Skólavarðan - 01.01.2003, Síða 18
Nú eru liðin meira en sextíu ár síðan sú
námsgrein sem gengið hefur undir nafninu
handavinna stúlkna, hannyrðir, saumar,
handmennt og nú síðast textílmennt, varð
skyldunámsgrein í grunnskóla.
Á þessu tímabili hefur greinin gengið í
gegnum miklar breytingar sem hafa haft
bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Það hafði já-
kvæð áhrif að drengir fá nú að læra grein-
ina til jafns við stúlkur en hins vegar nei-
kvæð áhrif að tímamagn greinarinnar var
þá skorið niður um helming á
hvern nemanda. Í fyrstu var
talið að þessi breyting hefði
ekki áhrif á textílkennsluna
en annað hefur komið í ljós.
Ný kynslóð, sem hefur
fengið helmingi minni
kennslu í textílmennt, er vax-
in úr grasi og í ljós hefur
komið að flókin og vandasöm
verktækni lærist ekki á þeim
stutta tíma sem greininni er ætlaður í
kennslu.
Greinin hefur breyst. Nú þarf að koma
til móts við ólíkar þarfir beggja kynja í
kennslunni. Verkefnaval hefur breyst, verk-
leg kennsla verður erfiðari á unglingsárun-
um með bæði kynin saman. Á sama tíma
hefur jafnréttisbaráttan haft áhrif og kom
þá í ljós neikvætt viðhorf drengja til grein-
arinnar sem áður hafði verið hefðbundin
kvennagrein.
Þessi helmingsniðurskurður á tímamagni
hvers nemanda hefur haft þær afleiðingar
að ekki er lengur hægt að fara ítarlega í
námsefnið, kennslan verður líkari nokkurs
konar kynningu á efninu því að lítill tími
gefst til verklegrar þjálfunar. Hverjar lang-
tíma afleiðingar fyrir verkkunnáttu í grein-
inni verða er ekki fyrirsjáanlegt.
Árið 1999 kom út ný námskrá sem hefur
háleit markmið um kennslu í sem flestum
þáttum greinarinnar. Samkvæmt henni er
textílmennt nú valgrein í 9. og 10. bekk.
Einnig er talað um ferðir á söfn, sýningar,
sögulegt og félagslegt samhengi, fagurfræði
og rýni. Ljóst er að útilokað er að sinna
öllum þessum þáttum sem skyldi á viðun-
andi hátt á þeim stutta tíma sem ætlaður er
til kennslu í greininni. Kennarar verða því
að velja úr og nú semja allir skólar sína eig-
in skólanámskrá. Afleiðingin hlýtur að
verða sú að mjög misjafnt er hvaða áhersla
verður í hverjum skóla. Ef til vill eru
fræðsluyfirvöld að boða þetta.
En þá skulum við aðeins víkja að fjármál-
um. Nú er staðan sú að skólar hafa fengið
aukið fjárhagslegt sjálfstæði og skólastjórar
reka skólana innan ramma laga og þeirrar
fjárhæðar sem þeir fá úthlutað til rekstrar.
Þá kemur í ljós að vald þeirra til skiptingar
á fjármagni er meira en áður.
Þegar er ljóst að skólastjórar hafa mis-
mikinn áhuga á verklegri kennslu og geta
þess vegna haft meiri áhrif á framgang
greinarinnar hver í sínum skóla. Einhver
kann að spyrja. Á hvaða hátt? Jú, nemendur
í verklegum tímum eru víða allt of margir,
einkum í fjölmennum skólum.
Séu bekkjardeildir fjölmennar þarf að
skipta hópnum niður í smærri einingar.
Það er til dæmis ljóst að sé verið að kenna
7 - 8 ára gömlum börnum að prjóna er of
mikið að hafa tólf eða fjórtán börn í hóp.
Þarna geta skólastjórar hlúð að greininni
með því að nota skiptitíma. Gott samstarf
þarf að vera hjá öllum kennurum og skóla-
stjóra ef góður árangur á að nást. Það er
dapurlegt að heyra kennara segja frá því að
á miðju skólaári segi skólastjórinn: „Nú
mátt þú ekki kaupa meira efni því að ég
þarf að nota peningana í annað.“ Við heyr-
um líka stundum að greinin sé dýr.
