Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 22
Á dagskrá voru fyrirlestrar og námskeið um ýmis efni, auk tónleika og skoðunar- ferða. Sjö íslenskir tónlistar- og tónmennta- kennarar tóku þátt í námstefnunni, þar af tveir fyrirlesarar. Samhliða námstefnunni voru svo haldnir fundir NMPU og samtaka norrænna tónlistarskólastjóra (NMR) auk sameiginlegs fundar þessara aðila. Námstefnuhald sem þetta er einn af föst- um liðum í starfi NMPU og varð reyndar hvati að stofnun samtakanna árið 1952, en þá höfðu norrænir tónlistarkennarar komið saman með reglulegu millibili frá árinu 1946. Efling samstarfs um tónlistaruppeldi Meginmarkmið NMPU er að efla sam- starf þeirra sem vinna að tónlistaruppeldi á Norðurlöndum, m.a. með miðlun upplýs- inga, ráðstefnu- og námskeiðahaldi og samvinnu við samtök utan Norður- landa, auk þess að stuðla að auknum rannsóknum á sviði tónlistaruppeldis og útgáfu kennsluefnis. Aðild að samtökunum eiga félög tónlistar- kennara í Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Sví- þjóð. Stjórn samtakanna skipa tveir fulltrúar frá hverju landi og skiptast löndin á um að fara með forsæti í henni tvö ár í senn. Íslenskir stjórn- armenn eru Kristín Stefánsdóttir, fulltrúi Félags tónlistarskólakennara, og Þórunn Björnsdóttir, fulltrúi Tónmenntakennarafélags Íslands. Kristín er jafnframt framkvæmda- stjóri samtakanna. Auk námstefna, sem haldnar eru á tveggja ára fresti til skiptis í aðildar- löndunum, hefur megináhersla í starfi NMPU að undanförnu verið lögð á að auka tengsl þeirra samtaka sem vinna að tónlistaruppeldi á Norðurlöndum. Í þessu skyni hefur verið tekið upp reglulegt samstarf við norræn samtök tónlistarskólastjóra. Þetta hefur m.a. orðið til þess að opna tónlistarkennurum möguleika á þátttöku í árlegum náms- og kynnis- ferðum sem skólastjórasamtökin gangast fyrir. Á sama hátt hefur þátttaka skólastjóra aukist í námskeiðum, ráðstefnum og nám- stefnum sem NMPU hefur gengist fyrir. Fjölbreytt efnisval Á námstefnum NMPU hefur hluta tím- ans jafnan verið varið til fyrirlestrahalds og tónleika sem eru ætlaðir öllum þátttakend- um en þess á milli er skipt niður í smærri hópa og úr ýmsu að velja. Þetta gerir að verkum að dagskráin höfðar til mjög margra en að sama skapi er ógerningur að ætla að fylgjast með öllu sem fram fer. Á námstefnunni í Færeyjum voru kynnt- ar margvíslegar nýjungar í kennsluháttum auk þess sem þátttakendur kynntust ýmsu efni sem verður án efa notadrjúgt í kennslu. Hver dagur hófst á 30 mínútna morgunsöng í umsjón fulltrúa tveggja landa hverju sinni. Að því búnu var sameig- inlegur fyrirlestur en því næst skipt í þrjá hópa sem fengust við mismunandi við- fangsefni. Námstefnan var vel skipulögð og tókst að öllu leyti eins og best verður á kos- ið. Íslensku þátttakendurnir urðu þó fyrir því óláni að þoka í Reykjavík tafði brottför um rúman sólarhring. Dvölin í Færeyjum varð hins vegar jafn löng og ráð hafði verið fyrir gert því að heimferð okkar dróst einnig vegna þoku í Færeyjum. Af þessum sökum misstu íslensku þátttakendurnir af fyrsta hluta námstefnunnar og flytja varð íslenskan fyrirlestur á milli daga. Eigi að síður var námstefnan mjög áhugaverð. Húsakynni Norðurlandahússins í Þórshöfn hentuðu vel og þar fór mjög vel um þátt- takendur. Fróðlegt var að kynnast þróun tónlistar í Færeyjum í tali, tónum og dansi. Er greinilegt að tónlistarlíf er þar blóm- legt. Af áhugaverðum dagskráratriðum á námstefnunni í Færeyjum má nefna kynningu Lennart Winnberg, lektors við tónlistarháskólann í Gautaborg, á aðferð og nýju náms- efni sem hann hefur þróað undan- farin ár og nefnist „Från öra till hjärta“. Upphaflega setti höfundur saman efni til nota í eigin tónheyrn- arkennslu við tónlistarháskólann sem leiddi til þess að farið var að nota efni hans og aðferðir víðar og fyrir aðra aldurshópa. Nú er það notað víða með góðum árangri. Er þar miðað við að samhliða námi í hljóðfæraleik þjálfist nemendur í að hlusta, syngja og spila eftir heyrn, skrifa niður laglínur, lesa óundirbúið og spinna. Hægt er að nota efnið fyrir alla aldurshópa og nemendur á ýmsum stigum tónlistarnáms. Einnig má nefna kynningu á norsku tilraunaverkefni sem hefur verið í gangi í öllum fylkjum lands- ins undanfarin fimmtán ár og er unnið í samstarfi grunnskóla og listaskóla (tónlist, myndlist, leiklist, dans). Þar er markmiðið að skapa já- kvætt samfélag innan og utan skól- ans sem efli jafnframt sköpunargáfu hvers nemanda. Norður lönd 24 Dagana 27. júní til 2. júlí sl. söfnuðust nær 80 norrænir tónlistaruppalendur saman í Norðurlandahúsinu í Þórs- höfn í Færeyjum þar sem fram fór námstefna á vegum norrænna sam- taka tónlistaruppalenda (NMPU) með yfirskriftinni Tónlistin og barnið. Tónlistin og barnið Námstefna NMPU í Færeyjum Samtökin Nordisk Musikpædagog- isk Union (NMPU) voru stofnuð árið 1952 og meðlimir eru um 17 þúsund. Samtökin starfa núorðið ekki einung- is í Norðurlöndum heldur láta þau einnig til sín taka á samevrópskum vettvangi. Norrænir tónlistar- og listaskólar eru sérstakir fyrir margra hluta sakir, meðal annars vegna stöðu sinnar í skólalöggjöf landanna og lýðræðislegrar sýnar á uppeldi í listum. NMPU hefur þegar hafið kynningu á norrænu aðferðinni í öðr- um löndum Evrópu. Tveir þátttakenda, Þórunn Björnsdóttir og Sig- rún Grendal æfa sig á þjóðarhljóðfæri Finna, kantele.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.