Skólavarðan - 01.01.2003, Page 15

Skólavarðan - 01.01.2003, Page 15
ir liggur og er löngu hættur að setja þeim fyrir. Þeir eru fullorðnir einstaklingar og það er þeirra að taka ábyrgð á sínu námi.“ Gísli ítrekar að í bekkjarkerfinu myndast oft nánari tengsl á milli nemenda en þeirra sem eru í áfangakerfi og oftar en ekki fylgja þau tengsl manni alla ævi. Í hópi bekkjarfé- laganna eru þeir sem verða bestu vinir manns. „Það er mín reynsla,“ segir Gísli og heldur áfram: „Ég var sjálfur í Menntaskól- anum við Hamrahlíð þegar hann var bekkj- arskóli, ég var í síðasta árganginum sem fór alla leið sem bekkur. Þar kynntist ég því fólki sem ég tel til bestu vina minna og það hefur eflaust áhrif á að ég er hlynntari bekkjarkerfinu en áfangakerfinu,“ segir Gísli að lokum. Steinunn Þorsteinsdóttir Hegðun og hópast jórnun, ráðstefna 17 Föstudaginn 1. nóvember sl. efndi Fag- hópur leikskólastjóra til ráðstefnu á Hót- el Sögu sem bar yfirskriftina: Lifðu í lukku en ekki í krukku - Árangur í stjórn- un - lífsgleði. Fyrirlesari á ráðstefnunni var bandaríska fræðikonan Sue Baldwin sem er kunn í heimalandi sínu fyrir fyrir- lestra sína um vinnuverndarmál og ráð- gjafarþjónustu sem beinist m.a. að því að koma í veg fyrir streitu og auka vellíðan í starfi. Ráðstefnan var geysivel sótt og yfir- bragð hennar var nokkuð nýstárlegt, enda Baldwin vanur fyrirlesari sem kann að krydda með ýmsum uppákomum. Þátttakendur voru meðal annars látnir blása í blöðrur og svo myndaði salurinn nokkurs konar hljómsveit þar sem blöðr- urnar voru hljóðfærin. Fegurri tónar hafa vísast oft heyrst en gleðin leyndi sér ekki. Og gleðin var einmitt meginstef ráðstefnunnar. Án hennar verður starfið ómarkvisst og leiðinlegt og streita og jafn- vel kulnun láta á sér kræla. Þá verður hægt að taka undir með spurningu skáldsins: Hvar hafa dagar lífsins lit sín- um glatað? Þessi lífsglaða fræðikona og uppalandi bæði barna og fullorðinna lætur það ekki henda sig ... og gerir hvað hún getur til að aðrir hljóti ekki þau örlög að verða „leikföng leiðans“. Lífsgleði njóttu

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.