Skólavarðan - 01.01.2003, Síða 22

Skólavarðan - 01.01.2003, Síða 22
Ég fullyrði að öllu alvarlegri atlaga hafi verið gerð gegn útgáfustarfsemi kennara á stofnþingi KÍ árið 1999. Og hún tókst. Þá á ég við þegar Kennarablaðið og Ný menntamál voru lögð niður og ekkert stofnað í staðinn. Þó að ég hafi ritstýrt Kennarablaðinu og misst vinnuna sakna ég Nýrra menntamála miklu meira. Skóla- varðan er svo sem ágætis blað og kemur í stað Kennarablaðsins en hún kemur á eng- an hátt í staðinn fyrir Ný menntamál og fræðilegu umræðuna sem þar fór fram. Sú umræða hefur engan farveg innan Kenn- arasambands Íslands. Það er missir. Og það er til skammar fyrir kennara. Helgi segir í grein sinni að það sé ,,lýð- ræðisleg skylda Kennarasambandsins að miðla upplýsingum til félagsmanna um fagleg málefni, kjaramál, réttindamál o.s.frv.“ Vissulega ber KÍ að miðla upplýsingum til félagsmanna sinna. En KÍ á að mínu mati að vera miklu meira en miðlari. Það á að vera miðstöð samskipta milli kennara um skólamál og kjaramál. Það á að vera opið félag sem hvetur til skoðanaskipta og býr til vett- vang fyrir fræðilega skóla- málaumræðu um kjara- og réttindamál. Á þessum sviðum hefur Kennarasam- band Íslands gjörsamlega brugðist. KÍ er að mínu mati ólýðræðisleg stofnun sem lætur sér nægja að miðla upplýsingum til félagsmanna sinna en gerir ekkert til að örva umræðu meðal þeirra. Umræðan um útgáfumál á stofnþinginu Ein af röksemdunum fyrir því að leggja niður fræðilega málgagnið Ný menntamál var sú að ódýrara og árangursríkara væri að efna til fræðilegrar umræðu á vef sam- bandsins heldur en í prentmiðli. Og rætt um það á stofnþinginu að efna til slíks. Gott ef ekki ákveðið. En hvað hefur gerst? Ekkert. Það fer ekki fram nein opinber umræða á vegum Kennarasambands Íslands, hvorki um skólamál né kjaramál. Það er enginn lifandi vefur Kennarasambandsins til. Bara miðl- unarvefur í eina átt. Það eru engir fundir haldnir á vegum Kennarasambands Íslands um skólamál. Það er til skammar fyrir ís- lenska kennara að eiga engan vettvang fyrir fræðilega skólamálaumræðu. (Innan sviga hlýt ég reyndar að minna á að til dæmis móðurmálskennarar, tungumálakennarar og sérkennarar hafa efnt til umræðu í mál- gögnum sínum. En ég er að ræða um skoð- anaskipti sem ná til allra almennra kenn- ara. Þau eru ekki til). Ég veit ekki hvernig þessum málum er háttað hjá einstökum aðildarfélögum KÍ öðrum en því sem ég tilheyri og þar er sömu sögu að segja. Það er ekkert að gerast. Kennarar væla reglulega yfir því að al- menningur hafi engan áhuga á skólamál- um. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu (eða sagt hana): „Fjölmiðlar hafa engan á- huga á skólum nema þegar kennarar fara í verkföll.“ En ef samtök okkar og við sjálf sýnum slíkri umræðu ekki neina ræktarsemi því á þá nokkur að gera það? Afstaða annars þing KÍ Annað þing KÍ samþykkti eftirfarandi tillögu um upplýsingamál: ,,Áfram verði rekin metnaðarfull heimasíða þar sem miðlað verði fréttum og öðrum fróðleik sem varðar starfsemi Kennarasambandsins og aðildarfélaga þess, ásamt umfjöllun um skóla-, kjara- og félagsmál. Möguleikar nýs forrits verði nýttir sem best til þess að heimasíðan endurspegli starfsskipulag sam- bandsins og aðildarfélaga þess og leiðakerfi og framsetning séu til þess fallin að laða fleiri félagsmenn til þess að notfæra sér heimasíðuna í daglegu starfi. Möguleikar hinnar nýju heimasíðu t.d. til þess að gera viðhorfskannanir meðal félagsmanna verði nýttir og telur þingið að slík viðbót við starfsemina geti orðið hvati til aukinnar þátttöku félagsmanna í mótun starfsemi sambandsins.“ Ég bið lesendur að skoða þennan texta vandlega. Ég skáletraði nokka parta. Takið eftir því að ekki er einu orði vikið að virkni hins almenna kennara. Jú, reyndar, hann á að lesa heimasíðuna og taka þátt í skoðana- könnunum. En svo búið! Meira að segja nýja ,,forritið“ á að endurspegla sambandið og aðildarfélögin! („Leiðakerfi og fram- setning“ á að „laða okkur“ að því að nota hana í daglegu starfi)! Innihaldið? Jú, miðlanir frá Kennara- sambandinu! Ég heimta úrbætur Fyrsta krafa mín er sú að þegar í stað verði búinn til vettvangur fyrir lifandi skoðanaskipti kennara um skólamál og fræðilega umræðu á óritskoðuðum vef sam- bandsins. Í öðru lagi krefst ég þess að Kennarasamband Íslands efni til mánaðarlegra funda um skólamál. Ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Í þriðja lagi heimta ég að leitað verði til starfandi kennara um skipulagningu þess- ara viðfangsefna. Þetta á ekki að vera bara undir stjórn bírókratanna í Kennarahúsinu. Í fjórða lagi heimta ég að þetta verði kynnt rækilega meðal allra félagsmanna KÍ. Síðast þegar ég skrifaði í Skólavörðuna var grein mín borin undir fyrrverandi for- mann FG og núverandi borgarfulltrúa íhaldsins í Reykjavík og hann fékk að svara í sama tölublaði. Ég varð mjög svekktur yfir þeim dónaskap. En í þetta sinn skal ég éta það ofan í mig. Mín vegna má ritstjórinn sýna þessa grein hverjum sem hann kýs og birta andsvör þeirra ef honum sýnist svo. Mér finnst umræðan þess virði! Eiríkur Brynjólfsson Höfundur er grunnskólakennari. Umræða 24 Helgi E. Helgason skrifar í síðustu Skólavörðu um meinta atlögu gegn útgáfustarfsemi. Ég las af áhuga. Hver vill skemma útgáfustarfsemi KÍ? Er einhver umræða hafin um útgáfu- starf KÍ? Æ, nei, atlagan var hækkun póstburðargjalda hjá einokunarfyrir- tækinu Íslandspósti. Vááá! Er Kennarasambandið miðlari? En hvað hefur gerst? Ekkert. Það fer ekki fram nein op- inber umræða á vegum Kennarasambands Íslands, hvorki um skólamál né kjaramál.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.