Er hún dýr? Jú, vissulega eru stofurnar
dýrar og tækjakostur allur. Í mörgum skól-
um er aðstaðan góð en annars staðar er
tækjakostur lélegur. Og því miður er það
staðreynd að sífellt er verið að minnka hús-
næði fyrir verklega kennslu. Það er
áhyggjuefni okkar textílkennara. En greinin
er ekki dýr vegna þess að eytt sé miklu fé í
námsgagnaútgáfu. Það er sorglegt að hugsa
til þess að við verkmenntakennarar skulum
ekki fá námsbækur eins og sjálfsagt þykir til
bóklegrar kennslu.Við þurfum sjálf að út-
búa okkar eigin námsgögn og uppskriftir.
Er verklegt nám e.t.v. annars flokks?
Þetta er eitt af viðkvæmu málunum í
skólakerfi okkar. Svo virðist einnig vera í
launamálum. Í nýjum kjarasamningi
grunnskólakennara eru þeir kennarar sem
ekki hafa umsjón með bekk settir skör
lægra í launastiganum. Talið er mikilvæg-
ara að umsjónarkennari, sem ekki þarf að
hafa fleiri en 12-19 börn í bekk, fái hærri
laun en sérgreinakennari sem fær til sín 2-
300 börn á viku eða jafnvel fleiri. Þá má
einnig minna á að þeir kennarar sem kenna
verklegar greinar þurfa að leggja fram
mikla vinnu við umhirðu á stofum, verk-
færum og efnislager, en þar er að finna
óteljandi smáhluti sem allir þurfa að vera á
sínum stað.
Einn er sá þáttur sem líta
skal á að minnsta kosti hér í
Reykjavík og það eru inn-
kaupamál. Eftir að grunn-
skólar Reykjavíkur fengu
fjárhagslegt sjálfstæði var
tekin af textílkennurum sú
þjónusta sem þeir höfðu
varðandi innkaup á efni til
textílkennslu. Nú er talið
sjálfsagt að þeir aki á eigin
bílum um hin ýmsu borgarhverfi og leiti að
efni til kennslunnar, sumir hverjir tugi
kílómetra án þess að fá krónu fyrir. Í öðru
lagi er þeim boðið upp á að ófaglært fólk
velji fyrir þá efni til faglegrar kennslu.
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur held-
ur ekki talið þörf á eða séð sér fært að hafa
faglærðan kennsluráðgjafa í verklegum
greinum. Er það okkur textílkennurum
vissulega áhyggjuefni.
Víkjum nú aðeins að menntun textíl-
kennara. Hvar stöndum við - hvert stefn-
um við? Á meðan Kennaraskóli Íslands út-
skrifaði handavinnukennara, en það var fag-
Text í lmennt
20
Handverk á Íslandi byggist á alda-
gamalli hefð. Fatnaður var framleidd-
ur á heimilum og unnið við að breyta
ull í fat. Allir heimilismenn komu að
þessari iðju, af henni lærðu börn þess
tíma og fengu þannig menningararf-
inn frá foreldrum sínum og öðru
heimilisfólki. Í þjóðfélagi okkar eru
breytingar örar og eins og tímarnir
eru nú gefst ekki mikið tóm til slíkrar
vinnu á heimilum. Börn fá því mun
minni verklega þjálfun á heimilum
sínum en áður. Æ oftar heyrum við
textílkennarar börnin segja: „Mamma
kann þetta ekki, ég verð að fara til
ömmu.“ Kunnátta og viðhorf foreldra
hafa áhrif á börn og skólastarf. For-
eldrar geta á ýmsan hátt aðstoðað
börn sín við nám og störf og þannig
veitt þeim gott veganesti út í lífið.
Staða textílmenntar
í skólakerfinu
Þessi helmingsniðurskurður á tímamagni hvers nem-
anda hefur haft þær afleiðingar að ekki er lengur hægt
að fara ítarlega í námsefnið, kennslan verður líkari
nokkurs konar kynningu á efninu því að lítill tími gefst
til verklegrar þjálfunar. Hverjar langtíma afleiðingar fyr-
ir verkkunnáttu í greininni verða er ekki fyrirsjáanlegt.