Skólavarðan - 01.01.2003, Side 12

Skólavarðan - 01.01.2003, Side 12
með honum ásamt með mér og Áslaugu B. Ólafsdóttur samkennara mínum. Áslaug hefur ómælda reynslu í söng og kórstjórn og okkar samstarf er mjög náið og gott, sem skiptir miklu máli. Í grunnskólum eru meiri samskipti en í tónlistarskólum þar sem kennarinn er oftar einn að sinna sínu. Góðir stjórnendur og góður aðbún- aður skipta öllu máli Hvað varðar Flataskóla þá skiptir miklu máli, bæði hvað varðar tónmenntanámið í heild og einstakar hliðar þess á borð við agastarfið, að stjórnendur skólans styðja kennara á alla lund. Sigrún Gísladóttir skólastjóri er í leyfi í vetur en hún styður afskaplega vel við kennarahópinn og sýnir til dæmis listnáminu mikinn áhuga eins og Inga Þórunn, sem leysir hana af, gerir líka. Þegar ég sótti um starf hér var ég eigin- lega að vona að ég yrði ekki ráðin eftir að ég skoðaði aðstöðuna sem var frekar hrá. Kannski vegna þessa var ég ófeimin að setja fram talsverðar kröfur um kaup á hljóðfærum og öðrum búnaði, og mér til mikillar furðu var ég ráðin og gengið að öllum mínum kröfum! Að hafa góða yfir- stjórn og fjölbreytt og vel búið vinnuum- hverfi skiptir sköpum í kennslu. Þá getur maður gert skapandi hluti, gert kröfur til sjálfs sín og haft eðlilegar væntingar til nemenda sinna. Í hópauppbyggingu og agastjórnun skiptir þetta gífurlega miklu máli. Þverfagleg samvinna er einnig mikil- væg, við hér í Flataskóla vinnum mikið á þann hátt og til að mynda eru alltaf settar upp glæsilegar sýningar á Degi íslenskrar tungu og á jólaskemmtunum. Að geta tekið þátt í listflutningi og vera ófeimin að tjá sig hjálpar nemendum líka í bóknámi og öfugt. Staðan er þannig hér að það er ekkert til- tökumál að fara upp á svið og ekki heldur að fylla salinn af góðum áheyrendum sem kunna að hlusta og hrósa. Þetta blæs börn- um í brjóst sjálfstrausti og gerir þau sáttari við sig og sitt. Leikræn tjáning er mitt besta agatæki Hjördís notar leikræna tjáningu gagngert sem agatæki í tónmenntakennslunni og byrjar strax í fyrsta bekk. Upphafið má rekja til þess að hún var um tíma stunda- kennari í Leiklistarskóla Íslands. „Þar kynntist ég öðruvísi nemendum en ég hafði áður fyrirhitt. Þeir voru auðvitað fullorðnir en þar fyrir utan voru þeir mjög frjálsir, þorðu miklu og voru ekkert endilega að reyna að falla inn í fjöldann. Þeir gátu hlaupið í hlutverk og það var þeim eðli- legt.“ Hjördís tók kennarapróf úr Tónmennta- skólanum í Reykjavík með sembalnám sem aukafag. Síðan fór hún til Bandaríkjanna og lauk meistaraprófi í tónlistaruppeldi barna, þar sem hún lagði áherslu á hvernig börn þróa með sér hlustunarfærni. „Bandaríkja- menn eru mjög flinkir að setja upp alls konar sýningar og koma á framfæri því sem gert er í skólanum á þann hátt. Þeir voru mikið með þemavinnu og mig langaði að flétta saman það sem ég lærði úti og reynslu mína úr Leiklistarskólanum í starf- inu hér í Flataskóla. Við tökum sönglög þemabundið fyrir og fléttum saman tónlist og hreyfingu. Ég nota til dæmis mikið það sem ég kalla hringekju, en þá læt ég börnin hreyfa sig reglubundið á milli borða, eða stöðva, í vissum hlutverkum. Þau eru kannski mýs og setja á sig loppur, smella á sig eyrum og veiðihárum, slétta þau og krulla, og læðast á milli borða. Stundum eru þau djassgeggjarar eða bara það sem andinn blæs okkur í brjóst. Kraftmiklir strákar fá til dæmis mikla útrás í þessu. Leikræn tjáning, ýmis svipbrigði og sam- bland tónlistar og hreyfingar er mitt besta agatæki og ég nota það á ýmsa fleiri vegu. Ég er til dæmis ekki með mjög sterka tal- rödd og því fer ég í lítil gervi til þess að halda athygli barnanna. Ég á svo dæmi sé tekið nokkra hatta og húfur sem ég set upp þegar ég er að leggja inn texta og þarf að vinna með endurtekningar. Hvert höfuðfat hefur sitt hlutverk. Ég set upp gleðihattinn eða flýtishattinn til að fá fram tiltekin blæ- brigði eða hraða í tónlistinni. Ég nota líka fingrabrúður, þráðlausan hljóðnema svo að röddin berist yfir tónlistina og ýmislegt fleira. Allur þessi búnaður gerir manni kleift að hafa starfið margbreytilegt og skemmtilegt. Ég legg áherslu á að ég er alltaf með í öllu, ég stend ekki hjá og horfi á. Þegar gestir koma í heimsókn er ætlast til að þeir taki líka þátt. Ég kenni bara snillingum! Annað sem ég legg mikla áherslu á er Hegðun og hópast jórnun 14 Leikræn tjáning, ýmis svipbrigði og sambland tónlistar og hreyf- ingar er mitt besta agatæki og ég nota það á ýmsa fleiri vegu. Ég er til dæmis ekki með mjög sterka talrödd og því fer ég í lítil gervi til þess að halda athygli barnanna. Þegar nemendur eru með uppeld- isfulltrúa með sér þá kemur hann alltaf með í tónmenntatímana. Ef eitthvað kemur upp á sem ég ræð ekki við þá eru yfirmenn mínir alltaf til taks.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.