Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 15
Áhrif hávaða af umferð getur valdið streitu í börnum, blóðþrýstingur hækkar, hjart- sláttur verður hraðari og magn streitu- hormóna eykst. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn umhverfissálfræðinga í Banda- ríkjunum og Evrópu. Einnig kom fram að áhugahvöt (motivation) sér í lagi stúlkna, sem búa við stöðuga hávaðamengun frá umferð, minnkar. Rannsakendur draga þá ályktun að það kunni að stafa af því að þær upplifi að hafa ekki stjórn á aðstæðum og séu hjálparvana andspænis hávaðanum. Þessi rannsókn er ein sú fyrsta sinnar tegundar, þ.e. þar sem könnuð eru skaðleg áhrif stöðugrar venjubundinnar hávaða- mengunar með tilliti til annarra skaða en heyrnrænna. Niðurstöður eru kynntar ítar- lega í tímaritinu Journal of the Acoustical Society of America (vol. 109, mars 2001). Hækkun blóðþrýstings á barnsaldri eyk- ur áhættu á háum blóðþrýstingi síðar á æv- inni og aukið magn streituhormóna tengist ýmsum sjúkdómum, þ.á.m. lífshættulegum svo sem hjartasjúkdómum. Flugvallarhávaði Börn sem búa í nágrenni flugvalla geta orðið fyrir mjög alvarlegum heilsufars- skaða, meðal annars skertri námsgetu. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin er út á vegum breska heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan er unnin af sálfræðingum við Lundúnaháskóla og byggir á mjög yfir- gripsmikilli rannsókn á afleiðingum þess að búa við stöðugan hávaða. Rannsóknin styð- ur niðurstöður sambærilegra athugana í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hætta á kvíðaröskunum eykst verulega ef búið er í nágrenni flugvallar og í einni rannsókninni kemur fram að lestrarfærni 12-14 ára barna skerðist um 23%, sam- kvæmt annarri rannsókn hefur flugvallar- hávaði slæm áhrif á lesskilning en veldur ekki geðrænum heilsufarsvanda að öðru leyti en því að óþol gagnvart hávaða verður mjög mikið. Andmælendur fyrirhugaðrar fimmtu flugstöðvarbyggingar (Terminal five) á Heathrow flugvelli voru farnir að flagga upplýsingum úr skýrslunni nokkru áður en hún kom fyrir almenningssjónir, málstað sínum til framdráttar. Námsgögn, rannsókn Hávaði skaðar börn 17 Geðrækt er heilsuefling á vegum Landlæknis- embættisins, geðsviðs Landspítalans og Geðhjálpar. Markmið verkefnisins er að auka forvarnir og fræðslu, efla vitund manna um eigin geðheilsu og minnka byrði og sársauka sem geðraskanir geta valdið. Við sem að verkefninu stöndum viljum víðtæka almenningsfræðslu um geðraskanir og geðheilsu. Geðrækt á að vera jafn sýnileg og sjálfsögð og líkamsrækt er orðin. Þegar hefur verið gefið út fræðsluefni sem var þýtt úr ensku af Unni Hebu Steingrímsdóttur. Um er að ræða verkefnamöppur, annars vegar fyrir 4-8 ára og hins vegar fyrir 9-12 ára. Tilgangur verkefnanna er að opna umræðu meðal barna um tilfinningar og al- menna líðan þeirra. Verkefnin eiga að hjálpa börnum að þróa hæfileika sína til að vera vakandi yfir andlegri líðan jafnframt því að auka skilning þeirra og næmi fyrir tilfinningum sínum og annarra. Verkefnin eru greidd af Geðræktarverkefninu og standa skólum til boða þeim að kostnaðarlausu. Jafnframt býður Geðrækt upp á kynningu á efninu og vonast eftir því að hægt verði að kynna það á kennaraþingum nú í haust. Sl. vetur tóku nokkrir skólar efnið til kennslu í lífsleikni með góðum árangri. Það eru Foldaskóli, Álftamýrarskóli, Snælands- skóli, Barnaskóli Ólafsfjarðar, Öskjuhlíðarskóli, Selásskóli og grunnskólar í Fjarðabyggð. Geðrækt

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.