Skólavarðan - 01.08.2001, Page 18

Skólavarðan - 01.08.2001, Page 18
Hvassaleitisskóli hóf haustið 2000 að vinna að tveimur Sókrates/Comeníusar sam- starfsverkefnum með sex erlendum skólum á vegum Evrópusambandsins. Alþjóða- skrifstofa háskólastigs/Landsskrifstofa Sókratesar er tengiliður þessa samstarfs á Íslandi. Verkefnin sem unnið er að heita: Ég hef gaman af að fara í skólann og Skip og skipaleiðir. Samstarfsverkefnin ganga undir nafninu Comeníus og eru þátttakendur í verkefn- inu um skólann frá Þýskalandi, Slóveníu og Tékklandi en verkefnið um skipin er unnið með skólum frá Þýskalandi, Póllandi og Litháen. Ég hef gaman af að fara í skólann Markmið verkefnisins Ég hef gaman af að fara í skólann er að bæta skólastarf á ýmsan hátt, svo sem að skólaumhverfið verði vist- vænna fyrir nemendur og ekki síst að stuðla að bættri líðan þeirra. Til þess að kanna viðhorf nemenda til þessara þátta voru lagðar 29 spurningar fyrir alla nemendur skólans í 5. til 10. bekk og voru þær unnar af þeim sjálfum. Þegar niðurstöður könnunarinnar lágu fyrir í hverju landi var reynt að bregðast við með því að lagfæra og aðlaga þá þætti sem nemendum fannst betur mega fara. Margt áhugavert kom fram í könnuninni. Í Hvassaleitisskóla óskuðu til dæmis 99% nemenda í 5. til 10. bekk eftir því að fá að kaupa hádeg- ismat í skólanum. Sala á hádegismat til nemenda í 1. til 4. bekk hófst í byrjun nóvem- ber sl. og einnig var reynt að verða við óskum nemenda í eldri bekkj- um skólans. Í framhaldi af því var svo í des- ember farið að bjóða eldri nemendum upp á að kaupa hádegismat. Þetta fyrirkomulag hefur reynst einstaklega vel. Annað mjög áhugavert kom fram í könn- uninni. Mörgum nemendum fannst þeir vera þreyttir að skóla loknum. Kennarar töldu það benda til þess að nemendur færu of seint að sofa og var gert átak í að reyna að breyta því. Skip og skipaleiðir Markmið verkefnisins Skip og skipaleiðir var að fá nemendur til að skoða líf og lifn- aðarhætti fólks sem hefur unnið að sjó- mennsku og var lögð áhersla á að nem- endur sjálfir sæktu fólkið heim. Þeir fóru víða að leita fanga, m. a. til Stokkseyrar, Eyrarbakka og suður með sjó til að tala við sjómenn og fólk sem tengist sjósókn. Þeir tóku viðtölin við fólkið upp á myndband, klipptu það til og settu við það enskan texta. Fyrirhugað er að koma efninu frá öllum löndunum fyrir á sameiginlegum geisla- diski. Auk þess að taka þátt í áðurnefndum verkefnum unnu nemendur skólans kynn- ingu á lífi og starfi Hvassaleitisskóla, tóku ljósmyndir og skrifuðu texta við þær á ensku. Nemendur allra landanna hafa skrifast á allan tímann og í gegnum bréfaskriftirnar hafa þeir gert sér grein fyrir því að þeir lifa svipuðu lífi þrátt fyrir ólíkar aðstæður. Vinnan við verkefnin hefur verið mjög fjöl- breytt, skemmtileg og hugmyndaauðgandi fyrir kennara og ekki síður nemendur og tvímælalaust leitt til aukins skilnings þeirra á sameinaðri Evrópu. Pétur Orri Þórðarson Evrópa 20 Comeniusarverkefni í Hvassaleitisskóla 99% nemenda vilja kaupa hádegismat í skólanum Vika símenntunar verður haldin dagana 3.-9. september n.k. Vikan sem haldin er á vegum menntamálaráðuneytisins, er nú haldin í annað sinn hér á landi og sér MENNT um skipulagningu og framkvæmd hennar í samvinnu við símenntunar- miðstöðvar víða um land. Yfirskrift vikunnar í ár er: „Ísland og umheimurinn - tungumál og tölvukunnátta“. Ýmsir viðburðir tengdir þema átaksins verða í gangi alla vikuna auk þess sem Vika símenntunar er ætluð til að vekja athygli fólks á mik- ilvægi þess að afla sér þekkingar allt lífið. Tilkomu Viku símenntunar má rekja til þess að á 30. aðalráðstefnu UNESCO árið 1999 var samþykkt að hvetja aðildarlöndin til að halda árlega svokallaða „adult l earners week“ frá og með árinu 2000 í tengslum við alþjóða læsisdaginn 8. sept- ember. Dagskrá Viku símenntunar er fjölbreytt þannig að hún höfði til sem flestra. Meðal dagskrárliða má nefna námskynningar, símenntunardag í fyrirtækjum, vefsíðu, málþing, fræðsluhátíð o.fl. Málþing á Hótel Loftleiðum 5. september 2001 Miðvikudaginn 5. september verður haldið málþing í tilefni Viku símenntunar. Málþingið sem haldið verður á Hótel Loftleiðum hefst kl. 13:00 og verður það að öllum líkindum sent út í fjarfundabúnaði. Málþingið ber yfirskriftina „Ísland og um- heimurinn - tungumál og tölvukunnátta“ Hver er framtíðin - hvert stefnir? Meðal fyrirlesara verða, auk Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra: Páll Kr. Pálsson for- stjóri 3p Fjárhús, Eyþór Eðvarðsson IMG, Guðrún Magnúsdóttir forstjóri ESTeam AB, Arthúr Björgvin Bollason Sögusetrinu á Hvolsvelli og Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri. Slóðin að heimasíðu Viku símenntunar er http://mennt.is/simenntun/ Vika símenntunar Þórunn Kristinsdóttir aðstoðarskólastjóri og Pétur Orri Þórðarson skólastjóri í mötuneyti hvassaleitisskóla Frétt

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.