Skólavarðan - 01.09.2012, Qupperneq 9
9
Skólavarðan 1. tbl. 2012
Dæmi um hæfniviðmið, tekin hér og þar úr drögum að köflum um
námssvið sem eru nú til umsagnar:
Við lok 4. bekkjar
getur nemandi:
Við lok 7. bekkjar
getur nemandi:
Við lok 10. bekkjar
getur nemandi:
Náttúru-
greinar
gefið skýrslu um
algengustu lífverur í
nánasta umhverfi
gefið dæmi um aðlögun
lífvera að íslensku
veðurfari og búsvæðum
lýst með dæmum sér-
stöðu íslenskra lífvera
og aðlögun þeirra að
umhverfinu
Tónmennt
greint púls og hryn
og túlkað í hreyfingu,
samspili og söng
greint,útskýrt og spilað
púls og einföld hryn-
mynstur sem undirspil
við söng eða í samspili
tekið þátt í tónsköpun af
einhverju tagi, s.s. kórsöng
eða samspili sjálfum sér og
öðrum til ánægju
Önnur breyting er að mat við lok grunnskóla á að setja fram á fjögurra
stiga matskvarða með bókstöfunum A, B, C og D.
KVARÐI NÁMSSVIÐ LYKILHÆFNI
A
Framúrskarandi hæfni og frammistaða
í námi með hliðsjón af hæfnivið-
miðum námsgreinar eða námssviðs
Framúrskarandi hæfni með hlið-
sjón af viðmiðum um lykilhæfni
B
Góð hæfni og frammistaða í námi
með hliðsjón af hæfniviðmiðum
námsgreinar eða námssviðs
Góð hæfni með hliðsjón af
viðmiðum um lykilhæfni
C
Sæmileg hæfni og frammistaða í námi
með hliðsjón af hæfnivið-miðum
námsgreinar eða námssviðs
Sæmileg hæfni með hliðsjón af
viðmiðum um lykilhæfni
D
Hæfni og frammistöðu í námi
ábótavant með hliðsjón af hæfnivið-
miðum námsgreinar eða námssviðs
Hæfni með hliðsjón af viðmiðum
um lykilhæfni ábótavant
Þennan kvarða á að nota við brautskráningu úr grunnskóla en að öðru
leyti ákveða skólar hvernig þeir haga námsmati og einkunnagjöf eða
vitnisburði.
Í námskránni eru matsviðmið fyrir kvarðann sett bæði fyrir námssvið
og lykilhæfni og lýsa matsviðmiðin því að hve miklu leyti nemandi
hefur tök á viðkomandi hæfni.
Dæmi um matsviðmið fyrir 10. bekk:
Nemandi getur:
A B C D
Náttúru-
greinar
á skýran hátt útskýrt
í máli og myndum
tengsl manns og
náttúru og útskýrt á
sannfærandi hátt að
framtíðin byggist á
gagnkvæmri ábyrgð
og virðingu mannsins
í samspilinu við
jörðina
útskýrt í máli
og myndum
tengsl manns og
náttúru og að
framtíðin byggist
á gagnkvæmri
ábyrgð og virðingu
mannsins í sam-
spilinu við jörðina
nefnt dæmi í máli
og/eða myndum um
tengsl manns og
náttúru
Fyrir
nemendur
sem ekki ná C
skráir kennari
þá hæfni sem
nemandi býr
yfir, hér er
ekki staðlað
matsviðmið
Tónmennt
af öryggi tekið þátt
í tónlistarflutningi,
einn eða með öðrum,
túlkað tilfinningar
og blæbrigði af
listfengi og næmi
á persónulegan
hátt og /eða út frá
menningarlegu og
sögulegu samhengi
tekið þátt í
tónlistarflutningi,
einn eða með
öðrum, túlkað
tilfinningar og
blæbrigði á
persónulegan
hátt og /eða út frá
menningarlegu og
sögulegu samhengi
að einhverju marki
tekið þátt í tónlistar-
flutningi, einn eða
með öðrum, túlkað
tilfinningar og blæ-
brigði samkvæmt
leiðbeiningum og út
frá menningarlegu
og sögulegu
samhengi
Matsviðmið B eru byggð á hæfniviðmiðum fyrir 10. bekk og fram-
setning þeirra þannig að gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri
hæfni sem þar er tilgreind.
