Skólavarðan - 01.01.2003, Page 11

Skólavarðan - 01.01.2003, Page 11
Að loknum fyrirlestrum finna þátttak- endur sér verkefni sem felst í vinnu með einum nemanda. Einnig býður Iðunn upp á handleiðslu alla önnina sem námskeiðið stendur. Agastarfið sett í ramma „Kennararnir sem hafa sótt námskeiðið eru mjög sterkur og góður hópur,“ segir Iðunn. „Þeir gera góða hluti í sínum skól- um en á námskeiðinu læra þeir að setja agastarfið inn í ákveðinn ramma og að- ferðafræðin er ef til vill ólík því sem þeir hafa áður notað því að mikil áhersla er lögð á að mæla og skrá hegðunina. Að því loknu eru valdar leiðir til lausnar í samræmi við atferlislögmálin. Þetta er þríþætt starf; að- dragandi hegðunar er kannaður, hegðunin sjálf og afleiðingar hennar.“ Námskeiðið var hannað af dr. Zuilmu Gabrielu Sigurðardóttur sem jafnframt er ábyrgðarmaður þess en Iðunn hefur bætt við það og aðlagað eftir þörfum. Markmið þess eru skilgreind í tíu liðum og felast í að þátttakendur geti að því loknu: • Skilgreint og afmarkað hegðun, svo sem ókurteisi, dónaskap, ofbeldi, frekju, óþolinmæði o.s.frv. • Mælt slíka hegðun, svo sem lengd, tíðni, form, styrk og útkomu. • Ákveðið viðeigandi skráningarform í hverju tilfelli. • Búið til skráningarform. • Metið árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til (inngripi). • Nýtt sér helstu grundvallarlögmál um mannlegt atferli, þ.e. jákvæða og neikvæða styrkingu, slokknun og refsingu. • Beitt helstu aðferðum í áreitisstjórnun, svo sem að vita hvenær viðeigandi er að nota eingöngu reglur, handleiðslu, tákn og/eða merki. • Valið úr helstu leiðum til að stuðla að yfirfærslu áhrifa af inngripi, viðhaldi inngripsáhrifa, flaumi (sk. fluency sem vísar til dæmis til hraða í lestri eða framgangs í stærðfræði) o.fl. • Beitt þessum aðferðum við mismun- andi aðstæður - að einhverju leyti í samvinnu við stuðningsteymið í skólanum - undir handleiðslu sálfræðinga. • Greint á milli hagnýtrar atferlisgrein- ingar og annarra nálgana í sálfræði, svo sem húmanískrar sálfræði, hugfræði, taugasálfræði o.fl. Nýtist strax í starfi Að sögn Iðunnar er mikið lagt upp úr því að námskeiðið nýtist strax í kennslu og einnig að þátttakendur séu meðvitaðir um að kennslan sem þeir fá nær einungis til grunnatriða atferlisnálgunar. „Við kennum einungis fyrstu skrefin, auðvitað halda kennarar áfram að leita aðstoðar sálfræð- inga og annarra fagmanna,“ segir Iðunn. „Ég hef fengið jákvæð viðbrögð frá þeim sem hafa lokið námskeiðinu og nýta sér að- ferðir þess.“ Þess má geta að í síðasta tölublaði Skóla- vörðunnar var sagt frá lausnarteymi í Húsaskóla sem myndað var í kjölfar nám- skeiðsins. „Auðvitað er of snemmt að segja til um hvernig þetta reynist, við erum rétt að taka fyrstu skrefin og þau eru alltaf erf- ið,“ segir Iðunn. „Mér finnst það mjög gott framtak hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur að koma til móts við skólana á þennan hátt, í leit að lausn á álaginu á kennara sem hegðunarvandamál nemenda skapa, og reyna að útbúa kennara með einhverjum tækjum sem gagnast við að taka á vandan- um. Kennaramenntunarstofnanir eiga auð- vitað að sinna þessum þætti meira en raun- in er og gera það eflaust þegar fram í sækir. Hvað aðferðirnar sem við