar í Þýskalandi og stóð þar allt eins og stafur á bók. Er ég þeim og öðrum gestgjöfum mínum afar þakklátur fyrir móttökurnar sem og öllum þeim hér heima sem hvöttu mig til fararinnar og gerðu mér hana mögulega. Þýska skólakerfið Áður en lengra er haldið er rétt að segja ör- lítið frá skólakerfi fylkis- ins Baden-Württemberg sem Neckarsulm er hluti af. Sjö ára gömul hefja öll börn skólagöngu á skólastigi sem þeir kalla Grundschule (grunnskóli). Þar eru þau í fjögur ár. Við lok þessa skólastigs er frammistaða þeirra metin og þeim raðað samkvæmt því á þrjú mismunandi skólastig. Þeir sem ná bestum árangri fara í Gymnasium þar sem þeir eru næstu átta til níu ár og ljúka þaðan stúd- entsprófi. Þeir sem næstir koma í árangri fara í sex ára Realschule sem opnar þeim síðan leiðir til frekara náms, bæði starfs- náms og stúdentsprófs að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum. Þeir sem ná lökustum árangri fara í fimm til sex ára Hauptschule sem opnar svo leiðir til margs konar starfs- náms. Ég fékk tækifæri til að heimsækja allar þessar skólagerðir og sat í tímum þar sem nemendum á aldrinum sex til fimmtán ára var kennt. Greinilegur munur var á nem- endum milli skólagerða. Sérstaklega virtist mér námsgeta nemenda í Hauptschule vera áberandi minni en í Realschule og Gymnasium, sem eðlilegt er. Einnig var mér tjáð að kennaraskortur á Hauptschule- stiginu væri orðinn alvarlegt vandamál í fylkinu og kæmi það niður á getu skólanna til að stunda vandaða kennslu. Fyrstu árin sjá bekkjarkennarar um tónmenntakennslu En nú að tónmenntakennslunni. Í Grundschule annast bekkjarkennararnir yfirleitt tónmenntakennsluna. Hún felst skv. námsskrá í söng, raddþjálfun, þjálfun tóneyra, könnun og notkun hljóða og ein- faldra hljóðfæra, könnun einfalds hryns, hreyfileikjum, barnadönsum, hlustun o.fl. Með hlustun er kynnt margs konar tónlist, svo sem blásaratónlist, danstónlist, hljóm- sveitartónlist, píanótónlist o.s.frv., hljóð- færi kynnt sérstaklega og nemendum kennt að þekkja þau í verkum sem þeir hlusta á. Í stuttu máli má segja að við lok fjórða skólaárs hafi nemendur kynnst öllum helstu þáttum einfaldrar tónlistar, verið kynnt helstu hugtök sem notuð eru og þau hljóðfæri sem algengast er að nota við flutning hennar. Mikið er lagt upp úr að nemendur kunni texta og syngi saman og strax í fyrsta bekk er farið að vinna að hreinum söng þótt vitanlega hafi ekki allir nemendur enn getu til að halda tóni. Strax á þessu skólastigi er byrjað að vinna mark- visst að þjálfun bæði lesturs og skriftar tón- listar sem heldur svo áfram upp eftir efri stigunum, sem og allt það sem að framan er talið. Standa framar íslenskum jafnöldrum Í Hauptschule, Realschule og Gymnasi- um annast sérstakir tónmenntakennarar oftast tónmenntakennsluna. Í þeim tímum sem ég sat voru kennslustundirnar byggðar upp á svipaðan hátt þótt innihald þeirra væri mis- munandi eftir aldri nem- enda og skólagerð. Byrj- að var á að kynna efni dagsins sem gat ýmist verið eitthvert ákveðið verk eða hugtök. Kynningin leiddi til nán- ari skoðunar sem gat falist í hlustun, töflu- vinnu með tóndæmi, söng, hljóðfæraleik o.fl. Síðan kom úrvinnsla þar sem nemend- ur þurftu að leysa verkefni, ýmist skriflega eða verklega, stundum með samspili, söng eða á annan hátt. Að lokum var svo verk- efni dagsins skoðað sem hluti í stærri heild, stærra verki, eða borið saman við annars konar verk skyldrar gerðar (t.d. söngleik- ur/ópera). Í þeim Gymnasium-skóla sem ég heim- sótti virtist mér megináhersla í tónmennta- kennslunni vera lögð á tón/hljómfræði, söng og hljómlistarsögu. Einn tónmennta- kennaranna, hr. Riedel, tjáði mér að nem- endur kæmu mjög misvel undirbúnir inn í skólann sem stafaði m.a. af því að í Grundschule væru tónmenntakennarar oft Evrópa 10 Dagana 20. til 23. mars síðastliðinn heimsótti ég fjóra þýska skóla í því augnamiði að kynnast tónmennta- kennslu þeirra. Þrír skólanna voru í borginni Neckarsulm, sem er u.þ.b. 50 km sunnan við Heidelberg, og sá fjórði í litlum bæ, Bad Friedrichshall, örskammt frá Neckarsulm. Á tónlistarslóðum Heimsókn í fjóra þýska skóla Guðmundur Óli Sigurgeirsson Myndir frá einni af söngleikjauppfærslum Her- mann Greiner Realschule.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.