Skólavarðan - 01.01.2003, Qupperneq 3
4
Leiðar i
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is
Hönnun: Penta ehf.
Ljósmyndun: Jón Svavarsson
Teikningar: Ingi
Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470
Prentun: Prentsmiðjan Grafík / Gutenberg ehf.
Forsíðumynd: Jón Svavarsson
Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi).
Io, mi chiamo
Ég var að byrja á ítölskunámskeiði og strax í fyrsta tímanum
lærði ég nokkuð merkilegt: Það er miklu auðveldara að læra að
fullyrða en að spyrja. Io, mi chiamo Kristín, sono di Mosfellsbær
(ég heiti Kristín og er Mosfellingur), ekkert mál. Auðvitað er mikil-
vægt að geta staðfest tilveru sína með þessum hætti. En hvernig
á nú aftur að spyrja hvaðan einhver annar er? Og hver hann er?
Við getum fullyrt, staðhæft og haldið ein-
hverju fram þar til við verðum blá í framan
án þess að læra nokkurn tímann nokkuð
nýtt. Á meðan ein lítil spurning getur opn-
að ótal dyr. Kannski höfum við bara ekki
áhuga á að læra? Áhugahvötin er einmitt
hugleikin kennurunum sem við fengum til
spjalls við okkur í tengslum við meginvið-
fangsefni blaðsins að þessu sinni, hegðun
og hópastjórnun. Kennarar gera sér mætavel grein fyrir því að
nemendur sem eru ekki að gera neitt skemmtilegt fara í staðinn
að gera eitthvað miður skemmtilegt.
-
Í upphafi nýs árs fyllist fólk kenndum af tvennum toga, annars
vegar vill það bretta upp ermar og hefjast handa af fullum styrk,
hins vegar vill það líka fá að horfa til baka og melta liðið ár. Þessa
gætir ekki bara hjá einstaklingum heldur einnig hjá fyrirtækjum,
félagasamtökum, stjórnmálaflokkum, stéttarfélögum o.s.frv.
Þetta er eðlilegur taktur í lífinu. Kennarasambandið gengur ekki í
berhögg við þessa náttúrlegu hefð frekar en aðrir og nú í janúar
stóð sambandið fyrir kjararáðstefnu þar sem hvortveggja var í
heiðri haft, afturlit og framsýni. Kjarasamningar aðildarfélaga
sambandsins eru lausir hver af öðrum á næsta ári og samninga-
vinnu þarf að undirbúa vel ef hún á að skila besta mögulega ár-
angri. Aðildarfélögin kynntu samninga sína á ráðstefnunni, góðir
gestir annars staðar að úr samfélaginu miðluðu dýrmætum upp-
lýsingum og í umræðum og hópvinnu fékk fólk tækifæri til að
bera saman það sem skilur að og tengir í kjörum félaganna. Helgi
E. Helgason segir nánar frá ráðstefnunni, sem mikil ánægja var
með, á öðrum stað í Skólavörðunni.
-
Héðan úr kennarahúsinu er allt gott að frétta en varla hægt að
segja að lífið gangi sinn vanagang því nýjar spurningar vakna á
hverjum degi, bæði sem varða starfið og stéttarfélagið ... og lífið
þar fyrir utan. Kennarahúsið hlýtur því samkvæmt mínum eigin
vangaveltum í upphafi leiðara að vera lærdómshvetjandi um-
hverfi með fáum agavandamálum. Ekki amalegt að fá að vinna á
slíkum stað. Kannski það takist betur með spurningarnar í næsta
ítölskutíma.
Kristín Elfa Guðnadóttir
Efni
Meginviðfangsefni þessa tölublaðs:
Hegðun og hópastjórnun 10 - 17
Sjálfræði er markmið menntunar 10
Kennarar geta tekið á fjölmörgu -
en eiga ekki að leysa öll vandamál 12
Gleði og góður aðbúnaður 13
Að tilheyra! - bekkjarkerfið sem agatæki 15
Aðrar greinar
Söguleg þraut 7
Jón Þorvarðarson stærðfræðikennari rýnir í stærðfræðiþraut
sem var lögð fyrir á samræmdu prófi og vakti mikið umtal
vorið 2002.
Raunveruleikurinn 8
Ómar Örn Magnússon kennari í Hagaskóla hefur hannað
nýstárlegt námsefni í lífsleikni sem er hýst og kostað af
Landsbankanum.
Upphaf sóknar til enn betri kjara 18
Helgi E. Helgason sat ráðstefnu Kjararáðs KÍ þann 17. febrúar
síðastliðinn, en hún mæltist afar vel fyrir meðal þátttakenda.
Staða textílmenntar í skólakerfinu 20
Ingibjörg Valdimarsdóttir textílkennari í Álftamýrarskóla hefur
skiljanlegar áhyggjur af framtíð þessarar námsgreinar sem á
sér sextíu ára sögu í skólakerfinu.
„Öll reynsla í tónlist er af hinu góða“ 22
segir Vilberg Viggósson skólastjóri Tónlistarskólans
Do-Re-Mi. Vilberg ætti að vita hvað hann syngur því sjálfur
hefur hann komið víða við á tónlistarferlinum
Er Kennarasambandið miðlari? 24
spyr Eiríkur Brynjólfsson í grein sinni þar sem hann gagnrýnir
meðal annars KÍ fyrir að stuðla ekki að umræðu og hvetja til
skoðanaskipta.
Námsstefna Skólastjórafélags Íslands 27
var haldin á Akureyri 8. og 9. nóvember sl. með rífandi
þátttöku.
Fastir liðir
Formannspistill 3
Björg Bjarnadóttir skrifar.
Gestaskrif 5
Gerður Kristný ber kaffið fram í fjörlega skreyttum bollum
og sparar ekki ábótina.
Skóladagar 25
Myndasaga Skólavörðunnar.
Smiðshöggið 30
Undirlægjur! Gagnrýnandi, kennarinn, píanóleikarinn og
eiturpenninn Jónas Sen skrifar um ýmsa fleti á því
merkilega fyrirbæri, undirlægjuhættinum.
Að auki
greinar um safnfræðslu í Listasafni Reykjavíkur, kynning á
námskeiði um samstarf og samninga fyrir stjórnendur, trún-
aðarmenn og samninganefndarmenn í framhaldsskólum,
Glerverk - nýtt forrit sem hjálpar til við innra mat skóla, ráð-
stefnu Faghóps leikskólastjóra, væntanlega ráðstefnu Fræðslu-
miðstöðvar Reykjavíkur, Kennarafélags Reykjavíkur og Skóla-
stjórafélags Reykjvíkur og sýningu og hvatningarverðlaun sem
veitt verða í tengslum við ráðstefnuna, kynning á námsefni,
hinar sívinsælu smáauglýsingar og tilkynningar o.m.fl.