Skólavarðan - 01.08.2001, Side 13

Skólavarðan - 01.08.2001, Side 13
fyrst og fremst að ýmsum íþróttagreinum og stoðgreinum þeirra. Helstu íþrótta- greinar eru dans, þolfimi, knattleikir, leik- fimi, fimleikar, sund, frjálsíþróttir, spaða- íþróttir, fangbrögð, vetraríþróttir og úti- vist. Helstu stoðgreinar í fyrri hluta náms- ins eru raungreinar, heilsufræði, íslenska og samfélagsfræði (sjá mynd 2). Í seinni hluta námsins, þ.e. á 2. og 3. ári, beinist athyglin í auknum mæli að náms- greinum sem fela í sér vissa samþættingu verklegra íþróttagreina og stoðgreina þeirra. Í þessu sambandi má nefna fag- greinar, s.s. kennslu- og uppeldisfræði, sér- kennslufræði, líkams- og hreyfiþroska, hreyfingarfræði, þjálffræði, heilsurækt, heilsufræði, skyndihjálp, björgun, endur- hæfingaríþróttir og næringarfræði. Markmiðið með samþættingargreinum er að tengja saman verklega færni nem- enda í íþróttagreinum og dýpka um leið faglega kunnáttu þeirra í stoðgreinum í- þróttanna (sjá mynd 2). Á þriðja námsári er nemendum gefinn kostur á fjölda valnámskeiða og hefur verið lögð sérstök áhersla á tvö fræðasvið: i. íþróttaþjálfun og heilsufræði ii. tómstundir, félagsmál og íþróttastjórnun Með þessu er verið að leggja áherslu á að efla menntun íþróttaþjálfara og mæta auk- inni þörf fyrir íþróttafræðinga sem ætla að starfa við stjórnun og framkvæmdir í íþróttastarfi, til dæmis hjá íþróttahreyfing- unni, sveitarfélögum eða ríkinu. Vettvangsnám Íþróttafræðinám er starfstengt og því skipar vettvangsnám mikilvægan sess. Það er af þrennum toga: i. fimm vikna vettvangsnám í grunnskóla ii. þriggja vikna vettvangsnám í framhaldsskóla iii. þriggja vikna vettvangsnám á öðrum vinnustað en skóla, s.s. hjá íþróttafélögum, íþróttasambönd- um, stofnunum, félagasamtökum, sveitarfélögum eða heilsuræktar- stöðvum Norrænt samstarf Við skipulagningu íþróttafræðinámsins hefur markvisst verið tekið mið af samsetn- ingu og uppbyggingu náms við aðra íþróttaháskóla á hinum Norðurlöndunum. Forráðamenn íþróttanámsins hafa tekið virkan þátt í samstarfi við nokkra íþrótta- háskóla á Norðurlöndum í þeim tilgangi að samræma námskröfur og námstilhögun. Þetta samstarf hefur verið með miklum ágætum og hefur einnig leitt til samstarfs íþróttaháskólanna á sviði íþróttarannsókna. Erlingur Jóhannsson Höfundur er forstöðumaður íþróttafræðaseturs KHÍ á Laugavatni og er með doktorsgráðu í íþróttafræðum frá Norska íþróttaháskólanum í Ósló. Heilsuefling í skólum Heilsuefling Á fyrstu ráðstefnunni um heilsueflingu, sem haldin var á vegum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar í Ottawa í Kanada árið 1986, var hún skilgreind sem ferli sem auð- veldar fólki að hafa vald á og auka eigið heilbrigði og samfélagsins. Hugtakið nær yfir víðara svið en forvarnir og heilbrigðis- þjónustu. Heilbrigði verður ekki málefni heilbrigðisstéttanna einna heldur þverfag- legt átak allra, allt frá stjórnvöldum til ein- staklinga. Lykilhugtak er máttur, þ.e. að efla mátt og megin einstaklinga og sam- félags við að taka ákvarðanir sem leiða til aukins heilbrigðis og vellíðunar. Árið 1994 var Heilsuefling, samstarfsverkefni heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis og landlæknisembættis, sett á laggirnar til að sinna verkefnum á sviði heilsueflingar. Heilsuefling í skólum Heilsuefling er mikilvæg fyrir börn og unglinga og leiðir til betri heilsu síðar á ævinni. Í skólanum næst til allra nemenda, einnig þeirra sem vegna heimilisaðstæðna eða annars eiga erfitt með að velja heilbrigt líf án utanaðkomandi stuðnings. Heilsuefl- ing í skólum miðar ekki eingöngu að fræðslu og því síður að heilsufarsskoðun, heldur að gera allt umhverfi skólans, lifandi og dautt, að uppsprettu heilbrigðis. Lykil- fólkið er nemendur sjálfir, foreldrar, kenn- arar og annað starfslið skólans, en heil- brigðisstarfsfólk er til stuðnings. Mikil á- hersla er lögð á að efla góð mannleg tengsl sem rannsóknir sýna að stuðla að bættri heilsu og aukinni sjálfsvirðingu. Evrópusamstarf um heilsueflingu í skólum Árið 1992 hófst í Evrópu verkefnið „European Network of Health Promoting Schools“, en það er samstarfsverkefni Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Evrópu- ráðsins og Evrópusambandsins. Það miðar að því að efla vitund og áhuga kennara og nemenda á heilsueflingu og lögð er rík áhersla á samstarf við foreldra og samfélag. Fjörutíu lönd í Evrópu taka þátt og Ísland varð formlegur þátttakandi í maí 1999. Lögð er áhersla á grasrótarstarf og frum- kvæði skólanna með stuðningi umsjónarað- ila og yfirvalda. Ákveðin skilyrði eru fyrir inngöngu sem tengjast fjölda skóla, mark- vissri verkefnaáætlun og skipulagi innan- lands. Formleg samþykkt menntamála- og heilbrigðisyfirvalda þarf að liggja fyrir og mikil áhersla er lögð á samræmda stefnu á öllum stjórnsviðum (stjórnvöld, sveitar- stjórnir, heilsugæsla og skóli). Ekki eru veittir styrkir í verkefni á landsvísu en um- sjónarskrifstofa veitir ráðgjöf og stuðning með því að miðla upplýsingum um efni, aðferðir, verkefni, gerð handbóka og halda námskeið, fundi og ráðstefnur. Heilsuefling í skólum á Íslandi Sameiginlegt þriggja ára þróunarverkefni sem menntamálaráðuneyti, heilbrigðis- ráðuneyti og landlæknisembætti standa að. Verkefnisstjóri var ráðinn í janúar 2000. Íþróttafræði - he i lsuef l ing 15 Íþróttafræði og íþróttastarfsemi Íþróttakennsla Íþróttafélög Líkamsrækt Útivist Skólar Frítími Vinnustaðir Ferðalög Endurhæfing Börn Unglingar Fullorðnir Aldraðir Afreksfólk Íþróttafólk Almenningur Myndi 1. Íþróttafræðingar mynda mikilvæg tengsl á milli íþróttafræðslu á ýmsum stigum, á margvíslegum vettvangi og hjá mismunandi markhópum. Íþróttafræði Hugmyndafræði Íþróttagreinar Knattleikir Sund Fimleikar og leikfimi Dans og þolfimi Frjálsíþróttir Spaðaíþróttir Fangbrögð Golf Stoðgreinar Raungreinar Heilsufræði Sálarfræði Samfélagsfræði Tómstundir og félagsmál Samþætting Hreyfiþroski Þjálffræði Hreyfingarfræði Næringarfræði Kennslufræði Heilsurækt Útivist Rætur og miðlun Kennsla, þjálfun, leikur, afreks- íþróttir, leiðbein- endur, unglingar, börn, fullorðnir, eldra fólk Mynd 2. Skipan og hugmyndafræði námsins byggist á íþróttagreinum, stoðgreinum íþróttanna og samþættingargreinum sem eiga svo að skila sér til dæmis í góðri íþróttakennslu.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.