Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 6
Árið 2000 var ár stærðfræð- innar, af því tilefni ákvað stjórn Flatar að hafa dag stærðfræðinnar og varð 27. september fyrir valinu. Gefið var út ritið Rúmfræði, verkefni og hugmyndir, og dreift í alla skóla landsins þeim að kostn- aðarlausu en margar skóla- skrifstofur og KÍ styrktu útgáf- una. Nú hefur verið ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði og gefa út námsefni í tilefni dagsins þegar aðstæður og fjármagn leyfa. Dagur stærðfræðinnar verður aftur þann 27. sept- ember í ár, 2001. Þemað er stærðfræðin í umhverfinu og lögð áhersla á þátt foreldra í heimanámi barna. Af þessu tilefni er komið út ritið Dagur stærðfræðinnar 27. september 2001, heimaverkefni í stærðfræði. Í því eru hug- myndir um heimavinnu sem nemendur geta leyst með aðstoð foreldra og gefur það tækifæri til að tengja saman stærðfræði- vinnu í skólum og á heimilum. Heimaverkefnin eiga að dýpka skilning nemenda á stærðfræði- námi sem fer fram innan veggja skólans. Þau geta einnig gefið foreldrum/forráðamönnum upplýsingar um þekkingu og kunnáttu barna sinna og er ætlað að stuðla að jákvæðu viðhorfi barna og foreldra/forráðamanna til stærðfræði. Verkefnin eru fyrir nemendur í 1.-10. bekk og byggjast mörg á því að nemendur geri athugan- ir á umhverfi sínu og leysi síðan verkefni. Jón- ína Vala Kristinsdóttir er aðal höfundur ritsins en Guðrún Angantýsdóttir og Kolbrún Hjalta- dóttir hafa samið flest verkefnin fyrir mið og elsta stigið. Allar eru þær reyndir stærðfræði- kennarar og hafa notað verkefnin í kennslu. Heimaverkefni í stærðfræði kostar 1200 kr. en 800 kr. ef keypt eru tíu eintök eða fleiri. Pantið hjá: Ragnheiði Gunn- arsdóttur rgunn@ismennt.is eða Guðrúnu Angantýsdótt- ur gan@ismennt.is Vikuna 23. til 28. september verður sýning í Kringlunni og á fleiri stöðum úti á landi á hluta af þeim myndum sem sendar voru í Teiknisamkeppni Flatar sem var haldin nú í vor. Þátttaka var mjög góð og bárust um 750 myndir. Verðlaunamyndirnar þrjár prýða veggspjald sem hefur verið sent í alla skóla til þess að minna á dag stærðfræð- innar. Það er von okkar í Fleti að Heimaverkefni í stærðfræði verði keypt í alla skóla og að sem flestir taki þátt í degi stærðfræðinnar þannig að hann verði til þess að nemendur átti sig betur á stærðfræðinni í umhverfinu, auki fjölbreytni í vinnubrögðum og efli áhuga foreldra á stærðfræðinámi barna sinna. Dagur stærðfræðinnar 27. september 2001 Frétt i r og smáefni 7 Sænsku kennarasamtökin hafa gefið út 24 bls. bækling sem ber heitið Att motarbeta nazism och rasism i skolan. Í formála dómsmálaráðherra, Laila Freivalds, segir meðal annars: „Skólinn er mikilvægasta stofnunin í baráttunni gegn þessum skoð- unum, til langs tíma litið. Mikilvægari en heimilin og foreldrarnir að því leyti til að ég er þess fullviss að flest ungmenni, sem ganga til liðs við andlýðræðislegan boðskap af þessu tagi, koma frá heimilum sem hefur mistekist að innræta og styrkja grunngildi lýðræðisins.“ Í bæklingnum er að finna upplýsingar um helstu tákn nasismans og upptalningu á hljómsveitum sem spila sk. vit-makt tónlist (hvítt vald). Kennurum er bent á ákvæði í stjórnarskránni, refsilöggjöf, skólalögum og víðar í lagabókstafnum sem þeir geta notað gegn kynþáttahatri og nasisma og einnig eru þeir upplýstir um hvaða að- gerða þeir geta gripið til og hverra ekki. Jafnframt er rætt um mikil- vægi fyrirbyggjandi aðgerða og til dæmis hvatt til að farið verði að kenna fyrr um heimsstyrjöldina síðari en nú er gert í Svíþjóð, en sú kennsla hefst í 9. bekk. Lögð er áhersla á að styðja foreldra barna sem hafa ánetjast hugmyndafræði nasismans. Gefin er uppskrift að verkáætlun í sex liðum til að fyrirbyggja að hugmyndafræði kynþáttahaturs og nasismi skjóti rótum í skólanum. Loks er bent á ýmis sænsk rit og tengiliði sem veita upplýsingar, m.a. slóðina www.quickresponse.nu sem er á veg- um ungliðahreyfingar Rauða krossins. Þar er leit- ast við að fjalla um þessi mál á ábyrgan hátt og veita upplýsingar, byggðar á staðreyndum, sem miða að því að kveða niður útlendingahatur og kynþáttahyggju, auk þess að fylgjast með umfjöll- un í fjölmiðlum um málefni nýbúa. Hægt er að panta bæklinginn hjá sænsku kenn- arasamtökunum, slóðin er www.lararforbundet.se og bæklingurinn kostar SEK 8,-. Einnig er hægt að sækja hann ókeypis á pdf formi. Leitið undir Beställ material og veljið þar Så här tycker Lärar- förbundet. Þar er einnig að finna fleiri áhugaverð smárit, svo sem bæklinginn Så kan skolan före- bygga våld, hot och mobbning. Áhugaverðir sænskir bæklingar Gegn nasisma og kynþáttahatri Breytingar á félagsgjöldum Félagsmenn athugið: Félagsgjöld nema nú 1,75% af föstum mánaðarlaunum í dagvinnu en námu 2% áður.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.