Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 9
ekki tónlistarmenntaðir og tónlistarkennsla þeirra því ekki nógu markviss. Eins og að framan sagði eru nemendur í Gymnasium úrvalsnemendur og miðað við þekkingu ís- lenskra jafnaldra þeirra í tónlist standa þýskir miklu framar. Allir nemendur í Gymnasium og Realschule eru um ferm- ingaraldur að fást við sömu tón/hljóm- fræðilegu atriði og kennd eru í tónlistar- skólum hér á landi. Þótt mér virtist ekki mikill munur á tónlistarlegri kunnáttu nemenda í þessum tveim skólagerðum eru námskröfurnar greinilega aðrar og meiri í Gymnasium. Þar er unnið með sígilda tón- list og hún notuð sem efniviður til kennsl- unnar en í Realschule er meira unnið með léttari tónlist, þjóðlagatónlist, góða slagara og söngleiki í bland við sígilda tónlist. Í Hauptschule er svipuð áhersla og í Realschule en kröfurnar sem gerðar eru þar eru greinilega minni og aðbúnaður allur einnig lakari. Þessar ályktanir mínar eru þó allrar aðgátar verðar þar sem ég al- hæfi dálítið út frá heimsókn í aðeins fjóra skóla. Aðstaða til fyrirmyndar Sérstaka athygli mína vakti gríðarlega góður bóka-, tækja- og hljóðfærakostur í öllum skólunum, og þó ekki síst í Realschule og Gymnasium. Alls staðar voru mjög rúmgóðar stofur þar sem bæði voru 30 borð og stólar og svo mikið rými til hreyfingar þar fyrir utan. Í hverri tón- listarstofu var flygill, mikið úrval alls kyns slagverkshljóðfæra og annarra hljóðfæra, misjafnt eftir stofum. Hljómflutningstæki voru alls staðar, svo og upp- tökutæki.Víðast voru einnig rafhljóðfæri, trommusett, magnarar og annað sem þarf til flutnings rafmagn- aðrar tónlistar. Til gamans læt ég fylgja hér með upp- talningu á þeim hljóðfærum sem lágu frammi í tónlistar- stofu Hermann Greiner Realschule: Flygill, píanó, trommusett, Yamaha raf- flygill, synthesiser, tölva, tveir mixerar, 500w stereo hljóðkerfi m. tónjöfnurum, fimm þráðlausir hljóðnemar, kennaraborð m. innbyggðum hljómflutningstækjum, tveir hljóðnemar sítengdir við upptökutæki í kennaraborði, tvö sjónvörp, myndvarpi, tvö selló, tvær lágfiðlur, marimba. Auk þessa var svo um 15 fermetra geymsla inn af stofunni með skápum frá gólfi til lofts á öllum veggjum þar sem geymd voru öll hugsanleg Orffhljóðfæri, nokkrir gamlir synthesiserar, gítarar, bæði raf- og akkustiskir, rafbassar og eflaust fleira sem mér tókst ekki að festa á blaðið. Einnig var í geymslunni mikill og álitlegur bókakostur, bæði nemendabækur og hand- bækur fyrir kennara, svo og safn hljóm- diska með alls kyns tónlist. Uppfærsla söngleikja Þótt þessi upptalning eigi við stofuna í þessum eina skóla var aðbúnaður svipaður í hinum tveimur Gymnasium-skólunum sem ég heimsótti. Það sem þessi hafði fram yfir var meiri raftækjakostur sem helgast af því að skólinn sérhæfir sig í flutningi söng- leikja sem hann setur upp annað hvert ár. Ágóði af sýningunum er notaður til að bæta tækjakost tónlistarstofunnar. Á síðustu tíu árum hefur Hermann Greiner skólinn m. a. flutt söngleikina Grease, West Side Story og Cats. Í ár vinnur hann að undirbúningi söngleiksins Tommy sem flytja á í vor (greinin er skifuð í kjölfar heimsóknarinnar í mars, ath.semd blaðsins). Undirbúningur tekur eitt ár og er mjög markviss. Fjórir kennarar bera ábyrgð á honum, einn sér um þjálfun söngvara og söngatriða, annar um þjálfun hljóðfæraleik- ara og hljómsveitar, þriðji um þjálfun dans- ara og dansatriði og sá fjórði um búninga og svið. Hljóðfæraleikarar koma flestir úr röðum nemenda en þó þarf stundum að leita til foreldra til að fylla í skörð sem nemendur eru ekki færir um. Að sjálfsögðu verða kennararnir fjórir að vinna mjög náið saman að verkefninu og til gamans má geta þess að þeir áttu sérstakt borð á kaffistof- unni. Aðbúnaður til tónmenntakennslu í Hauptschule og Grundschule var sýnu lak- ari en í hinum skólunum. Sá skóli sem ég heimsótti og hýsti bæði þessi skólastig var Wilhelm-Maier-Schule í Neckarsulm. Þar var rúmgóð tónmenntastofa með góðri geymslu þar sem geymd voru ásláttarhljóð- færi ýmiss konar. Í stofunni var píanó og hljómflutn- ingstæki og skápar á einum vegg frá lofti til gólfs með smærri hljóðfærum, bókum, hljómdiskum og plötum. Kennslustund í Hermann Greiner Realschule Ég læt að lokum fylgja það sem ég punktaði hjá mér í einni af kennslustund- unum sem ég sat. Þetta var tími hjá 7. bekk í Hermann Greiner Realschule, 27 nem- endur voru viðstaddir þennan dag en þeir eru 30 í bekknum. Tíminn hefst á því að nemendur standa upp og heilsa kennaranum í kór. Að því loknu fer hr.Wensel að ræða um tónteg- undir og það sem að þeim lýtur. Þankahríð nemenda leiðir til dúr/moll, tónhæðar, grunnhljóma (I, IV, V) krossa og béa, texta, Evrópa 11 Hann sat við flygilinn og lék eina af preludium Bach af fingrum fram svo að unun var á að hlýða, útskýrði hana jafnóðum fyrir nemend- um, sem punktuðu hjá sér það sem fram kom jafnframt því að hlusta, og útskýrði fyrir mér á blöndu af ensku, dönsku og þýsku það sem verið var að vinna að - og stöðugt gekk Bach snurðulaust.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.