Skólavarðan - 01.01.2003, Síða 8
Í könnun sem unnin var á vegum
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur lýsa
kennarar agavandamálum sem einum
mesta streitu- og slitvaldi í starfinu.
Skólamenn jafnt sem foreldrar hafa í
vaxandi mæli áhyggjur af agaleysi en
hvað er hægt að gera? Við fórum á stúf-
ana og ræddum við þrjá kennara og einn
sálfræðing um úrræðin sem þeir beita
og mæla með þegar vandi af þessum
toga er annars vegar. Kennararnir
leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir
sem hvíla á stoðum sjálfræðis nemenda,
skapandi starfs og áhugahvatar en sál-
fræðingurinn beinir sjónum að lausnum
þegar skaðinn er skeður og fjallar um
atferlismótun sem miðar að því að
breyta neikvæðri hegðun í jákvæða.
Sjálfræði er
markmið
menntunar
„Sjálfræði barna er hugtak sem
hefur verið notað á mismunandi
vegu,“ segir Sesselja Hauksdóttir,
leikskólakennari, en meistara-
prófsritgerð hennar frá árinu 2001
fjallar einmitt um þetta hugtak og
þýðingu þess í leikskólastarfi.
Sesselja álítur að sjálfræði sé lykil-
atriði í uppbyggingu innri aga og
að markviss kennsla sem taki mið
af þessu hugtaki geti dregið mjög
úr agavandamálum.
„Það er auðvelt að misskilja þetta hug-
tak, maður getur séð fyrir sér að börnin
ráði sér sjálf og séu agalaus,“ segir Sesselja.
„Ég skilgreini hins vegar hugtakið út frá
Piaget og bandarísku hugmyndafræðingun-
um Kamii og DeVries, en í leikskólastefn-
unni sem þær eru höfundar að er sjálfræði
miðlægt hugtak og Kamii gengur svo langt
að segja að það sé eina markmið menntun-
ar. Sjálfræði þýðir að vera einstaklingur
sem getur tekið ákvarðanir út frá sjálfum
sér en tekur jafnframt tillit til allra þeirra
þátta sem fyrir liggja og máli skipta. Þetta
felur í sér að geta tekið tillit til annarra.
Sumir telja að þessi túlkun á sjálfræðishug-
takinu feli í sér afturhvarf til gamalla gilda
en aðrir að hér gæti mikillar framsýni.
Heldurðu að þú þurfir peysu?
Leikskólabörn búa ekki enn yfir miklu
sjálfræði en byggja það upp smátt og smátt.
Í meistaraprófsverkefninu vildi ég fá að vita
hvernig leikskólakennarar styðja við þessa
uppbyggingu. Ég valdi tvo leikskóla með
markmiðsúrtaki, gerði eigindlega athugun
sem byggðist á myndbandsupptökum, at-
hugunum í leikskólunum og viðtölum við
kennara. Einnig greindi ég námsáætlanir
beggja skólanna.
Sá sem er sjálfráður er fyrirmyndarþegn í
lýðræðisþjóðfélagi. Hann er opinn fyrir
hugmyndum og hefur skoðanir en er ekki í
andstöðu við þjóðfélagið. Ég lagði upp
með þessar spurningar: Hvernig stuðla
leikskólakennarar að sjálfræði barna? Og
eru leikskólakennarar meðvitaðir um þegar
þeir stuðla að eða vinna gegn sjálfræði? Ég
bar svo það sem ég komst að saman við les-
efni víða að um sama viðfangsefni.
Niðurstöður mínar voru þær að leik-
skólakennararnir störfuðu mjög í anda
þeirra hugmynda sem birtast í leikskóla-
stefnu Kamii og DeVries, þótt þeir notuðu
ekki hugtakið sjálfræði sem slíkt. Sem
dæmi um uppbyggingu sjálfræðis má nefna
klæðaburð nemenda. Börnin réðu því
hvernig þau klæddust í útiveru. Þau voru
hvött til að taka ákvörðun út frá veðrinu og
hlutverk kennarans var að hjálpa þeim að
sjá utanaðkomandi aðstæður og sjónarmið
og spyrja spurninga á borð við „heldurðu
að þú þurfir peysu?“ Þetta er lítið dæmi en
sýnir ágætlega hvernig hugmyndin um
sjálfræði skilar sér út í skólastarfið. Og ég
fullyrði að börnin voru ekki verr klædd en í
öðrum leikskólum, munurinn var sá að þau
fengu að taka ákvarðanir sjálf. Börn eru
mjög skynsöm ef þau fá að taka ákvarðanir
og finna að þær eru virtar.
Valdatogstreita stuðlar að
agavandamálum
Í þessum leikskólum voru börnin spurð
opinna spurninga og þau fengu mikið að
velja. Þeim var hjálpað til að sjá og skoða
áhrifaþætti á ákvarðanir og krafist af þeim
ábyrgrar hegðunar. Leikskólabragurinn var
mjög góður í þessum leikskólum og ég sá
ekki árekstra á milli kennara og barna.
Umræður og mismunandi sjónarmið voru
Hegðun og hópast jórnun
10
Hegðun og hópastjórnun
Sesselja
Helstu agatæki og áherslur:
• Uppbygging sjálfræðis myndar
grundvöll fyrir innri aga
• Opnar spurningar og virðing
fyrirbyggja valdatogstreitu
• Kennsla félagslegrar þekkingar
(Social Arbitrary Learning)
• Notkun skyndilausna kemur í
bakið á okkur
• Nemendur þurfa að finna fyrir
væntumþykju kennarans og
hafa gaman af því sem þeir
fást við