Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason Ritstjórn: Auður Árný Stefánsdóttir, Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Stefánsdóttir, Magnús Ingvason, María Palmadóttir, Sigurrós Erlingsdóttir Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristinsn@islandia.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf. Forsíðumynd: Jón Svavarsson Forsíðumynd er af Norræna húsinu í Reykjavík Kaffispjall Þetta er ár mikilla tíðinda í Kennarasambandinu. Tímamóta- samningar á grunn- og framhaldsskólastigi koma til fram- kvæmda, margslungnir og nútímalegir, hvort sem mönnum kann að líka það betur eða verr. Tónlistarskólakennarar berjast við skilningssljóa viðsemjendur. Leikskólakennarar ganga inn í sambandið. Þegar ég skrepp í kaffi með Línu segir hún mér að áður hafi verið kaffistofa þar sem Hjördís er með litla skrifstofu núna. Elna segir mér að herbergið sem ég deili með Helga hafi verið funda- og geymsluaðstaða fyrir fagfélög. Á vegg uppi í risi hanga teikningar að fyrirhuguðum breytingum á skipulagi hússins, okkur vantar fleiri skrifstofur vegna stækkunar félags- ins. Lína segir mér líka að kaffiaðstaða á móttökuhæðinni hafi verið hugsuð þannig að félagsmenn gætu litið inn án þess að eiga sérstakt erindi, bara til að spjalla um daginn og veginn og fá sér kaffi. Það gekk ekki eftir. Enginn er jafngestrisinn og býður fólk jafnhlýlega velkomið og Lína, það veit ég, svo að líklega er fólk bara of upptekið við vinnu sína eða kannski er einhver stofn- anablær á okkur, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að við erum stéttarfélag. Kaffið er ekki lengur í móttökunni en öllum er velkomið að labba upp í ris, skoða breytingarnar sem hafa verið gerðar á því og fá sér kaffi í leiðinni. Og spjalla við mig eða Ómar eða Mar- gréti eða Guðrúnu Ebbu eða Valgeir eða... í litlu setustofunni framan til (það eru myndir af okkur öllum á heimasíðunni) og velta vöngum yfir hvað næstu ár bera í skauti sér fyrir kennara. Kannski hafið þið líka skoðun á breytingatillögunum sem hanga uppi á vegg. Þetta er jú húsið okkar allra. Og ykkur að segja er stundum árans fjári tómlegt hérna eftir að allir skemmtilegu framhaldsskólakennararnir hurfu á braut í verkfallslok. Þrátt fyrir að okkur vanti fleiri skrifstofur. Útlönd í deiglunni Kennarasambandið hefur einnig verið talsvert virkt í norrænu samstarfi á árinu. Norrænar aðferðir í skólamálum eiga margt sammerkt og önnur Evrópulönd hljóta að kynna sér þær í aukn- um mæli samhliða gorkúluvexti í Evrópusamstarfi. Norræna kennarasambandið (Nordiska Lärarorganisationers Samråd, NLS) fundaði á Íslandi á árinu, bæði stjórn sambandsins og grunn- og framhaldsskóladeildir þess hvor um sig. Norrænir tónlistarskólakennarar þinguðu í Færeyjum í sumar. Norður- löndin eru í augum annarra þjóða að mörgu leyti ein heild og það eiga Norðurlandaþjóðir að nýta sér í kynningarstarfi og til áhrifa, jafnt í skólamálum sem á öðrum sviðum. Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Greinar Dagur stærðfræðinnar 7 verður haldinn 27. september, skólar eru hvattir til þátttöku. F-skólum fjölgar ört í Svíþjóð 8 Mikil umræða fer nú fram í Svíþjóð um svokallaða F-skóla, eins og fram kom á NLS-fundum í vor. Helgi E. Helgason segir frá. Á tónlistarslóðum 10 Heimsókn Guðmundar Óla Sigurgeirssonar í fjóra þýska skóla. Evrópskur tungumáladagur 13 verður haldinn 26. september, skólar eru hvattir til þátttöku. Nútímalegt nám í íþróttafræðum 14 Erlingur Jóhannsson segir frá breytingum á inntaki, skipulagi og áhersluþáttum íþróttafræðináms. Heilsuefling í skólum 15 Um sameiginlegt þriggja ára þróunarverkefni menntamálaráðu- neytis, heilbrigðisráðuneytis og landlæknisembættis eftir Önnu Leu Björnsdóttur. Nokkur ráð fyrir nýja skólastjóra 18 Fyrstu dagarnir í skólastjórastarfi geta skipt sköpum um álit skólasamfélagsins á nýjum leiðtoga. 99% nemenda vilja kaupa hádegismat í skólanum 20 Þetta kemur fram í könnun sem var gerð í Hvassaleitisskóla í tengslum við Comeniusarverkefni. Skólaminjasafn 21 Skarphéðinn Jónsson kynnir hugmynd sína um skólaminjasafn sem að hans mati vantar tilfinnanlega í íslenska safnaflóru. Skólaheimsókn til Bournemouth 22 Hafdís Bára Kristmundsdóttir segir frá heimsókn til Suður Bretlands í sumar, áhersla var lögð á að kynnast tölvunotkun í kennslu og fræðast um gæðastjórnun og mat á skólastarfi. Tónlistin og barnið 24 Námstefna norrænna samtaka tónlistaruppalenda, haldin í Færeyjum í sumar. Kristín Stefánsdóttir skrifar. Fastir liðir Formannspistill 3 Þorsteinn Sæberg skrifar. Gestaskrif 5 Þorgerður Einarsdóttir býður í kaffi. Vefanesti 6 Fréttir og smáefni 6, 7, 12, 17, 19, 20, 23 Starfstengd siðfræði (6), Bæklingur gegn nasisma og kynþátta- hatri (7), Að næra hjartað - um uppeldi erfiðra barna (12), Hvað er eiginlega hægt að lesa á eftir Harry Potter? (19), Vika símenntunar (20) og Heimasíðufréttir (23) o.fl. Skóladagar 8 Myndasaga Skólavörðunnar. Kjaramál 25, 26, 27 Blikur á lofti í fjármálum framhaldsskólanna, eilífar frestanir á samningafundum með tónlistarskólakennurum, grunnskólakenn- arar á eftirlaunum, 1. ágúst runninn upp í grunnskólum. Smáauglýsingar og tilkynningar 28, 29 Athugið að dagskrá skólamálaþings er birt á bls. 28. Smiðshöggið 30 Kemur mér það við? Rósa Eggertsdóttir skrifar um leshömlun og hann Pétur sem fékk ekki þá kennslu sem hann þurfti.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.