Skólavarðan - 01.08.2001, Page 23

Skólavarðan - 01.08.2001, Page 23
Hilmar Þórðarson og Ríkharður H. Friðriksson kynntu nám í tölvutónlist og fjölbreyttan hugbúnað. Vakti fyrirlestur þeirra mikla athygli. Finnski tónlistarkennarinn Jukka Pietinen kenndi og kynnti finnsk þjóðlög og dansa auk þess að kynna finnska þjóðar- hljóðfærið kantele. Eru slík hljóðfæri víða notuð í finnskum grunn- og tónlistarskól- um. Íslensku þátttakendurnir nutu góðs af þessari kennslu og fengu reyndar aukatíma í stað þess sem tapaðist í þokunni. Nægði kunnáttan til að hægt var að leika undir söng og dansi undir borðum í hátíðar- kvöldverði. Væri mjög vel athugandi að reyna kantele í tónlistarkennslu hérlendis. Ýmsir dagskrárliðir fjölluðu um tónlist- aruppeldi og tónlistarupplifun ungra og jafnvel ófæddra barna, enda meginþema námstefnunnar tónlistin og barnið. Tónlistin og samfélagið í Kópavogi 2003 Á almennum fundi þátttakenda, sem var haldinn síðasta dag námstefnunnar, gerði stjórn NMPU grein fyrir starfi samtakanna undanfarin tvö ár og kynnti framkvæmda- áætlun fyrir komandi starfstímabil. Norð- menn tóku við forsæti NMPU af Dönum á fundinum og einnig var samþykkt stuðn- ingsyfirlýsing við íslenska tónlistarskóla- kennara í kjarabaráttu og áskorun til við- semjenda um að semja tafarlaust um sam- bærileg kjör og eru annars staðar á Norð- urlöndum. Í lok fundarins buðu íslensku stjórnar- mennirnir til 23. námstefnu NMPU sem verður haldin í Tónlistarhúsi Kópavogs dagana 25.-29. júní 2003 með yfirskriftinni Tónlistin og samfélagið. Samtímis verður haldin í Kópavogi hátíð norrænna tónlistar- og listaskólanema og er gert ráð fyrir 300 þátttakendum. Er þetta í fyrsta skipti sem blandað verður saman námstefnu fyrir tón- listaruppalendur og hátíð nemenda en gert er ráð fyrir að tónlistarnemar komi fram á tónleikum á námstefnunni. Það er von skipuleggjenda að þessi nýbreytni takist vel. Kristín Stefánsdóttir Norður lönd 25 Íslensku þátttakendurnir: Ólöf Una Jónsdóttir, Þórunn Björnsdóttir, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, Hafdís Kristinsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Ríkharður H. Friðriksson og Hilmar Þórðarson. Nýr kjarasamningur fyrir grunn- skóla var undirritaður 9. janúar sl. en kom ekki að fullu til fram- kvæmda fyrr en nú í byrjun skólaárs. Því fengu sveitarstjórn- ir, skólastjórnendur og kennarar tíma til að aðlagast þeim breyt- ingum sem samningurinn felur í sér. Þrátt fyrir þennan aðlögunar- tíma voru því miður fáir búnir að ganga frá úthlutun úr „launa- flokkapottinum“ við fyrstu launa- afgreiðslu skv. nýjum kjarasamn- ingi en framvegis er ætlunin að úthlutun sé lokið tímanlega að vori, jafnvel í mars. Ekki hafa allir sama skilning á verkstjórnarþætti skólastjóra. Eins og nafnið ber með sér er verið að færa mun fleiri störf kennara undir verkstjórn skólastjóra en fyrri samningur kvað á um. Í handbók með kjarasamningnum eru leiðbeiningar og listi yfir atriði sem skólastjóri þarf að huga að þegar hann ráð- stafar verkstjórnartímanum, enginn tími er tiltekinn því að skólastjórinn á að fara yfir vinnuframlag með hverjum kenn- ara og nýting á tímum getur verið breytileg milli kennara, frá viku til viku eða mánuði til mánaðar. Mikilvægt er að endur- skoða skiptingu verkstjórnartímans reglulega og rétt að ítreka að launaflokkar úr pottinum eru ekki til að borga fyrir tíma, hann þarf að meta sérstaklega, til dæmis vegna umsjónar með bekk, fagi eða stofu. Um undirbúning stendur í handbókinni: „Tími til undirbún- ings og úrvinnslu telst 20 mínútur að lágmarki fyrir hverja 40 mínútna kennslustund. Skólastjóri metur í samráði við hvern kennara þörf aukins undirbúningstíma sem dregst frá 9,14 klst. verkstjórnarþættinum. Tími til umsjónarstarfa og for- eldrasamstarfs telst ekki hluti af undirbúningstímanum heldur verkstjórnarþættinum.“ Athygli er vakin á að ekki er fjallað um árganga- og fag- stjórn í samningnum en hins vegar var samið um röðun deild- arstjóra. Skólastjóri sækir um heimild til sveitarstjórnar til að ráða deildarstjóra. Talsverðar væntingar eru til kjarasamningsins en hann veld- ur ekki straumhvörfum einn og sér. Hins vegar fá skólar rýmri tækifæri til að þróast og breytast eins og önnur fyrirtæki og mun fleiri ákvarðanir um laun og vinnutíma kennara flytjast út í einstaka skóla. Allt veltur á framkvæmdinni, hvernig skólum tekst að fara með aukin völd og áhrif, og síðast en ekki síst hvernig sveitarfélög höndla kjarasamninginn, hann er ekki kvótabundinn heldur er ætlast til að þau taki ákvörðun um stjórnun og yfirvinnu í hverjum skóla fyrir sig. Guðrún Ebba Ólafsdóttir formaður Félags grunnskólakennara Grunnskóli 1. ágúst runninn upp Kjaramál

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.