kennum varðar þá eru engin áhöld um að þær virka, marg- sinnis hefur verið sýnt fram á það. Það er sorglegt en satt að oft kemur upp sú staða að áhugasamir kennarar mæta til kennslu og eru prófaðir af nemendum sem láta til skarar skríða og ganga í sífellu lengra ef þeir finna að kennarinn er úrræðalaus and- spænis slæmri hegðun. Hegðun hefur tilgang Hegðun barna er ekki tilviljun, hún hef- ur tilgang. Ef nemandi nær athygli kennara með truflandi hegðun heldur hann henni áfram. Kennarar þurfa að læra að setja skil- mála sem eru stöðugir og hvergi er hvikað frá. Það er lykilatriði að gefast ekki upp! Ef illa gengur getur þurft að beita viðurlögum tímabundið þar til opnun gefst á farsælli lausn.“ Að sögn Iðunnar vinna kennarar saman inni í skólunum á meðan námskeiðið stendur með svokölluðum áreiðanleika- mælingum. Ef hegðun hefur verið mæld á annar kennari að geta gert sömu mælingar og fengið sömu niðurstöður. „Bein skoðun á hegðun er lykilatriði,“ segir Iðunn, „og það er ekki nóg að segja „hann hagar sér illa“ og telja svo tilvikin þegar „hann“ hag- ar sér „illa“. Skilgreiningin verður að vera miklu nákvæmari, það er að segja athafna- bindingin verður að vera góð. Til þess að fylgjast með því að það sem við gerum skili árangri er mælt fyrir, á meðan og eftir lausnarvinnuna.“ Iðunn ítrekar í lokin að kennarar eigi ekki að leysa öll mál. „Þeir eru fyrsti hlekk- urinn og geta með því að tileinka sér þessar aðferðir tekið á hellingi af málum en þeir eiga ekki að leysa öll vandamál undir sól- inni heldur kalla ótrauðir til aðra fagaðila þegar með þarf.“ keg Gleði og góður aðbúnaður Hjördís Ástráðsdóttir tónmennta- kennari í Flataskóla hefur reynslu af því að kenna bæði í tónlistar- skóla og grunnskóla, og segir þessa tvo skólaheima talsvert ólíka: „Tónlistarskólinn er val en grunnskólann sækja allir.“ „Þau ár sem ég starfaði í Tónmennta- skóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla Garðabæjar, auk þess sem ég sinnti for- fallakennslu um hríð í Tónlistarskóla Njarðvíkur, þá varð ég aldrei vör við aga- vandamál,“ segir Hjördís. „Þetta voru svo litlir hópar - átta til tólf nemendur í hverj- um hópi. Mjög vel var fylgst með náminu og allri framvindu þess. Ef eitthvað kom upp á þá hringdi maður heim til nemand- ans. Þetta er nokkuð ólíkt því sem gerist í grunnskólanum. Þar hefur maður mun fleiri aðila til aðstoðar, í tónlistarskólanum er ábyrgðin á kennaranum, þótt yfirmenn séu góðir. Meiri mannafli í grunnskólanum tryggir að maður á í fleiri hús að venda, samvinna er meiri og yfirsýn sömuleiðis. Þetta er ólíkt að því leyti líka að í grunn- skólanum fara svo miklu fleiri hausar í gegn, á viku hverri eru þeir um fimm hundruð! Og þetta er fyrir utan almennan fjöldasöng. Skólastjórinn hefur yfirumsjón Hegðun og hópast jórnun 13 Hegðun barna er ekki tilviljun, hún hefur tilgang. Ef nemandi nær athygli kennara með trufl- andi hegðun heldur hann henni áfram. Kennarar þurfa að læra að setja skilmála sem eru stöðugir og hvergi er hvikað frá. Það er lykilatriði að gefast ekki upp! Hjördís Helstu agatæki og áherslur: • Leikræn tjáning • Áhersla á gleði • og að börnin séu námsfélagar hvert annars

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.