Skólavarðan - 01.01.2003, Qupperneq 5
Ges
task
r i f6
ömurlega augnablik fest á filmu því þennan dag hafði ljósmyndari á
vegum Háskólans fengið að fylgjast með tímanum og einmitt
smellt af þegar mér datt í fyrsta skipti í hug þessa önn að viðra það
sem fram fór í kollinum á mér. Myndin var birt í bæklingi til kynn-
ingar á heimspekideildinni. Allir bekkurinn mænir út í hornið mitt,
flestir svolítið áhyggjufullir á svip, og ég svona helvíti glaðhlakka-
leg með fáránlegustu kenningu í heimi á vörum.
Kakó og Chomsky
Það sem ég met mest við háskólaárin er að hafa gert mér grein
fyrir því meðan á þeim stóð hvað þau voru skemmtileg. Skiptir þá
engu að ég hafi bæði fengið 5,5 í heimspekilegum forspjallsvísind-
um og fjölmiðlafræði. Því síður hafði það heldur nein áhrif á gleði
mína að ég hefði það sífellt á tilfinningunni að kennarinn sem mér
fannst hvað merkilegastur (og er of mikill héri til að þora að nefna)
fyrirliti mig. Hann kenndi mér áfanga í almennri bókmenntafræði
og allt látbragð hans bar ekki vott um annað en að ég hefði litlu að
bæta við heiminn - hvað þá þessi eðlu fræði. Ég hrósaði happi yfir
að hafa kosið frönsku sem að-
alfag og þurfa ekki að verða of
oft á vegi þessa kennara.
Í frönskudeildinni vorum
við ein stór fjölskylda sem las
saman Balzac, flykktist á
franskar kvikmyndahátíðir og
beygði sagnir eins og hún ætti
lífið að leysa. Þarna voru
strákar jafnsjaldséðir og Geir-
finnur og aðalkennarinn bar
helst þá von í brjósti fyrir hönd okkar námsmeyjanna að við yrðum
leiðsögumenn, eins og hann. Fyrir hver jól bauð hann okkur heim í
heitt kakó og fór yfir eitthvert fagið með okkur. Speki Chomsky
var okkur jafntöm á tungu og lagið Zobie la mouche með Les
negresses vertes, aðalhljóm-
sveitinni á þessum tíma. Og
þeir sem ekki voru að hlusta á
þær kátu kellingar voru eflaust
að hlusta á gömbutónlistina úr
kvikmyndinni Allir heimsins
morgnar sem var feikivinsæl
um þessar mundir. Þetta var
góður tími til að vera í
frönskunámi. Um leið og
kennarinn dreypti á kakóinu
hrutu honum hvatningarorð af munni um að drífa okkur sem fyrst í
Leiðsögumannaskólann. Um hærra skólastig var aldrei rætt. Við
áttum bara að arka um landið með lopapeysuklædda ferðamenn og
gæta þess að þeir hefðu sig ekki að fífli með því að hrasa ofan í ein-
hvern hverinn.
Bach í hóruhúsi
Sumarið eftir BA próf fékk ég vinnu á Tímanum og skrifaði um
það sem hæfileikar mínir buðu upp á, svartapétursmótið á Sól-
heimum í Grímsnesi og hafís úti fyrir Vestfjörðum. Þótt þetta
tengdist lítið BA ritgerðinni minni sem fjallaði um hið illa í Les
fleurs de mal eftir Charles Pierre Baudelaire fannst mér þetta starf
henta mér fullkomlega. Næsta haust hóf ég nám í hagnýtri fjöl-
miðlun. Ég notaði tækifærið og laumaðist til að vera gestanemandi
í einum áfanga hjá kennaranum sem mér fannst vera illa við mig.
Einhverju sinni gaukaði hann því að mér hvað blaðamennska væri
„ómerkileg“. Þess í stað ætti ég að stunda þýðingar og umfram allt
yrkja ljóð. Fyrir honum var sumarvinnan mín álíka eins og að leika
á píanó í hóruhúsi. Ég var of vel upp alin til að þora að spyrja hann
að því á hverju ég ætti að lifa, í minni sveit hefði það heitið að vera
með kjaft. Þótt svartapétursmótið hafi ekki kveikt hjá mér hug-
mynd að ljóði, gerði ísfréttin það svo sannarlega.
