Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.08.2001, Blaðsíða 4
Í vetur áttu framhaldsskólakennarar í sinni lengstu kjaradeilu eftir að þeir fengu verkfallsrétt um miðjan níunda áratuginn ásamt öðr- um ríkisstarfsmönnum. Verkföll eru neyðarúrræði sem enginn grípur til að gamni sínu. Það er aðferð til að sýna alvöru máls þeg- ar allar bjargir eru bannaðar, þegar fólki er svo misboðið að ekki verður lengur við unað. Að því leyti eru verkföll virðingarverð; stétt sem hefur döngun í sér til að fara í verkfall hefur einnig sjálfsvirðingu til að sinna starfi sínu með reisn. En þetta er bara ein hlið á málinu. Verkfall er aðeins leið í kjara- baráttu og henni þarf að gefa inntak og merkingu. Rökstyðja þarf þær aðgerðir sem gripið er til og renna haldbærum stoðum undir þann málstað sem hafður er í frammi. Í þessu ljósi er athyglisvert að rifja upp rökin eins og þau voru í upphafi, fyrir hálfum öðrum áratug. Framhaldsskólakennarar voru þá í samfloti við BHMR og krafan hljóðaði upp á markaðslaun. Rökin um markaðslaun eru tvíeggjuð. Eðli málsins samkvæmt miðast þau við framboð og eftirspurn, þau eru háð markaðsaðstæð- um og hækka þegar vel árar en lækka í harðæri. Þetta munu margir á einkamarkaði hafa upplifað undanfarið. En þess er skemmst að minnast að mörgum fagstéttum hefur reynst erfitt að finna raun- hæfa markaðsviðmiðun. Það er auðvelt fyrir stéttir sem vinna bæði í einka og opinberum geira eins og lögfræðingar og viðskiptafræð- ingar. Aðrir eru aðeins í opinberri þjónustu, til dæmis kennarar og heilbrigðisstarfs- menn. Sem betur fer, segja margir núna á tímum markaðsvæðingar í heilbrigðisþjón- ustu og menntakerfi. Eða ber kannski að fagna einkarekstri í menntakerfinu? Er nú loks að fæðast sú beinharða markaðsviðmið- un sem kennara hefur svo lengi skort? Nei, þetta er ekki hugsað sem útúrsnún- ingur á málflutningi kennara. Ég veit vel að markaðsrökin miðast við stéttir í einkageira með sambærilega ábyrgð, hæfni og mennt- un. Markaðurinn kærir sig hins vegar koll- óttan um formlegar prófgráður. Þar eru margir ofmetnir til launa og aðrir vanmetn- ir, miðað við hæfni og ábyrgð. Nægir þar að nefna kannanir sem sýna að órökstuddur launamunur eftir kynferði sé síst minni og jafnvel meiri í einkageira en opinberum. Markaðurinn er nefnilega ekki alvitur heldur þröngsýnn og óupplýstur. Fyrir kjarabaráttu þýðir þetta að ekki er bæði sleppt og haldið. Sú aðferð að byggja launakröfur á menntun og hlutlægu mati á inntaki starfa er við- leitni til að renna faglegum stoðum undir baráttuna. Hún byggist á þeirri forsendu að mennt sé máttur og að aukin menntun kennara auki hæfni þeirra. Sú forsenda er mikilvæg fyrir stétt sem vinnur við að mennta aðra og í raun kannski eina leiðin til að gera starf hennar trúverðugt. Fleiri sjónarmið í sama anda hafa komið upp. Árið 1997 komu út hagfræðikannanir sem sýndu að arðsemi menntunar væri neikvæð, - og neikvæðari fyrir opinbera starfsmenn en starfsmenn í einka- geira. Á mannamáli þýðir það að maður „tapar“ á að mennta sig og ríkisstarfsmenn meira en aðrir. Náskylt þessum hugmyndum er hugtakið atgervisflótti sem sagður var brostinn á vegna slakra kjara. Eins og markaðslaunakrafan er atgervisflóttinn tvíbent rök- semd. Hvaða skilaboð gefur stétt sem talar svona um sjálfa sig? Væntanlega að allt almennilegt fólk sé horfið til betur launaðra starfa og eftir séu aðeins metnaðarlausir tréhestar. Þessar röksemd- ir geta snúist upp í andhverfu sína. Ef atgervisflótti hefur hrakið hæfasta fólkið í burtu er líklega vanhæfasta fólkið eftir, sem aftur grefur undan kröfum um að greiða sérstaklega fyrir hæfni. Sem betur fer meta margir starf sitt það mikils að þeir eru því trúir þótt kjör séu tímabundið lakari en góðu hófi gegnir. Þetta held ég eigi við um stóran hluta kennarastéttarinnar og margar heilbrigðis- og umönnunarstéttir. Þetta má líka nota sem rök í fag- legri baráttu. Í kjarasamningum sjúkrahúslækna er að finna hug- takið helgunarálag sem er umbun til þeirra sem standast freistingar einkarekstrar og helga sig sjúkrahúsvinnu. Þótt aðstæður kennara séu aðrar en lækna má kannski halda hugmyndinni til haga. Því að þegar allt kemur til alls er hollusta við starf sitt, faglegur áhugi og umhyggja fyrir skjólstæðingum sterkari og haldbetri rök í faglegri baráttu en talið um markaðslaun og atgervisflótta. Þorgerður Einarsdóttir Höfundur er félagsfræðingur og stundar kennslu og rannsóknir í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er gift og á þrjú börn. Markaðslaun, atgervisflótti og sjálfsvirðing Ges task r i f Hvaða skilaboð gefur stétt sem talar svona um sjálfa sig? Væntanlega að allt almennilegt fólk sé horfið til betur laun- aðra starfa og eftir séu aðeins metnaðarlausir tréhestar. 5

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.