Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 17
samstarf skipulagt (til dæmis innan greina, árganga)? Hverjir sitja í kennararáði, hvernig fara kennarafundir fram, hverjir eru fagstjórar, árgangastjórar...? • Hvernig eru nýir kennarar studdir í starfi? • Hvernig er félagsstarfi kennara háttað og hvert er hlutverk skólastjóra hvað það varðar? • Hvernig er staðið að endur- menntun? • Hvernig er forfallakennsla skipulögð? Námsgögn og kennsla: • Hvernig eru teknar ákvarðanir um inn- tak kennslunnar og námsgögn? • Hvaða framboð er á valgreinum svo og tómstunda- og félagsstarfi á vegum skól- ans? Hverjir sjá um skipulag og er úrbóta þörf? • Hvernig starfar skólasafnið og hvernig er unnið með upplýsingalæsi? • Hvernig er staða upplýsingatækni í skólanum, nýting hennar í kennslu? Samskipti: • Hvernig er upplýsingum miðlað frá stjórn til starfsmanna og nemenda og er það daglega? • Hversu virk er skólanefndin? • Hvernig eru samskipti við þá sem standa utan skólans og hvaða samskiptaað- ferðir eru notaðar? • Hvaða viðburðir tengja skólann við samfélagið? • Kynntu þér hverjir starfa í foreldraráði og eru virkir í foreldrafélagi, einnig hverjar áherslurnar eru. keg Ráð undir r i f i hver ju 19 Heyrst hefur að fjölmargir krakkar, ekki síst strákar, hafi fyrst fengist til að opna bók og kynnst undraheimi hins ritaða orðs í gegnum Harry Potter. En hvað tekur svo við? Hér eru nokkrar góðar bækur sem eru ýmist fáan- legar á ensku eða íslensku. Enskan þvælist ekki fyrir hörðustu Harry Potter aðdáendum. Þeir eru svo spenntir að þeir geta ekki beðið eftir nýjustu bókinni í íslenskri þýðingu og eru fyrir vikið farnir að lesa heilu doðrant- ana á máli Engilsaxa. 1. Artemis Fowl eftir Ioin Colfer. Þessi bók fæst hjá Bóksölu stúdenta og kostar 1250 krónur. Framhald og bíómynd eru á leiðinni og aðdáendur segja að Harry Potter sé eins og mömmustrákur í samanburðinum. Fyr- ir tíu ára og eldri. 2. Holes eftir Louis Sachar. Spennandi og drepfyndin en um leið átakanleg bók fyr- ir tíu ára og eldri. Aðalpersónan heitir Stanley Yelnats...og nafnið er ekki það eina sem má lesa jafnt aftur á bak og áfram í lífi og örlögum Stanleys og fjölskyldu hans. 3. Gyllti áttavitinn eftir Philip Pullman. Fyrsta bókin í syrpu, sumir segja að næstu tvær séu enn betri þótt undirrituð skilji ekki hvernig það er hægt. Frábærar ævintýra- bækur sem ná ekki síður til fullorðinna en barna. Settar í flokk með Narníubókunum (C.S. Lewis) og Hringadróttinssögu Tolkiens en eru samt allt öðruvísi. Sumum finnst byrjunin á fyrstu bókinni fráhrindandi, látið það ekki fæla ykkur frá að halda áfram. Fyrir níu ára og eldri. 4. Illa byrjar það - úr bálki hrakfalla eftir hinn dularfulla Lemony Snicket (dulnefni). Fyrsta bókin hefur verið þýdd. Saga sem byrjar illa og fer verr. Svolítið í anda Roald Dahl, fyndin, kuldaleg og minnir krakka á að fullorðnir standa ekki alltaf með þeim. Illa byrjar það er hins vegar mjög stutt bók og byggð upp eins og smásaga, þ.a.l. ekkert í líkingu við að lesa heila og margslungna skáldsögu og ætti ekki að hafa væntingar til hennar sem slíkrar. Þetta er atvikssaga (anecdote) en athyglisverð sem slík. Fyrir níu ára og eldri. 5. The Dark is Rising eftir Susan Cooper. Fimm bóka flokkur, þar af heitir ein bókanna sama nafni og flokkurinn en sú fyrsta heitir Over Sea, Under Stone. Þessar bækur eru ekki nýjar af nálinni en að sögn þeirra sem til þekkja væru þær mun fræg- ari en Harry Potter ef þær hefðu verið markaðssettar þó ekki væri nema að einum tí- unda á við hann. Og það hljóta að vera meðmæli. Höfundur sækir í írskar og velskar þjóðsagnir og vefur sögu sem mér skilst að haldi lesendum rækilega föngnum. Fyrir tíu ára og eldri. 6. The Redwall Series eftir Brian Jacques, röð, tólfta bókin kom út í janúar á þessu ári. Sökktu þér ofan í þennan heim og þú munt ekki iðrast þess, segja gagnrýnendur. Þessar bækur eru að mati lesenda ævintýri eins og þau gerast best, spennandi, dul- arfull, óvænt og skemmtileg. Fyrir níu ára og eldri. 7. The Prydain Series eftir Lloyd Alexander. Fyrsta bókin í röðinni heitir The Book of Three. Þessar bækur eru nokkurra áratuga gamlar en standa alltaf fyrir sínu og hafa nýlega verið endurútgefnar. Gagnrýnandi sem las þær þrettán ára gamall og aftur nú í ár, 35 ára að aldri, segir að þetta hafi verið bækurnar sem komu honum á bragðið að lesa, bækur sem lifa í huga, hjarta og sál, bækur sem gleymast aldrei. 8. First Test eftir Tamora Pierce. Fyrsta bókin í flokki fjögurra um stúlku sem langar að verða riddari. Fyrir níu til tólf ára, góð miðaldalesning að mati þeirra sem til þekkja. Pierce hefur skrifað fleiri bókaflokka sem njóta talsverðra vinsælda. keg Hvað er eiginlega hægt að lesa á eftir Harry Potter? Fleira gagnlegt á vefnum: 1. Í samráði við National College for School Leadership (NCSL) í Bretlandi hefur BBC útbúið gagnvirka efnið Perspectives on Leadership sem hægt er að nálgast á slóðinni http://www. ncslonline. gov.uk/index.cfm?pageID=314 Skólastjórnendur geta lesið sér til og leyst gagnvirk verkefni um hvernig stjórnendur þeir eru, hvað er árangursrík stjórnun og kynnt sér kenningar um stjórnun. 2. Bandarísk síða með yfirskriftina Leadership sem inniheldur mikið af hag- nýtum greinum um stjórnun, http://www. ncrel.org/sdrs/areas/le0cont.htm 3. Danmarks Skolelederforening, www.dsnet.dk, gefur út tímaritið Forum for Skoleledelse sem kemur út tíu sinn- um á ári. Efni úr blaðinu er ekki birt á vefnum en hins vegar ýmsar fréttir og fleira gagnlegt fyrir skólastjórnendur, þar er einnig hægt að panta áskrift að þessu ágæta blaði. 4. Samband danskra sveitarfélaga, Kommunernes Landsforening, heldur úti öflugri heimasíðu og þar er m.a. hægt að sækja bæklinginn Kompetenceudvikling for skoleledere. Slóðin er http://www.kl.dk /18171/ Þessi ráð eru að mestu fengin af heimasíðu PDOnline: Tools for Teachers sem er fagsíða fyrir kennara og skólastjóra á vegum sjónvarpsstöðvarinnar TVOntario í Kanada. Slóðin er www.2. tvo.org/pdonline Bækur

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.