Stundum hvarflar það samt að mér að ég hefði átt að læra eitt-
hvað annað en frönsku, kannski sagnfræði eða listasögu. Eflaust
hefði mér líka tekist að koma í veg fyrir ótrúlegustu brunasár hefði
ég nennt að gerast leiðsögumaður. Þegar öllu er á botninn hvolft
skiptir auðvitað ekki öllu hvað maður lærir heldur hvernig maður
nýtir sér lærdóminn.
Fyrir nokkrum árum var ég stödd í búð og rakst þá á fyrrnefndan
bókmenntafræðikennara. Hann brosti svo fallega til mín að áður en
ég vissi af hafði innkaupakerran mín stefnt á innkaupakerruna hans.
Við tókum tal saman um daginn og veginn eins og bestu vinir. Eft-
ir litla stund sagði kennarinn allt í einu við mig með eilítilli angur-
værð í röddinni: „Ég var alltaf að vona að þú myndir halda áfram í
bókmenntafræðinni.“ Þarna lærði ég þá lexíu að þótt einhver virð-
ist leggja fæð á mig gerir hann
það ekkert endilega. Og þótt
mér finnist einhver annar
halda að ég eigi ekkert erindi
einhvers staðar má vel vera að
ég eigi samt erindi þangað.
Í baki mínu skutull
Maðurinn sem orti um mig
ljóðin og kom stundum með
blóm gerði sig sekan um að
stela brennandi bát úr einu ljóða minna og fleyta inn í eitt sinna.
Þegar ég bar þetta upp á hann yppti hann öxlum og sagði: „Þetta er
bara svo flott mynd.“ Við þessu var lítið að gera svo ég orti bara
ljóð um stuldinn. Brennda hárið rataði líka í ljóð sem og hljóðskraf
okkar vinkvennanna af Rauð-
arárstígnum. Þótt lengra sé á
milli funda okkar og trúnað-
arsamræðurnar eigi sér ekki
lengur stað stend ég mig oft
að því að hugsa: „Þessu hefði
hún haft gaman af!“ þegar
eitthvað skemmtilegt gerist.
En það væri asnalegt að slá á
þráðinn. Til þess hefur of
margt breyst.
Í Háskólanum voru bekkjarbræður mínir frjálslyndir og
skemmtilegir, enda bjuggum við svo vel að hafa femínista að kenn-
urum. Þegar ég heyri til þessara stráka núna virðast þeir ekkert hafa
lært. Konurnar eiga það til að „gleymast“ á einhvern furðulegan
hátt þegar þeir fjalla um bókmenntir. Fyrir nokkrum árum skrifaði
einn þeirra grein um Reykjavíkurljóð þar sem honum tókst að telja
upp 14 eða 15 karla en minntist aðeins á eina konu og það í upp-
talningu. Þegar annar hringdi til að bjóða mér að koma fram á bók-
menntadagskrá gat hann nefnt karlana sem tóku þátt í henni en
hafði ekki nennt að leggja nöfn kvennanna á minnið. Samt var
hann einn skipuleggjenda hátíðarinnar.
Kannski hef ég misskilið kennarinn minn allan þennan tíma,
kannski vonaðist hann ekkert sérstaklega til þess að ég héldi áfram í
bókmenntafræðinni heldur fannst það fyrst og fremst synd að sum-
ir hinna nemenda hans skyldu halda áfram.
Gerður Kristný
Höfundur er rithöfundur og ritstjóri Mannlífs.
Hann kenndi mér áfanga í almennri bókmenntafræði
og allt látbragð hans bar ekki vott um annað en að
ég hefði litlu að bæta við heiminn - hvað þá þessi
eðlu fræði. Ég hrósaði happi yfir að hafa kosið
frönsku sem aðalfag og þurfa ekki að verða of oft á
vegi þessa kennara.
Konurnar eiga það til að „gleymast“ á einhvern
furðulegan hátt þegar þeir fjalla um bókmenntir. Fyrir
nokkrum árum skrifaði einn þeirra grein um Reykja-
víkurljóð þar sem honum tókst að telja upp 14 eða 15
karla en minntist aðeins á eina konu og það í upp-
talningu.