Skólavarðan - 01.01.2003, Side 23
Komið er á markaðinn nýtt forrit sem
margir skólar nýta sér við innra mat sitt.
Að hausti 1999 var skipaður starfshópur
við Glerárskóla á Akureyri til að vinna að
þróunarverkefni sem nýttist við innra mat
skólans. Í verkefnisstjórn voru Árni S.
Jónsson kennari, Gísli Baldvinsson náms-
ráðgjafi og Halldór Gunnarsson aðstoðar-
skólastjóri. Starfshópurinn safnaði að sér
spurningum og gögnum frá skólum sem
höfðu gert svipaðar kannanir. Má þar nefna
kannanir úr grunnskólum Seltjarnarness og
grunnskólanum á Hólmavík. Okkur til að-
stoðar við efnisöflun þar var dr. Ingvar Sig-
urgeirsson prófessor við Kennaraháskól-
ann. Þá nýttum við okkur sérfræðiaðstoð
RHA en þar komu að Trausti Þorsteinsson
og Benedikt Sigurðarson sem veitti starfs-
hópnum ómetanlega hjálp. Fljótlega kom
fram sú hugmynd að hafa spurningalistana
í tölvutæku formi. Aðstoð við tölvuforritun
veitti Halldór Árnason kerfisfræðingur.
Fæðing Glerverks
Eftir nokkurn meðgöngutíma fæddist svo
fyrsta gerð Glerverks, eins og afkvæmið var
skírt, og var það í fyrstu nokkuð frumlegt.
Þetta gekk ekki þrautalaust fyrir sig og sí-
fellt komu upp stopp og kerfisvillur. En það
var alveg sama hvað á bjátaði, alltaf kom
Halldór kerfisfræðingur með lausnina. Það
var svo á námstefnu hjá Kennaraháskólan-
um að útgáfa 1.0 var kynnt.
Fyrstu sporin
Haustið 2000 voru gerðar viðhorfskann-
anir meðal foreldra og nemenda Glerár-
skóla sem voru strax mjög upplýsandi um
viðhorf til skólans og skólastarfsins. Þá var
að tilhlutan skólastjórnenda samin og gerð
könnun á líðan nemenda 5.-10. bekkjar í
skólum Akureyrar. Athygli vakti að þrátt
fyrir 90% þátttöku voru niðurstöður ljósar
samdægurs.
Glerverk vex úr grasi
Þegar nokkrar lagfæringar höfðu verið
gerðar, bæði á gagnagrunni (spurningarn-
ar) og forriti, var hafin sala á forritinu utan
Akureyrar haustið 2002. Það var kynnt á
ráðstefnu Skólastjórafélags Íslands og
kynningarbæklingar fóru víða. Í stuttu máli
má segja að forritinu hefur verið tekið afar
vel og er það komið í notkun um nær allt
land.
En hverjir eru kostir Glerverks?
Glerverk inniheldur viðhorfskannanir
sem hægt er að leggja fyrir foreldra, nem-
endur og starfsfólk skólans.
• Hægt er að breyta spurningunum
og/eða spurnarforminu.
• Hægt er að semja nýjar spurningar
sem henta betur.
• Hægt er að flytja allar upplýsingar og
niðurstöður í önnur forrit.
• Hægt verður að setja Glerverk upp á
heimasíðu skólans og svara könnunum
þaðan.
Og hvað svo?
Eins og hér kemur fram er enn verið að
bæta og þróa Glerverk. Það er aðallega í
höndum Halldórs Árnasonar kerfisfræð-
ings en Halldór Gunnarsson aðstoðar-
skólastjóri og Gísli Baldvinsson náms- og
starfsráðgjafi sjá um gagnagrunn og mark-
aðsmál. Að sögn þeirra félaga væri hægt að
laga forritið að öðrum stofnunum eða fyr-
irtækjum. Má þar til dæmis nefna heil-
brigðisstofnanir.
Gísli Baldvinsson
Mat á skólastarf i
GLERVERK
- öflugt mælitæki við innra mat skóla
25
Glerverksmenn frá vinstri:
Halldór Árnason kerfisfræðingur, Gísli Baldvins-
son náms- og starfsráðgjafi og
Halldór Gunnarsson aðstoðarskólastjóri.
Halldór Árnason forritar.