Skólavarðan - 01.01.2003, Side 4

Skólavarðan - 01.01.2003, Side 4
Þegar ég byrjaði í menntaskóla var mér sagt að nú biðu mín fjögur bestu ár ævi minnar. Það þótti mér fremur ósennilegt og var enn á sömu skoðun þegar ég útskrifaðist. Það var nefnilega sem mig grunaði, skemmtilegri tími beið handan við hornið. Háskólaárin sé ég enn í glitrandi dýrðarljóma. Ég leigði litla íbúð við Rauðarárstíg með vinkonu minni sem ég kynntist í Há- skólanum. Þar var aldeilis gaman. Skólasystkini komu í heimsókn á öllum tímum sólarhringsins. Sumir komu í hádeginu og fóru ekki fyrr en um miðnætti. Enginn þurfti að eiga neitt sérstakt erindi til að banka upp á. Partíin voru svo fjölmenn að eitt sinn brotnuðu fatahankarnir út úr veggnum. Við ákváðum á mánudögum hvað gert yrði næstu helgi. Skemmtilegast var á 22 því þar voru alltaf ALLIR vinir okkar. Eitt kvöldið kviknaði í hárinu á mér þar. Í jóla- kortin, sem í þá daga voru skreytt myndum af flestu öðru en smá- börnum, voru skrifuð dularfull skilaboð sem rýna þurfti í eins og fjársjóðskort. Partíin voru sögulegri en núna þegar engum kemur á óvart hver brýtur fyrsta glasið, hver á eftir að byrja að úthúða raunveruleikasjónvarpi og síðast en ekki síst vita allir upp á hár hver fer heim með hverjum. Það felst ekki lengur nein spenna í því þegar einhver segir: „Jæja, ég ætla að hringja á leigubíl. Vill ein- hver fljóta með?“ Við hin þurfum ekkert að hringjast á daginn eftir til að athuga hvort einhver hafi heyrt eitthvað skemmtilegt um af- drif partígesta. Svo var það maðurinn sem ærði upp í mér hégómann með blómvöndum og ljóðum. Þau voru um mig og ég er nú ekkert sval- ari en svo að finnast það ekki bara pínulítið sætt. Fýkur yfir vitið Uppseldar ljóðabækur gengu á milli í bekknum í ljósritum. Ský í buxum Majakovskís var ein mesta gersemin og þegar bekkjarfélag- ar mínir voru ekki að rýna ofan í þær brækur lágu þeir m.a. yfir Ian McEwan. Bók hans The Child in Time var lesin í áfanga sem ég valdi á fyrstu önninni minni í háskólanum en hann var helgaður breskum bókmenntum. Ég vildi að ég hefði gerst svo brött í ein- hverjum tímanum þar sem fjallað var um McEwan að segja: „Æi, þetta get ég rætt við hann einhvern tímann seinna. Ég á fyrr eða síðar eftir að fara með manninum í haustlitaferð á Þingvelli.“ Það var nefnilega nákvæmlega það sem gerðist í fyrra. En auðvitað þorði ég ekki að segja neitt í þá veruna. Ég sagði heldur ekki mikið þessa fyrstu önn, sat alltaf í sama sætinu aftast úti í horni og lét lít- ið fyrir mér fara. Nema einu sinni. Við vorum að fara í bókina Wuthering Heigts eftir Emily Brontë þegar sló eitthvað út í fyrir mér og ég fékk þá dramatísku flugu í höfuðið að Heathcliff hefði reynt að svipta sig lífi þar sem hann hefur fengið í sig skot úr eigin byssu. Það var hins vegar ekki Heatcliff sem hafði særst heldur önnur persóna í bókinni. Sjálfsmorðskenningin var því vægast sagt heimskuleg. Kennarinn leiðrétti misskilninginn fljótmæltur og sneri svo talinu að öðru svo ég næði örugglega ekki að koma frá mér annarri eins vitleysu. Til að fullkomna skömmina var þetta Ges task r i f 5 Brennandi bátsflök Partíin voru sögulegri en núna þegar engum kemur á óvart hver brýtur fyrsta glasið, hver á eftir að byrja að úthúða raunveruleikasjónvarpi og síðast en ekki síst vita allir upp á hár hver fer heim með hverjum. Það felst ekki lengur nein spenna í því þegar einhver segir: „Jæja, ég ætla að hringja á leigubíl. Vill einhver fljóta með?“

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.