Skólavarðan - 01.01.2003, Page 20
Ísafjörður nafli alheimsins
„Ég er Ísfirðingur, yngstur af
fjórum börnum hjónanna Viggós
Nordquist og Kristjönu Valgerðar
Jónsdóttur. Átta ára fór ég í Tón-
listarskóla Ísafjarðar til frumkvöðl-
anna Ragnars H. Ragnars og konu
hans Sigríðar. Ég held að ég hafi
verið latasti nemandinn sem Ragn-
ar var með, sjálfur hef ég aldrei
fengið svona latan nemanda. Ragn-
ar hreinlega stundi þegar ég var að
koma í sjötta og sjöunda skiptið
með C-dúrinn og ekki enn kominn
með fingrasetninguna á hreint. En
hann sá eitthvert efni í mér. Ég
hafði verið hjá kennara sem sýndi
mér hvernig lögin áttu að vera og
ég spilaði síðan eftir eyranu en
Ragnar lagði meiri áherslu á nótna-
lestur. Síðan þá hef ég samúð með
svona krökkum og kenni þeim á dá-
lítið annan hátt.“
Þegar grunnskóla lauk lá leið Vil-
bergs í Menntaskólann á Ísafirði
sem þá var nýstofnaður og þar var fjöldi
skemmtilegra kennara undir stjórn þeirra
hjóna Jóns Baldvins Hannibalssonar og
Bryndísar Schram. Vilberg tók þátt í þeirri
uppbyggingu sem þar átti sér stað, lék á pí-
anó í leikfélaginu hjá Bryndísi og hélt að
Ísafjörður væri nafli alheimsins.
„Ég var mjög virkur á þessum tíma, spil-
aði í bílskúrsböndum og var síðan ráðinn í
alvöru hljómsveit hjá Rafni Jónssyni sem þá
hét Ýr og varð síðar að Grafík, sem seinna
varð fræg. Grafík æfði í bílskúrnum heima.
Við tókum þetta sem vinnu, byrjuðum að
æfa klukkan tíu á morgnana og vorum að
fram eftir degi. Þegar Helgi Björns kom inn
í hljómsveitina sumarið 1982 varð Grafík
mjög vinsæl því Helgi var á sviðinu eins og
Jagger, Bowie og þeir allir til samans.
Eftir stúdentspróf lá leiðin í Tónlistar-
skólann í Reykjavík þar sem Halldór Har-
aldsson var kennari hans. Á sumrin var Vil-
berg spilandi nær allan sólarhringinn frá
fimmtudegi til sunnudags, spilaði í messum
og jarðarförum, dinner-músík á hótelinu
og á böllum á kvöldin, fyrir utan að æfa sig
í klassískum píanóleik.
„Það var erfið ákvörðun að fara utan í
framhaldsnám í píanóleik eftir að námi í
Tónskóla Reykjavíkur lauk. Ég vissi að
Grafík myndi slá í gegn en samt sem áður
ákvað ég að fylgja klassíkinni að málum og
sé ekki eftir því. En ég naut góðs af vel-
gengni hljómsveitarinnar því ég spilaði með
þeim þegar ég kom heim í sumarfríunum.“
Lægri laun en á færibandinu
Vilberg lagði popparann á hilluna og fór
til Kölnar í Þýskalandi til framhaldsnáms
með fjölskylduna, konu og tvö börn. En líf-
ið er tilviljunum háð og dvölin í Köln varð
styttri en þau höfðu gert ráð fyrir. Dóttir
þeirra greindist með asma og þar sem mikil
mengun er í Köln þótti hún ekki góður
kostur fyrir asmaveikt barn svo að þau urðu
að færa sig um set. Það var í raun tilviljun
að Amsterdam i Hollandi varð fyrir valinu
en þar hóf Vilberg nám í Sweelinck
Conservatorium og var þar í fimm ár.
„Þegar ég kom heim frá Hollandi byrjaði
ég að kenna í Njarðvík og lenti í því sem
varð upphafið að stéttarvitund minni, að fá
68 þúsund krónur í laun á mánuði, lægri en
námslánin. Pabbi sem þá var verkstjóri
skildi ekki hvað ég var að spá, fólkið
við færibandið í rækjuverksmiðjunni hjá
honum var á miklu hærri launum en ég.
Á þessum tímapunkti hófust afskipti mín af
launamálum tónlistarkennara. Þetta var
hrikalegt, maður átti ekki fyrir neinu og
það var ekki tekið neitt tillit til menntunar
í kjarasamningum. Við settum saman kjara-
hóp og fengum fólk með okkur til að vinna
að þessum málum. Við hleyptum umræð-
unni af stað og ekki varð aftur snúið.“
Vilberg og eiginkona hans höfðu skilið
að skiptum á Hollandsárunum en í jólaleyfi
á Ísafirði hitti hann seinni konu sína, Agotu
Joó, ungverskan píanókennara og meistara
í samkvæmisdönsum. Hún kom síðar með
honum til Njarðvíkur og eiga þau saman
fjögur börn.
Tónskólinn Do-Re-Mi
Árið 1994 stofnuðu þau tónlistarskólann
Do Re Mi í Reykjavík. Vilberg vildi að
skólinn fengi nafn sem gæti staðið áfram
þó að hann hyrfi til annarra verkefna og því
Viðta l
22
Veturinn lét loksins á sér kræla dag-
inn sem útsendari Skólavörðunnar
leit i heimsókn í Tónlistarskólann Do-
Re-Mi í KR-heimilinu vestur í bæ. Þar
beið okkar skólastjórinn, Vilberg
Viggósson, og yfir léttu spjalli og
kaffibolla með mjólkurdufti sagði
hann okkur frá Ísafjarðarárunum,
poppstjörnunni, organistanum, út-
löndum og tónlistarskólanum sem
hann stofnaði, svo fátt eitt sé nefnt.
Og á meðan lék vetur konungur listir
sínar fyrir utan gluggann í Frosta-
skjólinu.
„Öll reynsla í tónlist
er af hinu góða“
- segir kórstjórinn, píanókennarinn og skólastjórinn Vilberg Viggósson