Hæfni sem lýst er með matsviðmiði A er framúrskarandi hæfni sem
er sambærileg og hæfni við lok fyrsta hæfniþreps framhaldsskóla.
Matsviðmið C lýsir því að standast ekki fyllilega þær kröfur sem
gerðar eru í B viðmiðum.
Ekki eru sett viðmið fyrir D því gera má ráð fyrir að sá vitnisburður
sé notaður í þeim tilvikum þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur
sem gerðar eru í C viðmiðum og skóli geri þá sérstaka grein fyrir
vitnisburði viðkomandi nemanda.
Í Aðalnámskrá grunnskóla 2011, almennum hluta er gerð grein
fyrir námsmati, markmiðum þess og tilgangi í sérstökum kafla.
Megináherslur sem hafa verið nokkuð óbreyttar lengi, eru að lögð
er áhersla á að námsmat sé hluti af námi og kennslu og nýta eigi
stöðumat til að skipuleggja framhald náms og kennslu. Áhersla er
á fjölbreyttar matsaðferðir og þær eiga að hæfa markmiðum náms.
Hvatt er til að nýta formlegt og óformlegt mat og ekki eigi eingöngu
að meta þekkingu heldur einnig t.d. framfarir og leikni. Í umfjöllun
um námsmat hefur einnig verið talað um mikilvægi sjálfsmats
nemenda og þátttöku þeirra í námsmati síðan 1989.
Segja má að um áherslubreytingu sé að ræða nú varðandi ákveðna
þætti þar sem lögð er aukin áhersla á leiðsagnargildi námsmats og
þátttöku nemenda, en það er í samræmi við anda nýrrar aðalnámskrár.
Einnig er mat á hæfni og framförum í stað markmiða áherslubreyting.
Nemandinn og hæfni hans er í forgrunni og námskráin setur fram vegvísa um þá hæfni
sem stefnt er að. Þátttaka nemenda er mikilvæg í námsmati og þeim eiga að vera ljós
viðmið um hæfni. Matsviðmiðum við lok grunnskóla er lýst á kvarða og bókstafirnir A, B,
C og D eru notaðir til að einkenna að hve miklu leyti hæfninni er náð. Við brautskráningu
nemenda úr 10. bekk verður ný tilhögun námsmats notuð í fyrsta sinn vorið 2015.
Hugtakið hæfni er nýtt í Aðalnámskrá grunnskóla en hefur
verið notað undanfarin ár á háskólastigi og er einnig í fram-
haldsskólum. Hæfni í aðalnámskránni stendur fyrir það hvernig
einstaklingur notar þekkingu sína og leikni, hvað hann gerir með
það sem hann veit og getur. Hæfni er náskyld markmiðum sem
hafa verið leiðarljós í aðalnámskrá frá 1999. Meginmunurinn
er að hæfni er alltaf nemendamiðuð og hæfniviðmið eru orðuð
þannig að þau vísa til þess sem nemandi á að geta gert.
Ein breyting í aðalnámskrá er að nú eru sett hæfniviðmið
fyrir 4., 7. og 10. bekk sem lýsa þeirri hæfni sem stefnt er að.
Í erlendum tungumálum eru hæfniviðmið sett fyrir 1., 2. og 3.
stig. Stigin lýsa hæfni sem nemandi stefnir að eftir fyrsta, annan
og þriðja hluta námstímans.
Námsmat í nýrri aðalnámskrá grunnskóla
Í stuttu máli:
RáÐstEfnuR