Skólavarðan - 01.01.2003, Side 2

Skólavarðan - 01.01.2003, Side 2
Í Félagi leikskólakennara hefur verið rætt töluvert um hvort ekki sé löngu tíma- bært að leikskólanemendur eigi rétt á hluta af leikskóladvöl án þess að tekin séu gjöld af foreldrum þeirra. Í stefnu Félags leikskólakennara segir: „FL telur að leikskólinn eigi að vera hluti af menntakerfi samfélagsþjónustunnar eins og önn- ur skólastig. Því skulu sveitarfélög vinna markvisst að því að börnum gefist kost- ur á 6 tíma leikskólagöngu á dag án endurgjalds.“ Þetta stefnumál hefur verið sett framarlega á starfsáætlun félagsins í skólamálum þetta kjörtímabil. Eitt af markmiðum Félags leikskólakennara er að stuðla að alhliða framförum í uppeldis- og menntamálum barna og er þetta liður í því. Augljóslega er ójafn- vægi milli skólastiga hvað varðar gjaldtöku fyrir menntun. Segja má að í því birt- ist viðhorf sem einkennist af vanþekkingu á leikskólanum og skilningsleysi á þörfum ungra barna. Því þarf að breyta. Auk þess varðar þetta útgjöld heimila og er því einnig kjaramál. Leikskólamenntun er orðin sjálfsögð krafa og eðlilegur þáttur í skólagöngu fólks nú á tímum. Sveitarfélög byggja jafnt og þétt upp leikskóla, enda bundið í lög að þeim sé skylt að hafa forystu um að tryggja börnum dvöl í góðum leik- skóla. Það er mjög eðlilegt að næsta skref sé að bjóða leikskólamenntun án end- urgjalds eins og tíðkast á öðrum skólastigum og þá með kostnaðarþátttöku ríkis- ins. Reyndar stendur til að stíga fyrsta skrefið í þessa átt í Reykjavík þar sem í undirbúningi er að bjóða fimm ára börnum fjóra klukkutíma á dag „frítt“, er það afar jákvætt og væntanlega fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög. Þetta er vonandi fyrsta skrefið af mörgum því að mati Félags leikskólakennara þarf slíkt að gilda fyrir öll leikskólabörn, ekki einungis þau elstu. Endurgjaldslaus leikskóli jafnar stöðu barna og er því mikið hagsmunamál. Öll börn eiga að njóta jafnréttis til náms burt séð frá aldri eða fjárhag foreldra. Hvers eiga börn að gjalda sem búa við þær aðstæður að fjárhagur er þröngur, til dæmis vegna atvinnuleysis, veikinda eða jafnvel lágra launa og fátæktar sem mik- ið er rætt um þessa dagana. Þess eru mörg dæmi að þegar þrengir að er ein fyrsta ráðstöfunin, sem fólk grípur til, að taka barnið úr leikskólanum. Það gefur auga leið að endurgjaldslaus leikskóli er töluverð kjarabót fyrir barnafjölskyldur auk þess hve mikilvægur hann er barninu og nauðsynleg undirstaða fyrir frekara nám. Þetta á sérstaklega við um börn nýbúa en foreldrana rekur marga hverja í rogastans þegar þeir uppgötva að greiða þarf fyrir þjónustu sem þeir eru vanir að sé án endurgjalds. Gaman hefði verið ef Íslendingar hefðu orðið fyrstir Norðurlandabúa til að státa sig af slíku framfaraskrefi. Svo varð þó ekki því að ríkisstjórn Svíþjóðar ákvað nýlega að bjóða öllum fjögurra og fimm ára börnum þrjár klst. á dag án endurgjalds og jafnframt að leggja fram fjármagn til verkefnisins. Þó að ekki eigi alltaf við að taka upp eftir öðrum þjóðum þá á það fyllilega við í þessu tilfelli, að mínu mati. Við viljum standa í fremstu röð í öllu - gleymum ekki yngsta fólkinu. Þegar grannt er skoðað er alveg ótrúlegt að foreldrar eða foreldrasamtök hafi ekki barist fyrir þessu máli með skipulögðum hætti. Sama má segja um stéttar- félög og heildarsamtök launafólks, annað eins láta þau sig varða. Félag leikskóla- kennara mun vekja athygli á þessu máli með ýmsum hætti og hvetur aðra til að gera hið sama. Með nýársóskum til félagsmanna Kennarasambands Íslands, Björg Bjarnadóttir Formannspist i l l 3 Endurgjaldslaus leikskóli

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.