Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 26
Athugið! Þeir kennarar sem hafa áhuga á að vinna með tungumálakortin og fá plaköt geta haft samband við Laufeyju Bjarnadóttur enskukennara, laufey@verslo.is Uppstillingarnefnd Kennarasambands Íslands 1. þing Kennarasambands Íslands Uppstillingarnefnd Kennarasambands Íslands auglýsir eftir frambjóðendum til eftirtalinna trúnaðarstarfa: 1. Formanns og varaformanns. Í þau embætti verður kosið í almennri atkvæðagreiðslu sem skal fara fram eigi síðar en fjór- um vikum fyrir þing. 2. Í eftirtalin störf sem kosið verður í á þinginu 8.-9. mars 2002: Kjörstjórn, stjórn Endurmenntunarsjóðs, stjórn Orlofssjóðs, stjórn Sjúkrasjóðs, stjórn Vinnudeilusjóðs, uppstillingarnefnd og skoðunarmenn reikninga. Tilnefningum um formann og varaformann Kennarasam- bandsins skal skila fyrir 8. október 2001 og tilnefningum í aðr- ar trúnaðarstöður fyrir 8. nóvember 2001. Aðsetur uppstillingarnefndar er í Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Þangað má einnig senda tilnefningar í tölvu- pósti á eftirfarandi netfang: ki@ki.is Uppstillingarnefnd biður trúnaðarmenn að kynna þetta mál- efni á kennarafundum og hvetur félagsmenn til að vinna heils- hugar að tilnefningum til trúnaðarstarfa úr sem breiðustum hópi. Nefndin Úthlutun úr Sjúkrasjóði Kennara- sambands Íslands Sjúkrasjóður Kennarasambands Íslands var stofnaður á stofn- þingi núverandi Kennarasambands Íslands 11. -13. nóvember 1999. Honum voru markaðir tekjustofnar í samningum við vinnuveitendur okkar þann 24. október 2000. Það hafði lengi verið baráttumál kennarasamtakanna að fá viðurkennda þörf á samsvarandi sjúkrasjóði fyrir kennara og er algengast á vinnu- markaðinum. Þrátt fyrir töluvert betri stöðu opinberra starfs- manna til veikindaréttar hjá vinnuveitendum sínum hafa sjúkrasjóðir á almennum vinnumarkaði verið með ýmsar greiðslur til félagsmanna sinna sem kennarar hafa ekki notið. Nú hafa vinnuveitendur okkar greitt í sjóðinn frá áramótum, því er staða til þess að hefja greiðslur úr sjóðnum í haust og er stefnt að því að hefja úthlutun 1. nóvember nk. Í byrjun verða greiðslur bundnar við nokkra málaflokka sem mest hefur verið spurt um en vinna við úthlutunarreglur er á lokastigi og verða þær lagðar fyrir stjórn Kennarasambandsins til umsagnar í á- gúst. Úthlutunarreglur sjóðsins verða birtar í Skólavörðunni, á vefsíðu Kennarasambandsins og trúnaðarmenn fá þær sendar í skólana ásamt umsóknareyðublöðum. Það er von okkar í stjórn Sjúkrasjóðs Kennarasambands Ís- lands að með stofnun hans hafi verið stigið framfaraspor í réttindamálum kennara og hann verði til þess að létta félags- mönnum róðurinn er heilsubrest ber að höndum. F.h. Sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands, Inga Þórunn Halldórsdóttir Netföng aðildarfélaga Kennara- sambands Íslands Meinlegar villur slæddust inn í yfirlit yfir netföng aðildarfélaga Kennarasambandsins í Handbók 2001 - 2002. Rétt eru netföngin: • Kennarasamband Íslands: ki@ki.is • FF, Félag framhaldsskólakennara: ff@ki.is • FG, Félag grunnskólakennara: fg@ki.is • FÍL, Félag leikskólakennara: fil@ki.is • FT, Félag tónlistarskólakennara: ft@ki.is • SF, Skólastjórafélag Íslands: si@ki.is Námslaun skólaárið 2002-2003 Endurmenntunarsjóður KÍ, G-deild, auglýsir eftir umsóknum félagsmanna um námslaun vegna framhaldsnáms á skólaár- inu 2002-2003. Væntanlegir styrkþegar fá greidd laun á náms- leyfistíma í allt að tólf mánuði eftir lengd náms. Umsóknir sendist til Endurmenntunarsjóðs KÍ, G-deild, Lauf- ásvegi 81, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 1. október. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins á skrifstofu Kennarasambandsins. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofunni og hjá trúnaðarmönnum. Einnig er hægt að nálgast þau á vef- síðu KÍ: www.ki.is Endurmenntunarsjóður KÍ, G-deild Frá námsleyfasjóði sveitarfélaga: Umsóknareyðublöð um námsleyfi eru á vefsíðu okkar, sam- band.is/skrifstofa/grunnskóladeild. Umsóknarfrestur er til 30. september. Úthlutun styrkja til rannsókna og þróunarverkefna skólaárið 2001-2002. Stjórn Endurmenntunarsjóðs KÍ, G-deild, hefur úthlut- að níu styrkjum til rannsókna og þróunarverkefna skólaárið 2001-2002, samtals að upphæð kr. 3.857.632. Hér fer á eftir yfirlit yfir þau verkefni sem voru styrkt: 1. Kennarar í Árskóla: Samráð milli skólastiga kr. 97.464 2. Gréta Pálsdóttir, Setbergsskóla: Rannsóknarverkefni: Skólabyrjun barna með þroskafrávik kr. 65.000 3. Kennarar í Grundaskóla: Lífsleikniáætlun Grundaskóla kr. 530.160 4. Kennarar Grunnsk. að Laugarvatni: Lífsleikni í verki kr. 719.640 5. Kennarar í Hafnarskóla: Framtíðarskólinn kr. 1.439.272 6. Ólafur B. Ólafsson, Öskjuhlíðarskóla: Syngjandi skóli kr. 139.908 7. Sigríður Ruth Magnúsdóttir, Vesturbæjarskóla: Markvisst námsmat fyrir nýbúanemendur kr. 260.760 8. Sigrún Anna Ólafsdóttir, Breiðholtsskóla: Rannsókn á prjónakunnáttu Íslendinga kr. 496.960 9. Valborg E. Baldvinsdóttir Samstarf: - samábyrgð kr. 108.468 Smáauglýs ingar og t i lkynningar 29 Í síðasta tölublaði gleymdist að geta höfundar umfjöllunar um málmsuðukeppni í FS. Hann heitir Kristján Jóhannesson og er starfandi kennari í málmsuðugreinum við Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.